Fréttablaðið - 23.08.2006, Page 14

Fréttablaðið - 23.08.2006, Page 14
14 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR MEXÍKÓ, AP Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðveg- um er lokað í einum mestu mót- mælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mex- íkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið her- numdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 millj- arða króna launahækkunar. Gagn- tilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snú- ast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennar- arnir höfðu á sínu valdi stigmögn- uðust átökin og krefjast mótmæl- endur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mót- mæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru for- eldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálm- um og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmæl- endurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokk- urinn, sem kenndur er við nýfrjáls- hyggju, studdi nýlega frambjóð- anda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heims- fréttirnar árið 1994, þegar zapat- istar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægri- maðurinn ætlar að krefjast gagn- gerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimanns- ins Obradors, sem tapaði í forseta- kosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að nið- urstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórn- málaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niður- stöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu. klemens@frettabladid.is Upplausn ríkir víða í Mexíkó Niðurstöður kosninga eru virtar að vettugi, jafnt af hægri- sem vinstrimönnum. Kjarabarátta barnakenn- ara breytist í vopnaða uppreisn og setur borgaralegt samfélag á annan endann. KENNARI Í KJARABARÁTTU Notast er við teygjubyssur, rör, planka og kylfur, í hinni harðvítugu kjarabaráttu sem nú virðist vera að breytast í allsherjar uppreisn í hinni gömlu Oaxaca-borg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÍNVERSKUR DANS Hægt er að sjá þessa íðilfögru kínversku konu dansa hefðbund- inn dans í Yunnan-leikhúsinu í Kunming í Kína, en yfir 75 prósent listamannanna þar eru bændur úr nágrenninu sem grípa í leiklist og dans í hjáverkum.FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Samkvæmt þjón- ustusamningi sem heilbrigðis- ráðuneytið hefur gert við næring- arsviðið á Reykjalundi er stefnt að því að auka þjónustu við sjúklinga með lífshættulega offitu.Sjúkling- um fjölgar þannig úr 60-65 á ári í 110 sjúklinga árið 2007. Þjónustu- samningurinn gildir til ársloka 2008. Í ár er gert ráð fyrir að áttatíu manns fari í meðferð á næringar- sviði Reykjalundar vegna offitu og að sami fjöldi fari í magaminnk- unaraðgerð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Á árunum 2006 og 2007 mun heilbrigðisráðuneytið verja 45 miljónum króna í næringarsvið Reykjalundar sem skiptast þannig að fjárframlagið í ár mun aukast um þrjátíu milljónir, en fimmtán milljónir á næsta ári. Í samningnum er gert ráð fyrir að um áttatíu sjúklingar fái með- ferð í ár en nú bíða 390 manns eftir innlögn á næringarsvið Reykjalundar og teljast þeir allir lífshættulega feitir. Í þjónustusamningi heilbrigðis- ráðuneytisins við næringarsvið Reykjalundar er ennfremur gert ráð fyrir eflingu göngudeildar næringarsviðs og að fjárframlag til hennar verði aukið um fimmtán milljónir króna á tímabilinu. Í árs- lok 2006 er gert ráð fyrir 4500 komum á göngudeildina á ári en í göngudeildarmeðferð er fólgin fræðsla, stuðingur og almenn þjálfun. - hs Heilbrigðisráðuneytið mun auka fjárframlag sitt um 45 milljónir næstu tvö ár: Fleiri sjúklingar fá þjónustu REYKJALUNDUR Þeim sjúklingum sem fá þjónustu á næringarsviði Reykjalundar fjölgar úr 60 í 110. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 29. október. Netverð á mann. Tallinn í haust frá kr. 19.990 Tryggðu þér einstaka borgarferð Terra Nova býður helgarferðir í október í beinu flugi til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Tallinn er í dag afar vinsæll áfangastaður í borgarferðum, enda býður borgin einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Þú velur um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Tallinn og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Terra Nova. Verð kr. 36.734 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 15. okt. í 3 nætur á Hotel L´Ermitage með morgunmat. Beint flug 15. okt. 18. okt. 22. okt. 26. okt. 29. okt. 2. nóv. Á bæklunardeild Átján ára piltur sem slasaðist í bílslysi norðan við Sandgerði fyrir viku hefur verið færður af gjörgæsludeild Landspítalans á bæklun- ardeild. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að hann væri útskrifaður, og átti það við gjörgæsluna. Þá var pilturinn ranglega sagður sautján ára í blaðinu. Tveir létust í slysinu. SLYS DANMÖRK Þingmenn sem sæti eiga í menningarnefnd danska þingsins verða viðstaddir tónleika Madonnu í Horsens á Jótlandi annað kvöld. Nefndin verður í Horsens á morgun til að kynna sér menning- arstarfið þar enda hefur títt tón- leikahald vinsælla tónlistarmanna í bænum vakið þjóðarathygli. Þingmenn Danska þjóðarflokks- ins og Sósíalíska þjóðarflokksins gagnrýna nefndarmenn fyrir að nota opinbert fé til kaupa á dýrum tónleikamiðum í frétt í Politiken í gær. Formaður nefndarinnar segir hins vegar eðlilegt að nefndar- menn fái fría miða á tónleikana enda þurfi þeir ekki sjálfir að borga aðgang að söfnum bæjarins á ferð sinni. - ks Danskir þingmenn tónelskir: Fara á tónleika með Madonnu NEYSLUVENJUR Ávaxtaneysla Íslendinga hefur aukist verulega síðustu tvö ár eða um 13,2 kg á hvern íbúa. Þetta kemur fram í tölum um fæðu- framboð á Íslandi árin 2004 og 2005. Laufey Stein- grímsdóttir nær- ingafræðingur á Lýðheilsustöð segir þessar nið- urstöður koma á óvart en að þær megi rekja til þess að skólar og vinnustaðir séu í auknum mæli farnir að bjóða upp á ávexti. Íslendingar eiga Norðurlanda- met í neyslu nýmjólkur en þó hefur nýmjólkurneysla landans minnkað á undanförnum árum. Laufey segir aukningu á neyslu fituminni mjólkurvara aðallega vera í formi skyrdrykkja en í þeim er þó að finna viðbættan sykur. Í tölum um fæðuframboð kemur fram að sykurneysla sé enn mjög mikil á Íslandi í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir eða tæpt kíló á viku á hvern íbúa. Gos- drykkir eiga drjúgan þátt í hinni miklu sykurneyslu og sælgætis- neysla hefur einnig aukist. Þá sýna niðurstöður að kjöt- neysla hefur aukist lítillega síð- ustu ár og munar þar mest um aukingu á neyslu kjúklinga og lambakjöts. - hs Íslendingar hafa aukið ávaxtaneyslu en sykurneysla er enn mikil: Sælgætisneysla hefur aukist LAUFEY STEIN- GRÍMSDÓTTIR NORÐURLANDAMEISTARAR Í MJÓLKURDRYKKJU Íslendingar drekka mest allra Norður- landabúa af nýmjólk. Ráðherrann í Namibíu Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er nú í heimsókn í Namibíu. Þróunarsam- vinnustofnun Íslands stendur þar að ráðstefnu ásamt Hafrannsóknastofnun og fleirum. ÞRÓUNARSAMVINNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.