Fréttablaðið - 23.08.2006, Page 31
Vextir hækka | Seðlabanki
Íslands hækkaði stýrivexti um
fimmtíu punkta og standa þeir nú í
13,5 prósentum. Bankinn telur enn
þörf á aðhaldi í peningamálum.
Gagnrýna hækkun | ASÍ gagn-
rýndi vaxtahækkun Seðlabankans
og telur hættu á að hækkunin skili
sér inn í hagkerfið á sama tíma
og samdráttar gæti í efnahags-
lífinu.
Mikið tap | Dagsbrún tapaði
rúmum 1,5 milljarði króna á fyrri
hluta ársins og þar af 1,3 á öðrum
ársfjórðungi. Uppgjörið var mun
lakara en gert var ráð fyrir.
Boða hagræðingu | Stjórnendur
Dagsbrúnar ætla ekki að ráðast í
róttækar aðgerðir eftir slakt upp-
gjör á öðrum ársfjórðungi en boða
hagræðingu á 365.
Bæta við | FL Group hefur aukið
hlut sinn í Glitni banka um þrjú
prósent, úr 24,4 prósentum í 27,6
prósent, og fóru kaupin fram á
genginu 17,7.
Vilja breytingar | Skráð fyrir-
tæki í Kauphöll Íslands þrýsta á
um samruna við OMX-kauphöllina
og segja smæð kauphallarinnar
og íslensku krónuna þeim fjötur
um fót.
Slök afkoma | Hagnaður IG nam
223 milljónum króna á fyrri helm-
ingi árs og 125 milljónum á öðrum
ársfjórðungi. Það var undir mark-
miðum stjórnenda.
Aukinn hagnaður | Hagnaður
MP Fjárfestingarbanka nam 615
milljónum króna á fyrstu sex
mánuðum ársins sem er 270 millj-
ónum króna meira en á sama tíma
fyrir ári.
Eigendur Vefmiðlunar
Ætluðu að sleppa
við námslánin
12
Síminn
Sækir inn á
nýjar vígstöðvar
8
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ...
Miðvikudagur 23. ágúst 2006 – 32. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
Íslensk stórfyrirtæki
Hugleiða að kasta krónunni
12-13
Launavísitalan hækkaði um 1,7
prósent á milli júní og júlí og hefur
vísitalan hækkað um 10,2 pró-
sent síðastliðna tólf mánuði, sam-
kvæmt útreikningum Hagstofu
Íslands. Til samanburðar mæld-
ist 8,6 prósenta verðbólga á sama
tímabili.
Ingvar Arnarson, sérfræðingur
hjá greiningardeild Glitnis, segir
hækkunina margfalda á við það
sem vanalega sjáist í þessum
mánuði. Megi rekja hækkunina til
samkomulags Alþýðusambands
Íslands og Samtaka atvinnulífsins
í síðasta mánuði. Í samkomulag-
inu felst 5,5 prósenta launahækkun
og fimmtán þúsund króna hækkun
ofan á lægstu kauptaxta.
Ingvar segir það áhugavert
að á síðastliðnum tólf mánuðum
hafi laun hækkað um 10,2 pró-
sent, sem merki að kaupmáttur
hafi í raun ekki dregist saman
þrátt fyrir að verðbólguskotið sé
að ganga yfir. „Það hefur hægt á
vexti kaupmáttar en hann hefur
ekki rýrnað á þessu tólf mánaða
tímabili,“ segir hann.
Ingvar segir ennfremur
mikla spennu á vinnumarkaði
og aðstæður þannig að hætta
sé á launaskriði. „Þessi hækkun
og það ástand sem ríkir getur
skapað undirliggjandi verðbólgu-
þrýsting og getur dregið úr líkum
á að Seðlabankinn nái verðbólgu-
markmiðum sínum í bráð,“ segir
hann en bætir við að greiningar-
deild Glitnis standi við spá sína
um að markmið bankans náist í
lok næsta árs. - jab
INGVAR ARNARSON Greiningardeild
Glitnis segir að hækkun launavísitölunnar í
júlí megi rekja til samkomulags ASÍ og SA.
Kaupmáttur hefur ekki rýrnað
Launavísitala síðustu 12 mánaða hefur hækkað umfram verðbólgu.
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Endurfjármögnun viðskiptabankanna þriggja,
Glitnis, KB banka og Landsbankans, fyrir árið 2007
er vel á veg komin. Árshlutauppgjörum bankanna
var að mestu vel tekið og eftirspurn eftir skulda-
bréfum bankanna hefur aukist í kjölfarið á þeim.
Vaxtaálag á fimm ára skuldabréfum er þó enn þá
vel yfir því sem eðlilegt gæti talist og svo virðist
sem fjárfestar sjái tímabundin tækifæri í því.
Heildar fjármögnunarþörf Landsbankans fyrir
árið 2007 er 2,6 milljarðar evra. Að sögn Matthíasar
P. Einarssonar, forstöðumanns í erlendri fjármögnun
hjá Landsbankanum, er bankinn í þann mund að
loka stórri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum
sem er í tveimur hlutum, til þriggja og fimm ára.
Eftir þann samning mun hann hafa lokið við meira
en helming endurfjármögnunarþarfar næsta árs.
Þar hefur hann að undanförnu staðið fyrir kynn-
ingum fyrir breiðan hóp fjárfesta og fengið góð
viðbrögð. Gert var ráð fyrir að samningurinn yrði
kláraður í gær.
Endurfjármögnunarþörf KB banka fyrir árið
2007 er í kringum fjórir milljarðar króna. Að sögn
Guðna Níels Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra
fjárstýringar KB banka, hefur bankinn þegar tryggt
um áttatíu prósent af útgáfunni. Gert er ráð fyrir að
henni verði að fullu lokið septemberlok.
KB banki hefur að mestu gefið út bréf í
Bandaríkjunum og Asíu. Í upphafi árs tilkynnti bank-
inn að hann hygðist ekki gefa út á Evrópumarkaði
og hefur hann staðið við það. Segir Guðni eftir-
spurnina þar hafa aukist að undanförnu. Bæði
komi það til af því að útgefin bréf séu að komast á
gjalddaga og fjárfestar vilji endurnýja þau. Þar að
auki séu margir að átta sig á að „íslenska áhættan“
hafi verið orðum aukin. Hyggst bankinn samt sem
áður bíða með evrópska útgáfu enn um sinn og sjá
ávöxtunarkröfu á markaðnum lækka og eftirspurn-
ina aukast enn.
Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Glitnis, segir bankann leitast við að
fjármagna sig jafnóðum. Lausafjárstaðan sé þó orðin
nógu góð til að dekka vel endurfjármögnunarþörf
næsta árs. Til þessa dags hefur bankinn gefið út
skuldabréf fyrir meira en 2,7 milljarða króna,
sem er jafnt endurfjármögnunarþörf næsta árs.
Bankinn hefur að mestu leyti gefið út bréf í
Bandaríkjunum en líka í Evrópu og Ástralíu.
Tómas segir aðganginn að fjármagni nokkuð
greiðan en bendir á að vaxtaálag sé enn verulega
hærra en eðlilegt þyki en hafi þó farið lækkandi
undanfarnar vikur.
Endurfjármögnun fyrir
næsta ár er langt komin
Viðskiptabankarnir þrír virðast hafa greiðan aðgang að
lánsfjármagni. Talsverð eftirspurn er eftir skuldabréfum
bankanna enda vaxtaálag enn hátt.
Fyrirhugað samstarf 365
Scandinavia og Post Danmark
um dreifingu á fríblaðinu Nyheds-
avisen er misnotkun á fyrir-
tæki í ríkiseigu, að mati danska
Sósíaldemókrataflokksins. Post
Danmark er að 75 prósenta hlut
í eigu danska ríkisins.
Danska samkeppniseftirlitið
hefur gefið samstarfi fyrir-
tækjanna bráðabirgðasamþykki
„Það gefur augaleið að samstarf
Post Danmark við einungis eitt
hinna nýju fríblaða gefur því
blaði ósanngjarnt forskot,“
sagði Mogens Jensen, þingmaður
Sósíaldemókrata.
Stjórnendur Nyhedsavisen
vísa allri gagnrýni á bug og
benda á að dreifing blaðsins
verði í höndum sjálfstæðs
fyrirtækis, sem verði að fjöru-
tíu og níu prósenta hlut í eigu
Post Danmark. 365 Scandinavia
ráði afgangnum. -jsk
Ríkisinngrip í
dagblaðastríð
FL Group hefur staðfest að félagið
tilheyri fjárfestahópi sem á í
viðræðum um kaup á House of
Fraser. Tilboð fjárfestahóps-
ins hljóðar upp á 148 pens fyrir
hvern hlut. Samkvæmt því er
House of Fraser metið á 47
milljarða íslenskra króna.
Baugur leiðir fjárfestahóp-
inn. Aðrir eru Don McCarthy og
Stefan Cassar sem meðal ann-
ars eiga í Shoe Studio, bresku
fjárfestingarfélögin West Coast
Capital og Uberior Investment,
auk Kevins Stanford, annars
stofnenda Karen Millen tísku-
verslanakeðjunnar.
Bréf í House of Fraser stóðu í
144 pensum á hlut í Kauphöllinni
í Lundúnum seinni partinn í gær.
-jsk
FL með í HoF
viðskiptum