Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 62
 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR Álframleiðandinn Alcan í Hafnarfirði hefur stutt við bakið á ýmis- konar viðburðum í heimabyggð sinni und- anfarið. Meðal þess má nefna Jónsmessuhátíð sem Hafnarfjarðarbær stóð fyrir í Hellisgerði fyrr á þessu ári og stór- tónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tilefni af fjörutíu ára afmæli Ísal. Á þeirri annars vel heppnuðu hátíð sem Jónsmessuhátíðin í Hell- isgerði var fór það ekki milli mála að álframleiðandinn væri aðal- styrktaraðili hennar því um svæðið sprönguðu tveir unglingar klæddir sem rauð þverröndótt áltyppi – minni útgáfan af sílóunum, kenni- merki álversins – og gáfu börnum á svæðinu sápukúlur og gos. Meginhugmyndin með styrkjum álframleiðandans er væntanlega að koma sér í mjúkinn hjá Hafnfirð- ingum enda liggur fyrir að stækka á álverið og það mun koma í hlut bæjarbúa að kjósa um hvort af stækkuninni verður. Álframleiðandinn Alcoa á Aust- urlandi hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja í að styrkja ýmis mál- efni í heimabyggð sinni undanfarin ár. Meðal þess sem Alcoa hefur styrkt er ferðalag tveggja lögreglu- manna sem sóttu námskeið í fíkni- efnaleit á Flórída. Eins og gefur að skilja finnst mörgum það skjóta skökku við að laganna verðir séu styrktir af einka- aðilum úti í bæ enda hætt við því að fyrirtækið sé að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þeim. Þá er einnig hætt við því að lögreglan verði ekki óhlutdræg þegar mál fyrirtækisins berast inn á borð til hennar og það sem meira er, hún geti orðið háð styrkjum álframleiðandans. En þótt lögreglumennirnir hafi þegið styrkinn verðum við að hafa meiri trú á þeim en svo að þeir geti ekki sinnt starfi sínu af bestu getu. Til að svo geti orðið verða lögeglu- mennirnir hins vegar að gefa það skýrt til kynna að þeir hafi þegið styrkinn frá álframleiðandanum og það gera þeir best með því að klæð- ast rauðum þverröndóttum áltyppa- búningum eins og unglingarnir í Firðinum. STUÐ MILLI STRÍÐA Þverröndótt áltyppi KRISTJÁN HJÁLMARSSON VILL AÐ LÖGREGLAN KOMI HREINT FRAM ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ■ Pondus Eftir Frode Øverli Mein gott, Elza! Nein! Elzahh... Zetta var árgás! Þú veist hvað sagt er, gamla! Vont er að venda um nótt! HVAÐ?! Ef þú ert skrímslið undir rúminu, af hverju hef ég þá ekki séð þig lengi? Þú hélst mér uppteknum fyrstu sex til sjö árin... ...en svo varðstu „full- orðinn“ og „stór“. Svo ég sat bara og beið þar til óöryggi unglingsáranna sýndi sig. Óöryggi? Hvaða óöryggi? Tja, til að byrja með... Eigum við ekki bara að vera vinir? Elskan, Siggi vill fá að nota sandkassann sinn! Ahh... persónuleg þjónus ta... Ég er prinsessan yfir öllu og ræð og ríki yfir öllum í öllum heiminum! Ég fæ nákvæmlega það sem ég óska mér þegar það hentar mér! Nú ætla ég að fara og hugsa um hvað mig langar í! Haha! Þvílíkir draum- órar! Ef þú heldur að hún sé að gera að gamni sínu, þá ert þú með draumóra!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.