Fréttablaðið - 19.08.2006, Page 85

Fréttablaðið - 19.08.2006, Page 85
LAUGARDAGUR 19. ágúst 2006 57 Einhverjir muna eflaust eftir kvikmyndinni Smoke þar sem sjoppueigandinn Augustus ‚Auggie‘ Wren tók myndir af sama götuhorn- inu í New York. Haukur M. Hrafnsson og kona hans, Ásta Júlía Guðjónsdóttir, hafa nú gert það sama á Laugaveginum. „Hugmyndin kom eiginlega bara að sjálfu sér enda alltaf eitthvað að gerast á Laugaveginum,“ segir Haukur M. Hrafnsson kvikmynda- gerðarmaður sem mun ásamt Ástu Júlíu Guðjónsdóttur konu sinni halda ljósmyndasýningu á Menn- ingarnótt. Sýningin byggist upp á ljósmyndum sem þau hjónin hafa tekið á hverjum degi frá sama sjón- arhorni út um gluggann heima hjá sér í heilt ár. „Við byrjuðum að taka mynd út um gluggann á Gay Pride í fyrra og enduðum seríuna á sama degi núna í ár.“ Það eru 365 myndir sem verða til sýnis og viðurkennir Haukur að þær séu ekki allar jafn skemmti- legar en það er gaman að sjá árs- tíðabreytinguna og hversu mikil áhrif veðrið hefur fólksfjölda á Laugaveginum. „Fólk hefur oft horft upp í gluggann og undrast á myndavélinni sem beinist beint niður á götuna. Sumir halda örugg- lega að við séum algjörir perrar,“ segir Haukur hlæjandi og fullviss- ar blaðamann um að sú sé ekki raunin. Hann er mest spenntur fyrir því að sjá myndirnar allar saman á sýningunni en hún stendur í þrjár vikur samfleytt. Sýningin er til húsa í Gallerí Gel á Hverfisgötu 37 og byrjar klukkan 20. Myndir eru til sölu og eru hjónin með sér- stök tilboð í gangi fyrir sýningar- gesti. „Ef fólk getur sannað fyrir okkur að þau eigi afmæli á degin- um sem myndin er tekin fær það sérstakan afmælisafslátt af mynd- inni,“ segir Haukur. Ein mynd á dag í heilt ár HAUKUR OG ÁSTA Fengu þá prýðishugmynd að taka eina mynd á dag út um gluggann hjá sér og sýna afraksturinn í Gallerí Gel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FERÐAMENN Veðurbarnir túristar horfa aumkunarverðir upp í myndavélina enda er þetta örugglega ekki myndamóment að þeirra mati. MÓTMÆLI Margmenni gengur niður Laugaveginn um sumar í einhvers konar mótmælagöngu. Leikkonan unga Lindsey Lohan hefur aldeilis lent í hrakförum undanfarna viku í kjölfar frétta af drykkju hennar og partístandi. Plötufyrirtækið sagði henni upp og framleiðendurnir að nýjustu mynd hennar gáfu leikkonunni aðvörun. í síðustu viku ætlaði svo Lohan að fara á tónleika með Just- in Timberlake en útgáfufyrirtæki Justins neitaði að selja unglings- stjörnunni miða. Talsmenn þess telja Lohan vera slæma fyrir ímynd Justins og vilja ekki að hún dragi athyglina frá söngvaranum með drykkjulátum. Lindsey Lohan hefur einmitt sætt mikillar gagnrýni undanfarið fyrir að nenna ekki að vinna og vera bara í partíum og í sólbaði alla daga. Bönnuð LINDSEY LOHAN Var bannað að sækja tónleika með Justin Timberlake af útgáfu- fyrirtæki hans. 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.