Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 4
4 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR
NEYÐARLÍNAN Neyðarlínan 112
tekur á móti 50-60 símtölum að
meðaltali á mánuði þar sem til-
kynnt er um brot gegn börnum, að
sögn Kristjáns Hoffmann, gæða-
stjóra 112. Það gera um 600 til-
kynningar um slík brot á ári. Í
langflestum tilvikum er um van-
rækslu á börnum að ræða, áhættu-
hegðun eða ofbeldi gegn þeim.
Barnaverndarstofa hefur tekið
saman tölur fyrir Fréttablaðið um
fjölda mála, sem komu til barna-
verndarnefnda frá Neyðarlínunni
112, fyrir fyrstu fjóra mánuði
áranna 2005 og 2006. Af þeim má
ráða að umtalsverð aukning hafi
orðið á milli ára. Þannig voru til-
kynningar frá Neyðarlínunni sam-
tals 71 á fyrstu fjórum mánuðun-
um 2005 og 159 talsins á sama
tímabili í ár. Af síðarnefndu töl-
unni urðu 119 barnaverndarmál.
Langflest símtalanna bárust úr
Reykjavík, en einnig allnokkur
annars staðar af höfuðborgar-
svæðinu svo og frá einstökum
stöðum á landsbyggðinni.
Kristján kveðst ekki hafa tölu
yfir hversu margar tilkynningar
hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004
þegar þessi þjónusta hófst, þar
sem þróa hafi þurft sérstakt bók-
unarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að
fjöldi innhringinga af þessum toga
hafi farið vaxandi frá því að 112
fór af stað með þjónustuna.
„Hvað varðar lægri tölu frá
Barnaverndarstofu heldur en við
áætlum getur sá mismunur átt sér
skýringar,“ segir hann. „Það geta
borist til dæmis borist tvær hring-
ingar vegna sama atburðar með
klukkustundar millibili. Við erum
búnir að afgreiða málið til barna-
verndarnefndar eftir fyrri til-
kynninguna. Þegar síðari tilkynn-
ingin berst hækkar hún ef til vill
forgang málsins þannig að við
sendum lögreglu á staðinn og
látum barnaverndarnefnd vita.
Þarna eru komnar tvær innhring-
ingar til okkar sem verða að einu
máli hjá barnaverndarnefnd.“
Kristján segir berast til 112 til-
kynningar sem hann telji að myndu
ekki skila sér ef þessi neyðarþjón-
usta væri ekki til staðar.
„Fólk veigrar sér kannski við
því að ónáða aðra að kvöldi eða
nóttu, eða þá að leita að símanúm-
erum. Það þarf að geta látið vita
um leið og atburðurinn á sér stað,
en vill þó ekki kalla til lögreglu.
112 er þá orðinn valkostur sem ég
trúi að fólk eigi eftir að nota sér í
vaxandi mæli.“
Spurður segir Kristján að
starfsmenn Neyðarlínu kalli til
lögreglu í einu til tveimur tilvik-
um af hverjum tíu þar sem brot
gegn börnum eru tilkynnt.
jss@frettabladid.is
NEYÐARLÍNAN Tilkynningum til Neyðarlínunnar um brot gegn börnum fer stöðugt fjölgandi. Ekki eru nema tvö og hálft ár síðan farið var af
stað með þessa þjónustu í 112.
Um 600 tilkynningar á ári
um brot gegn börnum
Um 600 tilkynningar um brot gegn börnum berast á ári hverju til neyðarlínunnar 112. Í langflestum mál-
anna er um vanrækslu barna að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldisverk gagnvart þeim. Starfsmenn hennar
kalla til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af tíu, þegar slík símtöl berast.
LUNDÚNIR, AP Nýleg skoðanakönn-
un breska blaðsins Guardian og
IMC hefur leitt í ljós að 72 prósent
Breta telja að utanríkisstefna
Tonys Blair hafi
aukið hættuna á
hryðjuverkaárás
á Bretland. Ein-
ungis eitt prósent
aðspurðra er á
öndverðri skoðun
og telur landið
öruggara.
Þriðjungur
kjósenda lýsti
yfir stuðningi við Verkamanna-
flokkinn en fjörutíu af hundraði
telja Íhaldsflokkinn æskilegri til
að stjórna landinu. 22 prósent
styðja Frjálslynda demókrata.
Fylgi Verkamannaflokksins hefur
ekki mælst minna í nítján ár í
skoðanakönnun Guardian. - kóþ
Fylgi Verkamannaflokksins:
Versta útkoma
í nítján ár
TONY BLAIR
����������������������������������������� ������������
�������������
������������
������� ����������� �
�����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
��
LÖGREGLUMÁL Samkvæmt tölum
frá lögreglunni í Kópavogi fyrir
fyrstu sex mánuði ársins, fer
afbrotum fækkandi í umdæminu.
Miðað við fyrstu sex mánuði
ársins í fyrra hefur þjófnuðum
fækkað um 27 prósent á milli ára.
Ef sérstaklega eru skoðuð svoköll-
uð hnuplmál eða þjófnaður úr
verslunum, hefur slíkum málum
fækkað um fjörtíu prósent.
Þá hefur innbrotum í umdæm-
inu fækkað um tuttugu prósent á
tímabilinu. Í 45 prósent tilvika var
brotist inn í fyrirtæki eða stofnan-
ir, þrjátíu prósent innbrotanna
voru í bifreiðar og tólf prósent
voru í íbúðarhúsnæði. - æþe
Lögreglan í Kópavogi:
Glæpum fækk-
ar í Kópavogi
SJÓSLYS Tveir voru fluttir til
aðhlynningar á sjúkrahús eftir að
björgunarskip Landsbjargar og
línuveiðibátur rákust saman fimm
sjómílum undan Skagaströnd í
fyrrinótt.
Meiðsl mannanna voru ekki
alvarleg en annar þeirra var flutt-
ur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri en sá slasaðist á mjöðm. Bát-
arnir eru báðir talsvert skemmdir
en tildrög slyssins eru ókunn. Sjó-
próf munu fara fram vegna slyss-
ins innan tíðar. - aöe
Sjóslys undan Skagaströnd:
Tveir slösuðust
ÁSTÆÐUR TILKYNNINGA Í 112
Fyrstu fjóra mánuði 2006*
Fjöldi %
Vanræksla 78 49,2
Ofbeldi 18 11,3
Áhættuhegðun 46 28,9
Heilsa eða líf ófædds barns
í hættu 1 0,6
Annað 16 10,1
*skv. upplýsingum Barnaverndarstofu
TILKYNNINGAR Í 112
Fjöldi barnaverndarmála*
2005 2006
Janúar 16 39
Febrúar 15 36
Mars 22 14
Apríl 18 30
*skv. upplýsingum Barnaverndarstofu
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 22.8.2006
Bandaríkjadalur 70,12 70,46
Sterlingspund 132,65 133,29
Evra 89,96 90,46
Dönsk króna 12,056 12,126
Norsk króna 11,191 11,257
Sænsk króna 9,781 9,839
Japanskt jen 0,6032 0,6068
SDR 102,24 104,86
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
124,1951
Gengisvísitala krónunnar
LÖGREGLUMÁL Árásarmennirnir sem
réðust á Xu-Ting fa, kínverskan
verkamann á fimmtugsaldri, í svefn-
skála við Kárahnjúka, voru dulbúnir
að sögn fórnarlambsins. Maðurinn
hefur því ekki getað gefið lögreglu
upplýsingar um hverjir árásarmenn-
irnir voru.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er alkunna á meðal kín-
versku verkamannanna hvaða menn
stóðu fyrir árásinni, en enn hefur
enginn gefið sig fram með upplýs-
ingar sem nýst gætu lögreglunni.
Mennirnir réðust inn í svefnher-
bergi mannsins aðfaranótt sunnu-
dags og lömdu og klipu hann með
naglbít og skildu eftir í blóði sínu.
Litlu munaði að manninum blæddi út
og samkvæmt heimildum blaðsins
voru áverkarnir lífshættulegir. Þrátt
fyrir það rannsakar lögregla ekki
málið sem manndrápstilraun. Mað-
urinn fannst afar illa útleikinn á
sunnudagsmorgun af herbergisfé-
laga hans sem var að koma af nætur-
vakt.
Tæknideild Rannsóknarlögregl-
unnar í Reykjavík hélt áfram störf-
um í gær og rannsakaði vettvang og
ummerki. Engar yfirheyrslur fóru
fram í gær en Óskar Bjartmarz yfir-
lögregluþjónn á Egilsstöðum útilok-
ar ekki að fleiri verði yfirheyrðir
vegna málsins.
Síðast þegar fréttist var líðan
mannsins eftir atvikum góð og flytja
átti manninn á sjúkrahúsið í Nes-
kaupstað í gær. Engar nánari upplýs-
ingar fengust uppgefnar hjá sjúkra-
húsinu um líðan mannsins. - æþe
Enn er á huldu hverjir stóðu fyrir líkamsárásinni í svefnskála við Kárahnjúka:
Árásarmenn voru dulbúnir
FRÁ KÁRAHNJÚKUM Enn hefur engin verið
handtekin í tengslum við hrottafengna
líkamsárás á Káraknjúkum. Árásarmennirnir
voru dulbúnir.
Eftirlit með stefnuljósanotkun
Lögreglan í Reykjavík kærði þrettán
ökumenn fyrir að nota ekki stefnuljós
í höfuðborginni í gær. Um er að ræða
aukið eftirlit með stefnuljósanotkun
af hálfu umferðardeildar lögreglunnar.
Þá voru sjö ökumenn stöðvaðir fyrir
of hraðan akstur og ellefu ökumenn
boðaðir með bíla sína í skoðun.
LÖGREGLUFRÉTTIR