Fréttablaðið - 23.08.2006, Page 18

Fréttablaðið - 23.08.2006, Page 18
 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við Þórarinn Tyrfingsson er formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi. Kókaín- neysla vex Hefur kókaínneysla aukist á Íslandi? Ef við lítum til síðustu sjö til átta ára hefur kókaínneysla farið stöðugt vax- andi. Hún jókst hraðast 1998 til 2000 en hefur farið hægt vaxandi undan- farin þrjú ár. Kókaínneysla er samofin amfetamínneyslunni, sumir eru að færa sig yfir í kókaínneyslu og öfugt. Þetta hefur svipað yfirbragð og tengist skemmtanalífi. Hvers konar hópur sækir í kókaín? Það er goðsögn að þetta sé vinsælast meðal ríkra en það er ekkert sem bendir til þess, þó það sé kannski sannleikskorn í því. Þeir sem koma til meðferðar eru ungir, ekki ríkir og félagslega illa staddir. Þeir eru ekki í skólum og oftast atvinnulausir. Í Evrópu er kókaínneyslan allt öðruvísi en í Bandaríkjunum, Hér er hún miklu blandaðri annarri vímuefnaneyslu og minna er um að hreina kókaínneyslu. SPURT OG SVARAÐ KÓKAÍNNEYSLA Á ÍSLANDI Rauði krossinn tilkynnti í fyrradag að öll full- valda ríki heims, 194 talsins, hefðu undirritað Genfarsáttmálann um stríðsátök. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur samningur telst algild- ur í samfélagi þjóða. Svartfellingar voru síðastir þjóða og skrifuðu undir í byrjun ágúst. Hvað er Genfarsáttmálinn? Genfarsáttmálinn er í raun ekki einn sáttmáli heldur fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbót- um árið 1977. Samningarnir eru alþjóðleg mannúðarlög sem snúa að verndun þeirra sem ekki taka beinan þátt í ófriði og vernda þá fyrir afleiðingum átakanna. Þar er aðallega átt við óbreytta borgara, stríðsfanga, starfsfólk hjálparsamtaka og særða eða sjúka hermenn. Lykilorð samninganna eru „virðing“ og „vernd“ gagnvart þeim sem taka ekki beinan þátt í hernaði. Í samningunum er hugtakið virðing skilgreint á þann hátt að „hvorki megi gera mönnum miska, ógna þeim né taka líf þeirra og alltaf beri að koma réttlátlega fram við þá og virða sem manneskju“. Vernd er skilgreind þannig að „hlífa beri mönnum fyrir hættu eða þjáningum sem gætu ógnað þeim og að koma þeim til verndar, hjálpar og stuðnings“. Hvenær var sáttmálinn skrifaður? Sem fyrr segir er ekki um einn sáttmála að ræða heldur fjóra samninga sem hver fjallar um ákveðið málefni. Sá fyrsti, sem var fullgerður árið 1864, fjallar um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna. Annar samningurinn, skrifaður 1906, nær til átaka á sjó og kveður á um bætta meðferð særðra, sjúkra og skipreika hermanna. Sá þriðji var skrifaður árið 1929 og tók á málefnum stríðsfanga. Árið 1948 voru samn- ingarnir endurskoðaðir á ráðstefnu í Stokk- hólmi, að hluta til vegna brota hernaðaraðila á sáttmálanum í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var fjórði samningurinn ritaður og ári síðar voru samningarnir fjórir samþykktir í heild sinni. Tvær viðbætur voru gerðar árið 1977 vegna FBL-GREINING: GENFARSÁTTMÁLINN Sáttmáli um virðingu og vernd Talsverður styr hefur staðið um klofningu eins og hálf árs gamals mennta- ráðs Reykjavíkurborgar í tvö ráð með endurstofnun leikskólaráðs. Fagaðilar hafa mótmælt breytingunni og sagt engin fagleg rök vera fyrir henni. Allir eru sammála um að mýkja þurfi skil milli skólastiganna, en eru ósammála um leiðina. Í ársbyrjun 2005 var fræðsluráði Reykjavíkur og leikskólaráði steypt saman í nýtt menntaráð að undirlagi R-listans sáluga. Fræðsluráðið hafði farið með málefni grunnskólanna, tónlistar- skóla og námsflokka en leikskóla- ráðið með málefni leikskóla, dag- mæðra, gæsluvalla og leikvalla. Minnihluti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn lagðist gegn tillög- unni, sem þó varð að veruleika. Nú þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa tekið höndum saman í borgarstjórn hefur nýtt borgarráð tekið ákvörðun um það að kljúfa menntaráð aftur, og endurstofna leikskólaráðið. Áætlað er að það taki til starfa hinn 15. september í stækkaðri mynd. Hvers vegna þessar breytingar? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður formaður leikskólaráðs, og segir hún meginástæðu breyting- arinnar nú vera þá að leggja aukna áherslu á leikskólastarf í borginni. „Við teljum það vera gríðarlegt heillaspor fyrir leikskólana að fá sérstakan vettvang til umræðu og framkvæmda,“ segir Þorbjörg Helga. „Það eru um helmingi fleiri stefnumótandi aðilar sem munu koma að þessum málum eftir breytinguna.“ Þorbjörg Helga segir það einn- ig hafa verið löst á menntaráði hversu margir sátu fundina. „Menntaráð telur yfir 20 manns, sem er stærra en borgarstjórn, og borgarstjórn er nú ekki talin fara yfir málin af mikilli dýpt,“ segir Þorbjörg. „Þarna er endalaust af málum afgreitt og það gefst mjög lítill tími til að ræða stefnumálin sem við viljum móta til að efla skólakerfið. Þetta er fyrst og fremst stjórnsýslubreyting. Tuttugu manna stjórn í fyrirtæki telst ekki mjög öflug stjórn, og þetta er sambærilegt því.“ Stefán Jón Hafstein, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, var formaður menntaráðs á síðasta kjörtímabili, og hann tekur undir þetta. „Eini gallinn sem mér fannst við menntaráð var sá að ráðsfundirnir urðu nokkuð marg- mennir, því þarna voru áheyrnar- fulltrúar kennara, foreldra og skólastjóra beggja skólastiga. Hins vegar komu kostirnir líka í ljós þegar allt þetta fólk settist saman og ræddi málin, því það kom miklu meira út úr fundun- um.“ Skólastigin færð nær hvort öðru Breytingin árið 2005 var vegna þess að færa átti leikskólana nær grunnskólunum. „Það má segja að þetta hafi endurspeglað það álit okkar að leikskólinn sé að þróast úr því að vera svokallað dagvist- arúrræði í það að vera fyrsta skrefið á menntabrautinni. Við teljum að leikskólinn eigi að vera jafnsettur grunnskólunum hvað varðar faglega umfjöllun mennta- mál. Það eru sífellt fleiri sem benda á það að skilin milli leik- skóla og grunnskóla séu of skörp,“ segir Stefán. Þorbjörg Helga segir þetta vera stefnu nýs meirihluta eins og ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir breytingarnar. „Ráðin munu sam- einast reglulega á fundum og allir starfshópar ráðanna sem varða sameiginleg mál munu hafa full- trúa beggja ráða. Það verður áfram mjög mikið samstarf og verkefnin sem slík fá bara meira vægi í samstarfshópum heldur en inni í einu menntaráði.“ Segir hún sérstakan starfshóp þegar hafa verið stofnaðan til að vinna að því að skoða skil skólastiganna, efla samstarfið og sveigjanleikann. Óánægja með breytingarnar Kennarasamband Íslands, fulltrú- ar kennara í menntaráði, Félag leikskólakennara og aðrir fagaðil- ar hafa gagnrýnt fyrirhugaða breytingu og sagt fagleg rök fyrir henni skorta. Þá hafa þeir sagt skiptinguna vera skref aftur á bak í því ferli að færa leikskólann nær grunnskólanum. Borgarráði hefur meðal annars verið afhentur undir- skriftalisti með nöfnum rúmlega 700 leikskólakennara þar sem klofningunni er mótmælt. Þorbjörg Helga segist telja það sem þegar hefur komið fram fag- leg rök fyrir breytingunni. Hún bendir einnig á að sömu aðilar hafi á sínum tíma sett sig upp á móti því að sameina fræðsluráð og leikskólaráð í eitt. Stefán Jón segir að fagstéttirn- ar hafi áttað sig á því að samein- ingin var til góðs eftir að hún var um garð gengin. „Þess vegna vilja þær alls ekki breyta þessu til baka núna.“ Allir hlutaðeigandi virðast því vera sammála um það að mýkja þurfi skilin milli leikskólastigsins og grunnskólastigsins. Deilan snýst minnst um markmiðið en mest um leiðina að því, eins og oft vill verða. Hvaða áhrif breytingin mun síðan hafa á eftir að koma í ljós. Deilt um leið en ekki markmið ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTTIR Segir að ráðin muni sameinast reglulega á fundum. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Segir að fagstéttirnar hafi áttað sig á kostum sameiningarinnar. LEIKSKÓLABÖRN Í LEIKFIMI Eitt helsta deilumálið í borgarpólitíkinni í sumar snertir málefni leikskóla og grunnskóla. R-listinn sameinaði Fræðsluráð Reykjavíkur og leikskólaráð í fyrra. En nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn skipt hinu nýstofnaða menntaráði aftur í tvennt. FRÉTTASKÝRING STÍGUR HELGASON stigur@frettabladid.is > Fjölmennustu götur í Reykjavík árið 2005 Heimild: Hagstofa Íslands 1. 22 1 1. 48 9 2. 41 3 1. 20 6 Háaleitis- braut Vestur- berg Klepps- vegur Hraun- bær Íb úa fjö ld i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.