Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 41

Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 41
H A U S MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 Ú T T E K T Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Á ársfundi sambandsins í október verða kostir og gallar krónunnar sem gjald- miðils teknir til sérstakrar skoðunar. „Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. „Þá eru menn til dæmis að velta fyrir sér ef fólk er með húsnæðislán sín í erlendri mynt þá er mjög dýrt fyrir einstaklinga að standa gjald- eyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum. Slíkt lán yrði með ein- hverjum föstum evruvöxtum, öðrum og lægri heldur en hér og út úr því kæmi ákveðin endurgreiðsla, en þann hluta launa væri hægt að taka út í evrum.“ Með þessu segir Gylfi að lág- marka mætti gengisáhættu af því að taka langtímalán í erlendri mynt. Gylfi segist hins vegar þeirrar skoðunar að ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum, gæti sú staða komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu undir lögbundin lágmarkslaun hér sem eru jú í íslenskum krón- um. „Málið er því ekki alveg einfalt og verður örugglega seint þannig að íslenskt atvinnulíf og verkalýðshreyf- ing skipti um mynt þrátt fyrir vilja Alþingis og stjórnmálamanna.“ Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. „Á því er engin launung að sveiflu- kenndur gjaldmiðill, eins og hann er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venju- legum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna.“ GYLFI ARNBJÖRNSSON Gylfi sem er fram- kvæmdastjóri ASÍ segir að innan samtakanna hafi verið hreyft við hugmyndum um að fólk fái laun sín að hluta greidd í evrum. ASÍ veltir fyrir sér greiðslum í evrum Fyrirtæki hugleiða að kasta krónunni Stór fyrirtæki vilja fá að skrá hlutabréf sín í erlendri mynt og telja að þar með yrði rutt úr vegi einni af þeim hindrunum sem erlendir fjárfestar horfa til. Einnig er hvatt til sameiningar Kauphallar Íslands og OMX-kauphallarinnar. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér vangaveltur um krónuna í viðskiptalífinu og víðar. Í haust verða mál gjaldmiðilsins einnig rædd á ársfundi Alþýðusambands Íslands, þar sem menn hafa velt fyrir sér launagreiðslum í evrum. frá sér tilkynningu um nánara samstarf við OMX, en þar sé innifalinn möguleiki á sam- einingu. „Við höfum einnig, í þessu vinnu- ferli sem við erum í, ákveðið að vinna þetta hratt og fá niðurstöðu fljótt. Á þessu stigi er hins vegar ekki hægt að upplýsa meira um viðræðurnar en að þær ganga eftir áætlun,“ segir hann. Varðandi það að gera Ísland að fjölmyntar- markaði segir Þórður það samræmast stefnu Kauphallarinnar. „Við höfum í raun lagt á það áherslu að bjóða það sem valkost, hefðu menn á því áhuga, að skrá sig í evrum eða dollurum. Þetta hefur reyndar komið upp í viðræðum við fyrirtæki sem velt hafa þessu fyrir sér,“ segir hann en kveður þurfa að koma ákveðn- um þáttum varðandi frágang á viðskiptum í örugga höfn áður en af myntbreytingu getur orðið. „En það verður auðvitað gengið í það verk um leið og einhver sýnir skýran vilja að fara þessa leið. Okkar niðurstaða hingað til, með flestum sem velt hafa þessu fyrir sér, hefur á endanum orðið sú að til hagsbóta væri fyrir skráða fyrirtækið, jafnvel þótt það væri erlent, að vera í íslensku myntinni, vegna þess að það væri það umhverfi sem íslenskir fjárfestar væru vanir að vinna í.“ Af þessum sökum segir Þórður engan enn hafa komist að einhlítri niðurstöðu um það enn að fara með allt saman yfir í erlenda mynt. Þórður segist einnig telja að fleira standi í vegi erlendra fjárfesta en krónan ein og unnið sé að því að sníða af agnúa sem verið geti að fæli þá frá. Þannig segist hann ekki telja það forsendu þess til að laða erlenda fjárfesta að, að leggja niður krónuna þótt vissulega myndi það einfalda margt. „Ef við bara berum okkur saman við Finnland þegar þeir fóru yfir í evruna og svo lönd á borð við Danmörku, Svíþjóð og Noreg þar sem notast er við myntir viðkomandi landa, þá er myntin vissulega ákveðin hindrun, en ég er ekki alveg sannfærður um að hún sé mjög há og tel aðra þætti jafnvel ekki skipta minna máli. Þar á meðal er að skapa alþjóð- legt umhverfi og leysa vandamál varðandi ákveðin sérkenni hér sem útlendingar eru ekki vanir.“ Hann bendir á að hér gildi uppgjörstími sem nefnist T+1 meðan á nálægum mörkuðum sé notaður upp- gjörstíminn T+3. „Atriði af þessu tagi eru svolítið skrítin í augum útlendinga og þarf að laga til þess að umhverfið hér sé í öllum aðalatriðum í samræmi við alþjóðlega staðla og það sem gerist og gengur víðast hvar.“ Ef af samein- ingu við OMX verður segir Þórður að viðbótarskref verði gengið í þessa samræmingarátt, en í Kauphöllinni sé einnig unnið eftir ákveðinni aðgerðaáætlun þar sem verið sé að sníða af „þessa agnúa, eða sérkenni á íslenska markaðnum“. „Við getum í sjálfu sér gefið út hluta- bréf í hvaða einingu sem er. Það er svo sem ekkert vandamál. Vandamálin snúa hins vegar að því að gera upp,“ segir Einar S. Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. „Ef menn eru tilbúnir að gera upp í íslenskum krónum er það ekki vandamál að öðru leyti en umreikna þarf við- komandi verð í lok hvers dags. Ef menn vilja hins vegar gera upp í annarri mynt, svo sem evrum, verða til vandamál. Þá þurfum við að hafa einhvern uppgjörsbanka.“ Seðlabanki Íslands er uppgjörs- banki með viðskipti í Kauphöllinni sem fram fara í krónum. „Þetta fer allt í gegnum reikninga Seðlabankans, en þar er ekkert uppgjörskerfi fyrir evrur eða aðra erlenda mynt. Seðlabankar gera held ég bara upp í sinni heimamynt. Þannig hleypir Evrópski seðlabankinn þeim löndum sem eru með evru í að geta gert upp í evrum,“ segir Einar og kveður kálið því ekki alveg sopið þótt í ausuna sé komið. Hann bætir þó við að ekki þyrfti endilega að koma til Seðlabanki, heldur mætti ef til vill semja við stóran banka í Evrópu um að sjá um uppgjörið. „Þá þyrftu allir meðlimir í verðbréfaskráningunni hér að vera með upgjörsreikninga í viðkomandi banka,“ segir hann. Ekki hefur verið kannað hvort íslenskur banki gæti tekið hlutverkið að sér. „Menn gætu viljað hafa einhvern stærri og sterk- ari sem jafnframt er óháður, en þetta hefur ekkert verið skoðað.“ Tómas Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka Íslands, segist telja að lokauppgjör fari fram í því landi þar sem myntin er til staðar. „Ef um er að ræða viðskipti milli banka enda viðskiptin allt- af í því landi sem gjaldmið- illinn er frá. Viðskipti í krónum fara til dæmis á endanum alltaf í gegnum einhverja reikninga hér heima, jafn- vel þó þau eigi sér stað milli tveggja erlendra aðila,“ segir hann og bætir við að svo komi náttúrulega til stöð- ugar gengisbreytingar sem þyrfti að gera ráð fyrir. Evruviðskipti þarf að gera upp í evrulandi Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir skráningu hlutabréfa bankans í annarri mynt en þeirri íslensku ekki hafa verið rædda í neinni alvöru í bankanum. „Auðvitað er þetta samt kostur sem er fyrir hendi hjá félögum, en hins vegar held ég að markaðurinn geri sér alveg grein fyrir því hjá hverju félagi fyrir sig hver sé samsetning tekna, eigna og skulda. Það á því að vera tiltölulega auðvelt að átta sig á því hver er í raun ráðandi mynt í hverju félagi fyrir sig.“ Hann segir þó að til lengri tíma litið sé þetta valkost- ur við það taka upp evru, að einangra og afmarka í rekstri fyrirtækja helstu áhættuþætti sem leiða af krónunni. „En meira er nú tæpast um þetta að segja að sinni,“ segir hann en bætir um leið við að vitanlega þurfi menn að velta þessum hlutum fyrir sér, svona úr því að upptaka evru sé ekki á dagskrá. „Þá gætu einhver af fyrir- tækjunum skoðað þessa leið.“ Innan Kaupþings banka er svo aukið samstarf Kauphallar Íslands við erlendar kauphallir litið mjög jákvæðum augum. Samkvæmt upplýs- ingum þaðan er væntanleg sameining Kauphallar Íslands við OMX án efa talin verða til hagsbóta fyrir íslensk fyrirtæki, enda muni hún auðvelda erlendum fjárfestum að fjárfesta hér, auk þess sem stærstu íslensku fyr- irtækin kæmust á norræna vísitölu- lista, en það myndi jafnframt auka áhuga erlendra fjárfesta á þeim. Hins vegar hefur innan Kaupþings banka ekki farið fram umræða um að skrá hlutabréf bankans í evrum, eða öðrum gjaldmiðli. BANKASTJÓRAR LANDSBANKANS Halldór J. Kristjánsson hugsi og í forgrunni og úr fókus er Sigurjón Þ. Árnason. Þeir eru bankastjórar Landsbanka Íslands. Umræðan að fara í gang í bönkunum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.