Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 8
8 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR GAZA, AP Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana á Gaza-ströndinni aðfaranótt þriðju- dags. AP hefur eftir talsmanni hersins að skothríð hafi verið gerð að mönnunum því þeir hafi talist „grunsamlegir, á göngu við landa- mærin með stóra poka“. Skrið- drekar skutu einnig í átt að mönn- unum. Palestínskir læknar komu að líkum mannanna eftir dagrenn- ingu og sögðu erfitt að bera kennsl á sundurskotin líkin. Engin vopn fundust á líkunum né í nágrenni þeirra. Haft er eftir palestínskum öryggisvörðum að mennirnir hafi tilheyrt herskáum samtökum, en samtökin staðfestu það ekki. - kóþ Ísraelar ráðast inn á Gaza: Grunsamlegir menn skotnir SKÓLASTARF Nemendur við Land- búnaðarháskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri eða tæplega 300 að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Háskólans. „Skóla- starfið hefur breyst mikið undan- farin ár og nú er í fyrsta skipti boðið upp á nám í skógfræði og landgræðslu.“ Landbúnaðarháskólinn hefur boðið upp á nám í landslagsarki- tektúr undanfarin ár á námsbraut um umhverfisskipulag. Þetta er vinsælasta námið við skólann og færri komast að en vilja. Guðrún segir sífellt fleiri nem- endur stunda nám með vinnu en nú er hægt að skrá sig í staka áfanga við skólann. - hs Nemendur LBHÍ aldrei fleiri: Landlagsarki- tektúr vinsæll HVANNEYRI 300 nemendur stunda nám í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. LUNDÚNIR, AP Breska sjónvarps- stöðin Boomerang hefur ákveðið að ritskoða fimmtíu ára gamla Tomma og Jenna þætti vegna umkvörtunar eins viðskiptavinar stöðvarinnar, en honum ofbauð að sjá Tomma leika listir sínar við að rúlla sér sígarettu til að ganga í augun á læðu nokkurri. Umrætt atriði, sem var í þættin- um „Texas Tommi“ verður þurrkað út svo að koma megi í veg fyrir að reykingar virðist á nokkurn hátt „aðlaðandi eða sveipaðar töfra- ljóma“. Annað atriði í þættinum „Tennisfélagar“ verður einnig þurrkað út, en þar sést andstæðing- ur Tomma púa vindil. - kóþ Bresk sjónvarpsstöð: Tommi og Jenni ritskoðaðir VEISTU SVARIÐ? 1Í hvaða blaði var Bæjarins bestu valinn næstbesti matsöluturn Evrópu? 2Hvaða þjóð vill leiða friðargæslu í Líbanon? 3Í hvaða sveitarfélagi eru þrjú af hverjum fjórum formannshlut- verkum í nefndum sveitarfélagsins í höndum kvenna? SVÖRIN ERU Á BLS. 42 MENNINGARNÓTT Reykjavíkurborg greiðir engan löggæslukostnað vegna Menningarnætur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir kostnað lögreglunnar í Reykjavík vegna hátíðahaldanna á Menning- arnótt vera um eina og hálfa millj- ón. Hátíðin fellur ekki undir reglugerð um skemmtanahald meðal annars vegna þess að eng- inn aðgangseyrir er rukkaður. „Borgin þarf ekki að sækja um skemmtanaleyfi vegna þess að hún er ekki með dansleiki eða aðra leyfisskylda skemmtana- starfsemi á sínum vegum þetta kvöld,“ segir Geir Jón. „Þetta er töluverður kostnaður sem leggst á okkur, ég myndi áætla að þetta sé um ein og hálf milljón. Þarna höfum við lítið um það að segja að þurfa að leggja í fjárútlát vegna hluta sem við ráðum ekki yfir.“ „Það kostar ekkert inn á Menn- ingarnótt þannig að borgin hefur ekki þurft að greiða löggæslu- kostnað vegna hátíðarinnar. Við höfum samt sem áður tekið þátt í að útvega fólk úr flugbjörgunar- og hjálparsveitum á staði þar sem þörf er á gæslu. Við viljum endilega vera í sem bestu sam- starfi við lögregluna í Reykjavík eins og undanfarin ár,“ segir Sif Gunnarsdóttir hjá Höfuðborgar- stofu. - sþs Reykjavíkurborg greiðir engan löggæslukostnað vegna Menningarnætur: Rúm milljón úr vasa lögreglu FRÁ MENNINGARNÓTT Menningarnótt fellur ekki undir reglugerð um skemmt- anahald og þarf haldari því ekki að greiða löggæslukostnað vegna hátíðarinnar. SVEITARSTJÓRNMÁL Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt að ganga til viðræðna við sveitar- stjórn Aðaldælahrepps um hugsan- lega sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur enn ekki svarað beiðni frá Aðaldælahreppi um viðræður um sameiningu. Ólína Arnkelsdóttir, oddviti Aðal- dælahrepps, segir viðræðurnar til- komnar eftir niðurstöður könnunar sem gerð var meðal íbúa Aðaldæla- hrepps um leið og sveitarstjórnar- kosningarnar voru haldnar í vor. „Niðurstaða könnunarinnar var sú að Aðaldælingar, eru tilbúnir til þess að ganga til viðræðna við sveitar- stjórn Skútastaðahrepps og Þingeyj- arsveitar um hugsanlega samein- ingu. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur enn ekki svarað skriflegu erindi okkar.“ - mh Sveitarstjórnir á Norðurlandi: Aðaldælingar vilja sameiningu Schwarzenegger hækkar laun Lágmarkslaun í Kaliforníu verða hækkuð úr 475 krónum á tímann í 563 krónur á tveggja ára tímabili, eftir að ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger náði samkomulagi um þetta við þingmenn demókrata. Þar með eru lágmarkslaun í Kaliforníu þau hæstu í Bandaríkjunum. BANDARÍKIN LAX Veiði í Ytri-Rangá í sumar stefnir í að slá öll met, en um tvö þúsund og fimm hundruð laxar hafa veiðst það sem af er sumri. Samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði hefur veitt gríðarvel í sumar og er heilmikið eftir. „Núverandi met er um þrjú þúsund laxar. Við opnuðum ekki fyrr en 23. júlí og eigum því mjög mikið eftir. Fiskarnir sjálfir hafa líka verið stórir og góðir í sumar, þeir eru flestir á bilinu fjögur til sjö pund með einum og einum ræfli inn á milli. Maðkaopnunin verður næsta laugardag þannig að það stefnir í metár hvað laxafjölda varðar,“ segir hann. - sþs Allt stefnir í metveiði í Rangá: Veiðin góð og fiskarnir stórir LAX 2500 laxar hafa veiðst í Ytri-Rangá það sem af er sumri. VIRKJANIR Öðru fremur stafar gagn- rýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kára- hnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaða- mannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísinda- menn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu mikl- ar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanafram- kvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mik- illi yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“ Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkj- unar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrver- andi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og mis- gengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjalla- eldstöðinni væru nær fram- kvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að und- anförnu deilt á starfshætti Lands- virkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island- háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Kára- virkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmda- svæðinu væru virkar í jarðfræði- legum skilningi. Þá sagðist Grím- ur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Frétta- blaðið 29. júlí síðastliðinn. magnush@frettabladid.is Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni Pálmi Jóhannesson, einn hönnuða Kárahnjúkavirkjunar, segir gagnrýni á virkj- anaframkvæmdirnar stafa öðru fremur af ónægum upplýsingum. Landsvirkj- un hélt kynningarfund með sérfræðingum og hönnuðum virkjunarinnar í gær. PÁLMI JÓHANNESSON Á FUNDINUM Pálmi lagði sig allan fram við að útskýra flókna verkfræði Kárahnjúkavirkjunar fyrir fundargestum með einföldum hætti. Hann sést hér fara yfir ýmis verkfræðileg mál sem upp geta komið vegna Hálslóns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýtt dísilhraðamet Bretinn Andy Green sló í gær hraðamet dísilvéla- knúins landfarartækis er hann komst í 379,39 km hraða á klukkustund á sérsmíðuðum straumlínubíl sínum á Bonneville-saltsléttunum í Utah. BANDARÍKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.