Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 48
MARKAÐURINN 23. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR18
F Y R S T O G S Í Ð A S T
ACTAVIS STYRKIR FORVARNAVERKEFNIÐ YOUTH IN EUROPE Í VILNIUS Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, og Arturas
Zuokas, borgarstjóri Vilnius, handsala hér samning um þátttöku Vilnius í forvarnaverkefni evrópskra borga sem var undirritaður í
höfuðstöðvum Actavis á dögunum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari verkefnisins og Reykjavíkurborg leiðir samstarfið, en
Actavis er aðal styrktaraðilinn. Markmiðið er að rannsaka fíkniefnaneyslu evrópskra ungmenna, bera saman ólíkar forvarnir og virkja
stofnanir og almenning til aðgerða gegn fíkniefnavá. Viðstaddir undirritunina voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík. Á myndinni eru einnig Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri Actavis í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu,
og vísindamennirnir Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem standa að rannsóknunum sem verkefnið byggir á.
Það færist í aukana að íslensk
fyrirtæki ráði til sín nokk-
urs konar einkaþjálfara til að
hámarka frammistöðu stjórn-
enda sinna, fyrirtækinu og
þeim sjálfum til hagsbóta. Fer
þessi starfsvettvangur vaxandi
og æ fleiri sem hafa hug á að
veita ráðgjöf með þessari hug-
myndafræði.
Nú í vor lauk fyrsti hópurinn
námi í svokallaðri ACC Coach-
þjálfun (Associated Certified
Coach) á vegum Leiðtoga ehf. og
í ágúst hefur annar hópur nám
sitt á þessu sviði. Kennslan fer
þannig fram að alltaf eru tveir
leiðbeinendur, kona og karl.
Matilda Gregersdotter, annar
stofnenda Leiðtoga ehf., leið-
beinir á námskeiðinu auk Svíans
Domenico La Corte, sem er vott-
aður coach-þjálfari. Matilda hefur
nýverið staðist próf og fengið
vottun frá International Coach
Federation og hefur því öðlast
réttinn á starfstitlinum ACC,
Associated Certified Coach.
Að sögn Matildu hefur lítið
sem ekkert verið rannsakað á
þessu sviði í Evrópu á aka-
demísku stigi. Úr því vildi hún
bæta og því sótti hún um og
fékk samþykkt doktorsnám við
guðfræðideild Háskóla Íslands
undir handleiðslu Hauks Inga
Jónassonar. Þar leitast hún við
að spyrja hvort nota megi mark-
þjálfun sem sálgæsluaðferð til
að koma uppbyggjandi gildum
kirkjunnar á skilvirkan hátt inn
í þjóðfélag og athafnalíf. - hhs
MATILDA GREGERSDOTTER HJÁ
LEIÐTOGA Stundar doktorsnám við guð-
fræðideild Háskóla Íslands þar sem hún
leitast við að spyrja hvort nota megi mark-
þjálfun sem sálgæsluaðferð.
Einkaþjálfarar hugans útskrifast
Avion Group hefur gert samn-
ing um kaup á fimm prósent-
um hlutafjár í ástralsk-asíska
flugrekstrarfélaginu Advent
Air. Kaupverð er tvö hundruð
milljónir króna.
Jafnframt gerði Avion Group
samstarfssamning við Advent
Air. Í samstarfinu felst að
Advent Air mun leigja allt að
fjórar Airbus A320 vélar af
dótturfélögum Avion Group,
Star Airlines í Frakklandi og Star
Europe í Þýskalandi. Skywest,
sem er dótturfélag Advent Air
og flýgur einkum til Ástralíu,
mun nota flugvélarnar.
Advent Air er skráð á
AIM-hlutabréfamarkaðinn í
Lundúnum. -jsk
Avion kaupir í Advent Air
Hagnaður bandarísku fatakeðj-
unnar Gap nam 128 milljón-
um bandaríkjadala, jafnvirði
tæplega 8,9 milljarða íslenskra
króna, á öðrum ársfjórðungi.
Á sama tíma fyrir ári nam
hagnaðurinn 272 milljónum
dala eða 18,8 milljörðum króna
og jafngildir þetta 53 prósenta
samdrætti á milli ára.
Helsta ástæðan er minni sala,
verðlækkanir á vörum fyrirtæk-
isins, aukinn auglýsingakostnaður
og harðari samkeppni.
Að sögn fyrirtækisins mun
samdráttur einnig hafa verið hjá
fyrirtækinu í þessum mánuði og
er því spáð slakari afkomu fyrir
árið í heild en áður var búist
við.
Greiningaraðilar segja niður-
stöðurnar slæmar fyrir Gap og
hefur gengi bréfa fyrirtækisins
lækkað ört. - jab
ÚR EINNI VERSLUN GAP Hagnaður Gap dróst saman um 83 prósent á milli ára.
Slæm afkoma Gap
MAGNÚS ÞORSTEINSSON Magnús, sem er stjórnarformaður Avion Group, sést hér
halda ræðu á aðalfundi félagsins.
Stjórnvöld á Indlandi hafa hug á
að verja sem nemur einum
milljarði bandaríkjadala eða
rúmum 69 milljörðum íslenskra
króna í olíuleit-, vinnslu og
námagröft á Fílabeinsströndinni
á vesturströnd Afríku á næstu
fimm árum.
Með verkefninu mun vera
horft til þess að ná í ódýrara
eldsneyti úr auðlindum Fíla-
beinsstrandarinnar til að anna
ört vaxandi eftirspurn eftir
orkugjöfum á Indlandi.
Amarendra Khatua, sendi-
herra Indlands á Fílabeins-
ströndinni, segir Indverja
glíma við sama vanda og
Kínverjar. Landsmönnum hafi
fjölgað mikið í báðum
löndunum, efnahagur
íbúanna batnað mikið á
undanförnum árum og
þeir hafi ráðrúm til
fjárfestinga. Þá geri þeir
miklar kröfur um ódýra
og örugga orkugjafa.
Sextíu þúsund tunnur af
hráolíu eru framleiddar á
Fílabeinsströndinni á degi
hverjum en Indverjar horfa til
þess að auka framleiðsluna enn
frekar og hafa varið sem nemur
832 milljónum íslenskra króna til
frekari rannsókna. Þá munu
tilraunaboranir vera þegar
hafnar úti fyrir ströndum
landsins. - jab
Indverjar bora eftir
olíu í Afríku
OLÍUBORUN Indverjar horfa til þess að auka olíuframleiðslu sína með borun á
Fílabeinsströndinni.
Bandaríski snyrtivörufram-
leiðandinn Estée Lauder skil-
aði minni hagnaði en spáð hafði
verið á öðrum ársfjórðungi.
Hagnaðurinn nam 49,1 milljón
bandaríkjadala, jafnvirði
rúmra 3,4 milljarða íslenskra
króna, en það er 17,8 milljóna
dala minni hagnaður en á sama
tíma fyrir ári.
Þrátt fyrir þetta námu tekjur
fyrirtækisins 108,8 milljónum
dala á tímabilinu og 51 senti
á hlut. Það er þremur sentum
betur en sérfræðingar höfðu
spáð fyrir um.
Stjórnendur snyrtivöru-
fyrirtækisins segja fyrirtækið
ætla að einbeita sér að nýjum
mörkuðum auk þess að efla
vörur sínar á heimamarkaði.
Þá hyggst fyrirtækið hagræða
í rekstri og er spáð mun betri
afkomu á tímabilinu eða um
tveimur dölum á hlut. - jab
SNYRTIVÖRUR FRÁ ESTÉE LAUDER
Estée Lauder
græðir minna
Markmál
Þýðingar og skjalagerð
Aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni - Hringbraut 121
www.markmal.is - markmal@markmal.is - S: 660 5003