Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 23

Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 23
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Það er stór áfangi fyrir ungmenni að fara úr grunnskóla yfir í framhalds- skóla. Sylvía Björg Kristinsdóttir er ein þeirra sem stíga það skref í haust. Hún ætlar í Fjölbraut í Garðabæ. „Mér líst mjög vel á að byrja í framhalds- skóla og hlakka bara rosalega til,“ segir Sylvía þegar hún er spurð hvernig það legg- ist í hana að hoppa á milli skólastiga. Stutt vegalengd er milli grunnskólans sem hún hefur gengið í undanfarin ár og fjölbrauta- skólans. Samt segir hún fáa af hennar gömlu bekkjarfélögum samstiga henni í náminu. „Það fara eiginlega allir hver í sína áttina, bæði dreifast þeir milli brauta innan FG og sumir fara í aðra skóla,“ útskýrir hún og það gætir smá söknuðar í röddinni. Sjálf ætlar hún á félagsfræðibraut. „Þar er svo mikið val,“ segir hún og kveðst til dæmis hafa mikinn áhuga á fjölmiðlafræðinni. Í framhaldinu er hún spurð hverjar hafi verið hennar eftirlætisnámsgreinar til þessa. „Íslenskan,“ svarar hún án umhugsunar. „Ég er búin með fyrsta áfangann, tók hann í 10. bekk.“ Sylvía kveðst vera um fimm mínútur að labba út í FG svo hann er nánast við bæjar- dyrnar. Það kemur líka í ljós í spjallinu við hana að hún er þar hagvön því mamma hennar vinnur í mötuneytinu. „Ég er búin að tryggja það að ég fái nóg að borða,“ segir Sylvía glaðlega að lokum. gun@frettabladid.is Íslenskan í uppáhaldi Sylvía Björg lítur björtum augum fram á komandi vetur í FG. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skoda Octavia bifreið sem lagði af stað í hringferð um landið á mánudag ætti að skila sér aftur til Reykjavíkur fyrir hádegi í dag, gangi allt eftir óskum. Tilgangur ferðarinnar er að athuga hvort Skódinn, sem er dísilbíll, komist hringinn á einum tanki. Útivist stendur fyrir Útivistarrækt á morgun eins og aðra fimmtu- daga. Að þessu sinni verður gengið frá bílastæðinu þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur var í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út með Skerjafirði að norðan út undir Ægisíðu. Farið er sömu leið til baka og gönguferðin tekur rúma klukkustund. Tveir fyrirlestrar fara fram í fyrir- lestrastofu á 2. hæð í Lækna- garði Háskóla Íslands í dag. Báðir fjalla þeir um erfðafræði ávana- og fíkniefnanotkunar. Kl. 14.00 hefst fyrirlestur Dr. Ming Li, Searching Susceptibility Genes for Nicotine Dependence, og kl. 15.00 tekur Dr. Jonathan D. Pollock við með fyrirlestur sinn, Addiction in Genetics at National Institute on Drug Abuse. [ NÁM FERÐIR BÍLAR ] GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 23. ágúst, 235. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.42 13.30 21.16 Akureyri 5.19 13.15 21.09 Santa Fe vel tekið NÝ KYNSLÓÐ SANTA FE FÉKK NÝLEGA FIMM STJÖRNUR HJÁ BRESKA BÍLABLAÐINU AUTO EXPRESS. Síðasta tölublaði fylgdi sérstakur frístundaviðauki sem fjallar meðal annars um Toyota RAV4, Nissan X-trail, Honda CR-V og fleiri í 4x4 flokknum sem fallið geta undir skilgreininguna frístundabíll. Santa Fe og Land Rover Freelander voru þeir einu sem hlutu fimm stjörnur og voru það aðallega kraftmiklir jeppaeiginleikar og þar með aukin fjölhæfni, sem tryggði þeim fimmtu stjörnuna. Jafnframt var óvenjugott rými talið Santa Fe sérstaklega til tekna, ásamt „frábærri“ dísilvél og vel útfærðri sjö sæta útgáfu. Þá valdi blaðið Santa Fe besta nýja 4x4 bílinn á árinu í júní-blaðinu sínu. Breska bílablaðið Auto Express telur innanrými Santa Fe óvenjugott og bílnum til tekna. LÆRDÓMSRÍKT FERLI EN DÝRT OG TÍMAFREKT Daði Erlingsson gerbreytti Toyota Corolla bifreið á fjórum árum. BÍLAR 2 HLAKKAR TIL OG KVÍÐIR FYRIR Það eru ekki aðeins börnin sem eru að byrja í skólan- um í haust. Nokkrir nýir kennarar taka til starfa. NÁM 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.