Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 6
6 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR X E IN N A N 0 6 08 0 01 Sektir Skeljungs vegna samráðs olíufélag- anna voru lækkaðar úr 1100 milljónum í 450 milljónir þegar áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í málinu. Skeljungur fékk ekki afslátt vegna sam- starfsvilja, líkt og hin félögin, en sekt fyr- irtækisins var lækkuð um 650 milljónir. LEIÐRÉTTING MENNTAMÁL Þeir framhaldsskóla- nemar sem vinna með náminu skila betri námsárangri en þeir sem vinna ekki, klára fleiri eining- ar og falla síður, þrátt fyrir að þeir hafi minni tengsl við skóla og félagslíf, nýti minni tíma í heima- nám, séu meira fjarverandi úr skólanum og finnist hann leiðin- legri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun sem félagsfræðingar við Menntaskól- ann í Kópavogi, Fjölbrautarskól- ann í Ármúla og Kvennaskólann í Reykjavík unnu í skólunum þrem- ur. Í könnuninni kemur fram að stúlkur vinni frekar með námi en piltar, eldri nemendur vinni frek- ar og vinna aukist í samræmi við það hversu langt nemendur eru komnir í námi. Þá er líklegra að nemandi vinni þeim mun minni menntun sem foreldrar hans hafa. Það segir Hannes Í. Ólafsson, einn þeirra sem könnunina gerði, sér- stakt í ljósi þess að samkvæmt könnunum hafi lítil menntun for- eldra neikvæð áhrif á námsárang- ur, sem stangist á við niðurstöður þessarar könnunar sem sýnir að þeir sem vinna standa sig betur. Könnunin leiðir í ljós að 65 pró- sent nemenda vinna með námi, mismikið eftir skólum. Hannes segir hlutfallið þó geta verið hærra, þar sem líklegra sé að þeir sem vinna hafi verið fjarverandi úr skólanum þegar könnunin var lögð fyrir. Könnunin var styrkt af Þróun- arsjóði framhaldsskóla. - sh Ný könnun sýnir að nemendur sem vinna með námi skila betri árangri í skóla: Vinnuhestar eru betri námsmenn Í SKÓLANUM Þeir sem vinna með náminu skrópa oftar í kennslustundum en aðrir og finnst leiðinlegra í skólanum. ESKIFJÖRÐUR Alcoa Fjarðaál greiddi samtals 76.951 krónu fyrir uppi- hald tveggja lögreglumanna frá Eskifirði, sem sóttu tveggja vikna námskeið í fíkniefnaleit til Flórída í Bandaríkjunum árið 2004. Auk Alcoa styrktu ýmis fyrirtæki og stofnanir af Austurlandi námsför mannanna, en mennirnir sóttu um styrk fyrir ferðinni í eigin nafni. Samkvæmt fréttatilkynningu sem barst frá álfyrirtækinu í kjöl- far fregna af styrkveitingunni, kemur fram að fyrirtækið hefur veitt um 150 milljónir króna til ýmissa samfélagsverkefna á Aust- urlandi. Þar ber einna hæst fram- lag fyrirtækisins til byggingar íþróttahúss í Fjarðabyggð. - æþe Styrkveiting frá Alcoa: Fengu tæp 77 þúsund í styrk PÓLLAND, AP Þýska nóbelsskáldið Günter Grass hefur sent borgar- stjóra fæðingarborgar sinnar Gdansk, sem áður hét Danzig, bréf þar sem hann útskýrir að hann hafi fyrst á elliárum fundið „réttu leiðina“ til að tala um að hann þjónaði í Waffen-SS-her- sveit á síðustu mánuðum síðari heimsstyrjaldarinnar, þá á átj- ánda aldursári. Grass er heiðursborgari Gdansk og sumir gagnrýnenda hans, þar á meðal Lech Walesa sem einnig er heiðursborgari, hafa skorað á hann að skila heið- urstitlinum eftir að hann upplýsti á dögunum um þetta áður ókunna atriði ævisögu sinnar. Lesið var upp úr bréfinu á blaðamanna- fundi í Gdansk í gær. Walesa sagðist í gær sáttur við útskýr- ingar Grass. - aa Bréf frá Günter Grass: Biður Gdansk- búa um skilning HEIÐURSBORGARI Nóbelsskáldið verst kröfum um að skila heiðursborgaratitli fæðingarborgar sinnar. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Lilletun látinn Norðmaðurinn Jon Lilletun, varaforseti norska Stórþingsins, lést á mánudag. Hann var sextugur að aldri, en talsmaður Kristilega demókrataflokksins, sem Lilleton tilheyrði, vildi ekki gefa upp dánarorsök. Lilletun var kirkju- og menntamálaráðherra Noregs á árunum 1997 til 2001. NOREGUR SKÓLAMÁL „Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýt- ingu fjármagns,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öfl- ugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. „Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu,“ segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafn- framt á að aðsókn í háskólamennt- un aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunar- leiðum. „Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjár- mögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins,“ segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er ein- stakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra náms- manna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé fram- arlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóð- legt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heim- sóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins. rosag@frettabladid.is Gæðum ábótavant Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um há- skólastigið á Íslandi hefur stefna stjórnvalda borið árangur en endurskoða þarf fjármögnun háskóla. Einnig þarf að gera átak í gæðamálum háskólanna. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR „Það er alltaf mikill fengur fyrir okkur sem stuðlum að stefnumótun og eflingu menntakerfisins að fá úttekt utanaðkomandi því glöggt er gests augað,“ segir Þorgerður, en ekki hefur verið gerð slík könnun áður hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÚKRAÍNA, AP Allir farþegar og áhöfn rússneskrar farþegaþotu fórust þegar vélin hrapaði í miklu þrumu- veðri í Úkraínu síðdegis í gær, alls 170 manns. Fjörutíu og fimm þeirra voru börn. Vélin var á ferð frá ferðamanna- staðnum Anapa við Svartahafið til Pétursborgar, en hvarf af radar- skjám yfir austurhluta Úkraínu, norðan borgarinnar Donetsk. Flugmenn þotunnar sendu frá sér neyðarkall örfáum mínútum fyrir slysið. Rússnesk yfirvöld kenna veðr- inu um slysið og hafa útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talskona rússneskra almannavarna- yfirvalda, Irina Andrianova, sagði að líklegast væri að eldingu hefði slegið niður í vélina. „Eftir að hún hrapaði, brotnaði hún í tvennt og eldur kom upp í henni,“ sagði hún. Vélin var rússnesk af gerðinni Tupolev Tu-154. Hún var 16 ára gömul, frá flugfélaginu Pulkovo og hafði flogið 9.000 kílómetra síðan hún var síðast yfirfarin. Pulvoko er eitt stærsta flugfélag Rússlands, en mörg rússnesk flugfélög notast við vélar af þessari gerð. Flestir farþeganna komu frá Pétursborg og virtust margar fjöl- skyldur hafa verið meðal þeirra því margir farþeganna deildu eftir- nöfnum. Margar rússneskar fjöl- skyldur fara til Anapa í sumarfrí- inu. - smk Rússnesk farþegaþota hrapaði í Úkraínu með hörmulegum afleiðingum: 170 manns fórust í flugslysi FLUGSLYS Slökkviliðsmenn gátu lítið að gert, þegar þeir komu að flaki vélarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Á Menningarnótt að vera á sunnudegi? Já 40% Nei 60% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eru íslenskir háskólar nægilega góðir? Segðu skoðun þína á vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.