Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 36

Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 36
MARKAÐURINN 23. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Hagnaður ástralska verktaka- fyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. Hagnaðurinn er að mestu vegna sölu eigna og hækkunar á virði annarra eigna fyrirtækisins. Multiplex hefur umsjón með byggingu nýja Wembley íþrótta- leikvangsins í Lundúnum í Bretlandi, sem átti að vera tilbú- inn fyrir ári. Forsvarsmenn fyrir- tækisins hafa varað við því að það muni skila frá sér færri verkum á næstu tveimur árum og séu líkur á að afhending leikvangsins dragist fram á mitt næsta ár. Verður hún þá tæpum tveimur árum á eftir áætlun. Kostnaður við nýja leikvanginn, sem rúmar níutíu þúsund manns í sæti, hefur farið langt fram úr áætlun og sagði John Roberts, stofnandi og stjórnarformaður Multiplex, af sér í maí á síðasta ári vegna þessa. Segir fyrirtækið tafir á afhendingu verksins vera komnar til vegna breytinga rekstraraðila á hönnun leikvangsins. Lengi vel var búist við að fyrirtækið þyrfti að greiða breska knattspyrnusambandinu fjörutíu milljónir punda, jafnvirði 5,2 millj- arða íslenskra króna, í sektir vegna tafanna en fastlega er búist við að fallið verði frá kröfunni. - jab WEMBLEY Afhending nýja Wembley leikvangsins hefur dregist von úr viti. Leikvangurinn átti að vera tilbúinn í ágúst í fyrra en búist er við að afhendingin dragist fram á mitt næsta ár. MYND/GETTY IMAGES Góður hagnaður Wembleysmiða Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að skera niður framleiðslu á bílum á næstu tveimur ársfjórðungum til að hagræða í rekstri fyrirtækisins vegna minni sölu á bílum. Niðurskurðurinn á fjórða ársfjórðungi nemur 168 þúsund bílum eða 21 prósenti. Þá er fyrirhugað að skera niður bíla- framleiðsluna um tuttugu þús- und bíla á þriðja ársfjórðungi. Bill Ford, forstjóri fyrirtæk- isins, segir niðurskurðinn hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Ford en bætti við að þetta væru rétt skref. Nánar yrði greint frá niðurskurðinum í næsta mánuði, að sögn Fords. Ford tapaði 123 milljónum dala, jafnvirði 8,5 milljarða íslenskra króna, á öðrum árs- fjórðungi og þótti nauðsynlegt að grípa til hagræðingarhnífs- ins. Auk þess hefur áður verið greint frá því að fyrirtækið muni loka fjórtán verksmiðjum í Bandaríkjunum og ætli að segja upp þrjátíu þúsund manns fyrir árið 2012. Fjölmiðlar vestra hafa hins vegar ýjað að því að fyrirtækið muni segja upp sex þúsund manns til viðbótar til að ná fram hagræðingu í rekstri. - jab Ford dregur saman seglin Demantsskreyttir og gullhúðaðir farsímar frá Nokia eru uppseldir í Danmörku. Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Hans Ryser, fram- kvæmdastjóra dönsku verslana- keðjunnar Ole Mathiesen, sem hefur umboð fyrir símana, að fyrirtækið hafi haft símana í sölu í hálfan mánuð. Hafi þeir rokið út og sé ljóst að Danir þurfi ekki að halda fast um budduna. En það er fjarri að símarnir séu fyrir hvern sem er. Auk þess sem þeir eru skreyttir demöntum þá er gullskreyting- in úr átján karata hvítu gulli. Rúsínan í pylsuendanum er svo verðið en þeir kosta um eina milljón danskra króna eða jafn- virði rúmra 1,2 milljóna íslenskra króna hjá Ole Mathiesen. Þessir verðmætu farsímar nefnast Vertu og hafa verið framleiddir í Bretlandi undir vörumerki Nokia frá árinu 2001. Símarnir, sem líkjast að mestu hefðbundnum farsímum frá Nokia, eru skreyttir sjö hundruð demöntum og tekur heila sjö daga að framleiða þá. Segja bresku framleiðendurnir þetta svo langt ferli og erfitt að á mörkunum sé að framleiðslan borgi sig. - jab VERTU FARSÍMI Demantsskreyttir farsímar frá Nokia hafa selst eins og heitar lummur í Danmörku þótt þeir kosti rúma eina milljón íslenskra króna. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Dýrir farsímar selj- ast vel í Danmörku George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði ný lög í Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum á fimmtudag í síðustu viku sem eiga að skikka bandarísk fyrirtæki til að tryggja lífeyrisgreiðslur til starfsmanna sinna. Nokkur fjöldi manna var viðstaddur þegar Bush skrifaði undir lögin enda hefur þeirra verið beðið lengi. Forsetinn sagði að um væri að ræða mestu umbætur á lögum um bandaríska lífeyrissjóði í meira en þrjátíu ár. „Bandaríkjamenn sem vinna baki brotnu alla sína ævi eiga að ganga að lífeyri sínum vísum þegar þeir setjast í helgan stein,“ sagði Bush og benti á að mörg fyrirtæki stæðu ekki við loforð sín um að leggja fjármagn til hliðar til að tryggja starfsmönnum sínum lífeyri líkt og þeim var lofað. Gagnrýnendur laganna segja þau gera lítið gagn og muni það veikja lífeyrissjóðakerfið vestra til lengri tíma litið. Bandaríkjaforseti vísaði allri gagnrýni á bug við undirritun lag- anna. Sagði hann ábyrgðina vera í höndum atvinnurekenda og ítrek- aði að þeir yrðu að efna loforð sín við launþega. - jab VIÐ UNDIRRITUN REGLUGERÐARINNAR Nýju lögin eiga að tryggja lífeyrisgreiðslur launþega í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lífeyrissjóðirnir bættir vestra Japanski kaupsýslumaðurinn Daisuke Enomoto, sem keypti sér farmiða í vor með rússneska geimfarinu Soyuz og stefndi að því að verða fjórði einstakling- urinn til að dvelja í tíu daga í alþjóðlegu geimstöðinni, stóðst ekki læknisskoðun um helgina og fær þar af leiðandi ekki að uppfylla draum sinn. Fyrirhugað var að Enomoto, sem er 34 ára og fyrrum stjórnar- maður í japanska netfyrirtækinu Livedoor, færi í loftið áleiðis til geimstöðvarinnar um miðjan næsta mánuð. Talsmaður rússnesku geimvís- indastofnunarinnar, Roskosmos, vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvað amaði að Enomoto. Annar ferðalangur mun að öllum líkind- um fara til stöðvarinnar í hans stað. Ekkert hefur verið látið uppi um hvort Enomoto fái ferðina endurgreidda en víst þykir að hann hafi pungað út vel yfir milljarði króna fyrir sætið. Bandaríski auðkýfingurinn Greg Olson, sem var sextugur þegar hann fór til geimstöðvar- innar í október í fyrra, stóðst heldur ekki læknisskoðun í fyrstu. Hann varð af ferðinni í það skiptið en stóðst aðra læknis- skoðun og fór að lokum út í geim nokkru síðar en áætlað var. - jab DAISUKE ENOMOTO Japanski kaupsýslu- maðurinn brosir í kampinn íklæddur geim- búningi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ferðalangur stóðst ekki læknisskoðun Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að inn- kalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitn- uðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu. DELL SVARAR FYRIR SIG Michael Dell, stofnandi og stjórnar- formaður tölvuframleiðandans Dell, sagði á föstudag að fyrirtækið myndi nota áfram rafhlöður frá Sony. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla Dell og Sony halda áfram samstarfi þrátt fyrir að kostnaður við innköllun nemi milljörðum króna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.