Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 87

Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 87
FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn Colin Farrell mun hafa bætt svo mörgum kílóum á sig fyrir tökur á kvikmyndinni „Miami Vice“ að tökuliðið þurfti að beita ýmsum brögðum til að fela bumbuna hans í mynd- inni. Ástæðan mun vera óheilbrigt líferni kappans en það birtist í mikilli drykkju og óhollu mataræði. Miami Vice var frumsýnd hér á landi fyrir stuttu og ásamt Farrell leikur Jamie Foxx, aðalhlutverkið í myndinni. Ólátabelgurinn Pete Doherty gisti fanga- geymslur lögreglu í síðustu viku eftir að hafa verið gómaður með mikið magn af eiturlyfjum í fórum sér. Þar með blæs hann á að hann muni vera edrú fyrir Kate Moss en parið trúlofaði sig fyrr í vikunni og Moss hélt því fram að Doherty ætlaði að hætta allri vitleysu. Óvíst er því hvort verði af brúð- kaupinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Doherty þarf að gista fangageymslur en hann er þekktur fyrir mikið partílíferni. Bobby Brown, sem er frægastur fyrir það að vera eiginmaður söngkonunnar Whitn- ey Houston, er byrjaður í sambúð með klámmyndastjörnunni Karrine Steffans. Þetta þykir skrítið því fyrr í sumar lýsti Brown yfir ást sinni á Houston og sagði að hjónabandið væri í himna- lagi. Brown mun hafa búið hjá Steffans í nokkra mánuði en Houston og Brown eru ennþá gift og ekki er vitað hvernig þau munu snúa sér í þessum málum. Söngkonan góðkunna Madonna átti afmæli á dögunum og hélt hún risaveislu í London. Veislan kostaði tíu milljónir íslenskra króna og var margt um manninn. Madonna lét þó gesti sína bíða eftir sér því hún og Guy Richie eiginmaður hennar voru tveimur tímum of sein í veisluna. Leikarinn Kevin Spacey, Gwyneth Paltrow og rokkarinn Axl Rose voru meðal gesta og hélt Madonna meðal annars ræðu þar sem hún lýsti yfir ást sinni til Richie. Mætti seint í afmælið MADONNA Hélt upp á 48 ára afmæli sitt á dögunum og mætti tveimur tímum of seint í eigin veislu. Poppprinsessan Britney Spears segir að annað barn sitt hafi verið slys og að hún hafi aldrei viljað eignast barn svona fljótt aftur. Spears er komin átta mánuði á leið af öðru barni sínu en frumburður- inn er aðeins ellefu mánaða gam- all. „Það er mjög þreytandi að vera óléttur með svona lítið barn á handleggnum,“ segir Spears í viðtali við Peoples Magazine. Hún segist þó taka bara einn dag í einu og að hún muni ekki verða ólétt aftur í bráð. Barnið slys BRITNEY SPEARS Söngkonan unga viður- kennir að barnið sem hún ber undir belti hafi verið slys.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.