Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 2
2 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR
BAUGSMÁL Ekki verður endur-
ákært vegna fyrsta liðs Baugs-
málsins svokallaða en Sigurður
Tómas Magnússon, settur sak-
sóknari í málinu, sendi frá sér
fréttatilkynningu þess efnis í
gær.
Hæstiréttur staðfesti frávísun
héraðsdóms á fyrsta liðs málsins
21. júlí síðastliðinn, en í honum
var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
forstjóra Baugs Group hf., meðal
annars gefið að sök að hafa „beitt
stjórn Baugs blekkingum í auðg-
unarskyni með því að leyna því að
hann væri raunverulegur selj-
andi hlutfjárins“, eins og segir
orðrétt í ákæru, þegar Baugur
keypti Vöruveltuna sem rak 10-11
verslanirnar.
Í tilkynningu frá Sigurði Tóm-
asi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið
sent bréf þar sem afstaða ákæru-
valdsins er áréttuð, en jafnframt
tekið fram að ákvörðunin lúti
„einvörðungu að þeim ætluðu
brotum sem ákærða voru gefin að
sök samkvæmt 1. ákærulið en
hafi ekki áhrif á rannsókn, eða
eftir atvikum saksókn, vegna ann-
arra brota“.
Átján liðir eru enn eftir af
Baugsmálinu og bíða þeir nú efn-
ismeðferðar í Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Gestur Jónsson, lögmaður
Jóns Ásgeirs, segist hafa búist
við þessari niðurstöðu. „Þessi
ákvörðun kemur mér ekki óvart
og ég taldi reyndar sjálfgefið að
hann kæmist að þessari niður-
stöðu eftir að dómstólar höfðu
sagt að í þessum ákærulið væri
verði að lýsa viðskiptum en ekki
lögbrotum. Eftir að sú afstaða var
ljós, gat að mínu mati ekki verið
um nýja ákæru að ræða. Þetta
skiptir hins vegar miklu máli
fyrir málið í heild þar sem kjarn-
inn úr Baugsmáli er þar með úr
sögunni.“
Ákæurliðirnir átján sem eftir
standa í Baugsmálinu lúta meðal
annars að ólögmætum lánveiting-
um, bókhaldsbrotum og „röngum
tilkynningum um afkomu Baugs
hf. til Verðbréfaþings Íslands í
þeim tilgangi að skapa rangar
hugmyndir um hag félagsins og
hafa áhrif á sölu eða söluverð
hluta í því“, eins og segir orðrétt í
tilkynningu frá Sigurði Tómasi.
Ekki er ljóst ennþá hvenær
málið verður tekið til efnismeð-
ferðar. magnush@frettabladid.is
Ekki endurákært
vegna fyrsta liðsins
Sigurður Tómas Magnússon saksóknari segir niðurstöðuna ekki hafa áhrif á
rannsókn eða saksókn vegna annarra brota. Kjarninn úr Baugsmálinu úr sög-
unni, segir Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON KEMUR ÚR DÓMSAL Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og
bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
NEYTENDUR Innköllun á hugbúnaði
hættulegra stafrænna myndavéla
af gerðinni HP Photosmart R707
frá Hewlett Packard fer nú fram.
Umræddur hugbúnaður er í
myndavélum af fyrrgreindri gerð
sem seldar voru á tímabilinu ágúst
2004 til maí 2006.
HP hefur af þessum sökum inn-
kallað stýrihugbúnaðinn sem fylg-
ir þessum myndavélum og er not-
endum Photosmart bent á að sækja
nýjan stýrihugbúnað á heimasíðu
fyrirtækisins eða snúa sér til við-
komandi söluaðila. -hs
Brunahætta af myndavélum:
Hættulegur
hugbúnaður
BAUGSMÁL Jón Ásgeir Jóhannes-
son segir það hafa verið einkenni-
legt að þurfa að
bíða eftir því „svo
vikum skipti“
hvort endurákært
yrði vegna fyrsta
liðsins eða ekki.
„Ég hef frá upp-
hafi sagt að þessi
ákæruliður, sem
oft hefur verið
kenndur við 10-11
verslanirnar, snúist um viðskipti
og ekkert annað. Þetta hafa dóm-
stólar staðfest bæði héraðsdómur
og Hæstiréttur. Það var því ein-
kennilegt að þurfa að sitja undir
því svo vikum skipti að Sigurður
Tómas Magnússon segðist vera að
velta því fyrir sér að ákæra í þriðja
sinn af þessu tilefni.
Því verður vart trúað að slíkt
hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá
dóma sem gengið höfðu,“ sagði Jón
Ásgeir í tilkynningu í gær. - mh
Jón Ásgeir Jóhannesson:
Undarlegt að
þurfa að bíða
JÓN ÁSGEIR
JÓHANESSON
VIÐSKIPTI „Samkvæmt síðasta milli-
uppgjöri bankans höfum við lagt til
hliðar 700 milljónir króna til að
mæta mögulegum skuldbindingum
vegna þessa máls. Það er vísbend-
ing um hvað við búumst við að verði
niðurstaðan. Það er ennþá verið að
semja um ákveðin atriði og þetta
er viljayfirlýsing um að
klára þetta mál en ekki
bindandi sam-
komulag.
Málið er
enn á viðræðustigi,“ segir Gunnar
Viðar, forstöðumaður lögfræðiráð-
gjafar Landsbanka Íslands, um
viljayfirlýsingu milli bankans og
stjórn- ar Lífeyrissjóðs banka-
manna vegna meintrar
bakábyrgðar lífeyris-
skuldbindinga í
hlutfalla-
deild líf-
eyris-
sjóðsins.
Lífeyrissjóðurinn höfðaði mál
gegn bankanum fyrir ári og átti að
taka málið fyrir í september næst-
komandi. Málsóknin hefur verið
tekin úr dómi en ýtrustu dómkröfur
sjóðsins námu 2,6 milljörðum króna
vegna árabilsins 1998 til 2004 eða
síðan Lífeyrissjóður bankamanna
leysti af hólmi Eftirlaunasjóð
Landsbankans í aðdraganda þess að
ríkisbönkunum var breytt í hlutafé-
lög.
Friðbert Traustason, formaður
stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna,
hefur ekki viljað tjá sig um efni
viljayfirlýsingarinnar en telur að
með samkomulaginu sé hagur
félaga í hlutfalladeild lífeyrissjóðs-
ins tryggður. - shá
Viljayfirlýsing á milli Landsbanka Íslands og Lífeyrissjóðs bankamanna:
Búast við um 700 milljónum
LANDSBANKI ÍSLANDS Lífeyrissjóður hefur
tekið málsókn á hendur Landsbanka
Íslands úr dómi í kjólfar samkomulags.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
LÖGREGLUMÁL Maður sem hefur
verið kærður fyrir kynferðisbrot
gegn þremur ungum stúlkum á
samkomu línudansara í Rangár-
þingi um verslunarmannahelgina
hefur ekki enn verið yfirheyrður
af lögreglu. Bjarnþór Aðalsteins-
son, fulltrúi hjá lögreglunni í
Reykjavík, segir málið vera
nýkomið inn á borð til þeirra, en
lögreglan á Hvolsvelli sendi rann-
sókn málsins til Reykjavíkur í
seinustu viku. Þá hafði maðurinn
ekki verið yfirheyrður.
Maðurinn er grunaður um að
hafa berað kynfæri sín fyrir fram-
an þrjár átta til tólf ára stúlkur og
leitað á að minnsta kosti eina
þeirra á samkomunni. - sþs
Kærður fyrir kynferðisbrot:
Ekki enn verið
yfirheyrður
GESTUR JÓNSSON SIGURÐUR TÓMAS
MAGNÚSSON
ÚTGERÐARMÁL Útgerðarfélagið
Skinney-Þinganes á Höfn í Horna-
firði gekk í gær frá kaupum á hlut
Bjarna Aðalgeirssonar og fjöl-
skyldu í útgerðarfélaginu Langa-
nesi hf. Langanes hefur gert út
skipin Bjarna Sveinsson og
Björgu Jónsdóttur um árabil.
Bjarni Aðalgeirsson, sem
hefur lengi stýrt starfi Langaness
hf., segir aflaverðmætin sem
fylgi með í kaupunum fyrst og
fremst vera uppsjávarkvóta.
„Þetta er rúmlega tvö prósent af
heildarloðnukvótanum, 2,8 pró-
sent af norsk-íslenska stofninum
og meira til viðbótar af öðrum
tegundum. Við gáfum okkur tíma
til þess að ganga frá þessum
samningum og vorum ekkert að
flýta okkur að þessu. Þetta eru
mikil tímamót, en menn verða
fullorðnir og taka þá ákvarðanir
um breytingar,“ sagði Bjarni.
Langanes hf. var stofnað 1975
á Þórshöfn en nokkrum árum
síðar voru höfuðstöðvar fyrir-
tækisins fluttar til Húsavíkur. Í
rúmlega 26 ár hefur Langanes
gert út samtals átta skip frá Húsa-
vík.
Áhafnir á skipunum tveimur
verða að mestu skipaðar sama fólki
áfram, samkvæmt upplýsingum
frá Aðalsteini Ingólfssyni, for-
stjóra hjá Skinney-Þinganesi. - mh
Skinney-Þinganes kaupir rótgróna fjölskylduútgerð frá Húsavík:
Skip og kvóti seld til Hafnar
FRÁ HÚSAVÍK Langnes hf. hefur um árabil
gert út skip frá Húsavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Boxerhundur réðst á
tvö níu ára börn, stúlku og dreng, í
Ásahverfi í Hafnarfirði í gær.
Hundurinn réðst á stúlkuna og
beit í höndina svo að áverki hlaust
af, þar að auki klóraði hann í bringu
stúlkunnar svo að hún rispaðist. Því
næst réðst hann á strákinn og beit í
báða upphandleggi hans svo að sá á
pilti. Fatnaður drengsins skemmd-
ist í árásinni.
Þegar lögregla kom á vettvang
gekk illa að klófesta hundinn enda
var skepnan mjög æst. Það tókst að
lokum og var hundurinn færður á
lögreglustöðina.
Eigandi hundsins kom á stöðina,
eftir að samband var haft við hann,
með yfirlýsingu um að hundurinn
yrði svæfður. - æþe
Lögreglan í Hafnarfirði:
Boxerhundur
réðst á börn
SPURNING DAGSINS
Guðrún, stendur til að breyta
nafninu í Heimsálfunnar
beztu?
„Nei, ég held að við höldum okkur
bara við Bæjarins beztu að sinni.“
Pylsuvagn Bæjarins beztu í Tryggvagötu er
besti pylsuvagn heimsálfunnar samkvæmt
breska blaðinu The Guardian. Galdurinn
er talinn felast í remúlaðinu. Guðrún Krist-
mundsdóttir er eigandi vagnsins.
Erlendir ferðamenn og hraðakstur
Lögreglan í Vík stöðvaði fimm ökumenn
fyrir hraðakstur í umdæminu. Athygli
vekur að allir ökumennirnir voru er-
lendir ferðamenn á bílaleigubíl. Sá sem
hraðast ók var á tæplega 120 kílómetra
hraða. Lögreglan á Vík hefur áhyggjur
af þessari þróun. Ökumennirnir taka
afskiptum lögreglu misvel og greiða sekt
sína með greiðslukorti ellegar eru þeir
færðir á lögreglustöðina.
LÖGREGLUFRÉTTIR
RÁÐNING Einar Sigurðsson verður
ráðinn framkvæmdastjóri Árvak-
urs, útgáfufélags Morgunblaðsins,
á stjórnarfundi félagsins á morg-
un samkvæmt fréttastofu RÚV.
Hallgrímur Geirsson, núverandi
framkvæmdastjóri útgáfufélags-
ins, lætur að sögn af störfum að
eigin ósk.
Einar starfaði áður sem fram-
kvæmdastjóri Flugleiða. Hann
hefur starfað sem framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunar hjá IMG
Gallup frá því í desember 2005.
Hann er kvæntur Kristínu Ing-
ólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands.
Ekki náðist í Einar áður en Frétta-
blaðið fór í prentun. - æþe
Mannabreytingar hjá Árvakri:
Nýr fram-
kvæmdastjóri