Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 68
 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR32 TVÖFALT FYNDNARI! TVÖFALT BETRI! 9.HVER VINNUR! FRUMSÝND 25. ÁGÚST UM LAND ALLT MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VI NN IN GA R VE RÐ A AF HE ND IR H JÁ B T SM ÁR AL IN D. K ÓP AV OG I. M EÐ Þ VÍ A Ð TA KA Þ ÁT T ER TU K OM IN N Í S M S KL ÚB B. 9 9 KR /S KE YT IÐ . Jón Arnór Guðbrandsson hefur keypt húsgagnaverslunina Habitat ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Þorvaldsdóttur og taka þau því við af Árna Ólafi Ásgeirssyni og Sól- veigu Hannam sem rekið hafa búðina í rúm sjö ár. Kaupin gengu í gegn á laugar- daginn og þegar Fréttablaðið hafði samband við Habitat var það fyrsta símtal Jóns í nýrri verslun. „Þetta hefur alltaf verið aðal- áhugamál okkar tveggja; að inn- rétta með fallegum húsgögnum,“ segir Jón sem var kampakátur með nýju verslunina en hún hefur lengi verið vinsæl meðal fagur- kera í innanhúsarkitektúr. „Við ætlum að gera þó nokkrar breyt- ingar en auðvitað tekur alltaf tíma að fá nýjar vörur inn í búðina,“ bætir Jón við og segist gjarnan vilja uppfæra þær vörur sem til eru og láta búðina vera meira í takt við það sem er að gerast erlendis. „Núna erum við aðallega að reyna kynnast og læra af öllu því góða fólki sem hér starfar,“ segir hann og hefur greinilega miklar hugmyndir um búðina. „Við viljum stækka hana og breyta og gera hann ögn líflegri og bjartari,“ útskýrir hann en róar þó aðdáend- ur búðarinnar sem þurfa engu að kvíða þrátt fyrir eigendaskiptin. Jón Arnór vakti mikla athygli þegar hann kom heim til frægra Íslendinga og eldaði fyrir þá ásamt félaga sínum, Rúnari Gíslasyni auk þess sem þeir félagar ráku veisluþjónustuna Kokkarnir. „Svo var bara komin tími til að breyta til,“ útskýrir Jón en hann hætti hjá fyrirtækinu fyrir þremur árum. Nú rekur hann fimm Oasis versl- anir ásamt Ingibjörgu í Danmörku og er Habitat því enn ein rósin í hnappagatið. - fgg Sjónvarpskokkur kaupir Habitat STÓRTÆK HJÓN Þau Jón Arnór og Ingibjörg hafa fest kaup á Habitat-versluninni sem hefur lengi verið vinsæl meðal fagurkera í innanhúsarkitektúr. Jóhanna Jóhannesdóttir hefur búið í Kaupmannahöfn í ein sjö ár og hefur verið iðin við kolann síðan hún hélt út. Í apríl opnaði hún ásamt sjö öðrum stelpum fata- verslun og verkstæði sem ber nafnið Mogetoj og er staðsett rétt hjá Nörreport-járnbrautarstöð- inni. Í þessum hópi er önnur íslensk stelpa sem heitir Guðbjörg Reykjalín sem hannar undir merk- inu Greykjalín. Jóhanna er útskrif- uð úr skólanum Håndarbejdets Fremme í Kaupmannahöfn og er því lærður handavinnukennari fyrir fullorðna eins og það heitir á dönsku. „Þetta er búið að vera skemmti- legt ævintýri og búðin hefur geng- ið vonum framar,“ segir Jóhanna en hún selurð tvær línur í búðinni sem heita Mjaw og Goodlife. „Mjaw er svona götufatnaður fyrir stráka og stelpur frá 18 til 25 ára. Við erum tvær stelpur saman að hanna fyrir það merki,“ segir Jóhanna en Goodlife er hennar eigið merki þar sem hver einasta flík er einstök og bara framleitt eitt eintak af hverri flík. Jóhanna gerir allt sjálf og heklar til dæmis mikið töskur og fylgihluti. Jóhanna hefur selt vörur sínar hjá Rögnu Fróða hérlendis og svo gerðist hún svo fræg komast í verknám hjá tískuhúsi Kenzo í París. „Það var skemmtileg tilvilj- un og það var Emiliana Torrini vin- kona mín sem reddaði þessu fyrir mig. Vinur hennar var að vinna hjá Kenzo og vantaði nema þannig að hún benti á mig og ég fór út í þrjá mánuði,“ segir Jóhanna en hún var aðallega í því að hekla peysur fyrir vetrarlínu Kenzo sem komin er í búðir núna og hefur sést á tísku- pöllum út allan heim. alfrun@frettabladid.is Frá Kenzo til Kaupmannahafnar JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR Er ánægð með búðina sína í Köben en þar getur fólk komið og keypt sér föt og fylgst með hönnuðunum að störfum. GOODLIFE MJóhanna hannar sjálf allt undir þessu vörumerki og er hver einasta flík einstök. MJAW Götufatnaður fyrir ungt fólk sem Jóhanna hannar í samvinnu við vinkonu sína. KENZO Hér sést falleg hekluð peysa sem Jóhanna heklaði fyrir Tískuhúsið Kenzo og er komin í búðir um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Leikkonan góðkunna Cameron Diaz þurfti að verja kærasta sinn, söngvarann Justin Timberlake, á dögunum fyrir æstum kvenkyns aðdáendum. Dömurnar munu hafa elt Timberlake uppi á skemmtistaðn- um Social í Hollywood og þegar þær gerðust ágengar mun Diaz hafa farið til þeirra og sagt þeim að láta mann sinn vera. „Þið getið verið aðdáendur hans en ég sef hjá honum, heyrið þið það,“ sagði Diaz og lætur ekki deigan síga þegar kemur að því að verja kær- astann. Stöðvaði aðdáendur KÆRUSTUPARIÐ Diaz og Timberlake munu vera ástfangin upp fyrir haus og gefur Diaz ekkert eftir þegar kemur að kvenkyns aðdáendum söngvarans. Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, er vænt- anlegur til landsins á vegum Sím- ans vegna hundrað ára afmælis fyrirtækisins sem verður 29. sept- ember. Giuliani mun flytja fyrir- lestur á ráðstefnu sem Síminn stendur fyrir á afmælisdaginn og nefnist Leiðtogar til framtíðar. Giuliani er einhver fremsti leið- togi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum en hann vakti heimsathygli fyrir frammistöðu sína í borgastjórastólnum þegar árásirnar á Tvíburaturnanna í New York árið 2001 voru gerðar. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, er allt- af erfitt að fá jafn valdamikla menn hingað til lands og hefur koma hans hingað til lands útheimt mikla vinnu. Miklar öryggisráð- stafanir verða væntanlega gerðar á meðan á dvöl Guilianis stendur og vildi Eva ekki upplýsa neitt um ferðir hans um landið eða hversu lengi borgarstjórinn fyrrverandi myndi vera hér. Auk Guilianis kemur hingað Marian Salzman, aðstoðarfram- kvæmdastjóri og markaðstjóri JWT, einnar virtustu og elstu aug- lýsingastofu heimsins en hún mun flytja erindi á sömu ráðstefnu. Þrátt fyrir að nafn Salzman sé kannski minna þekkt er hún engu að síður ábyrg fyrir mörgum af helstu tískubylgjum síðari ára og á meðal annars heiðurinn af hinu velþekkta tískuorði „Metro-Man“ sem tröllriðið hefur allri karl- mannatísku. Síminn býður til mikillar veislu vegna afmælisins og verður meðal annars haldið veglegt afmælishóf í Laugardalshöll á afmælisdaginn. Þá mun einnig verða gefin út bók um sögu Sím- ans sem rituð er af þeim Helgu Guðrúnu Johnsen og Sigurveigu Jónsdóttur en þær hafa einnig yfirumsjón með gerð heimildar- myndar um Símann. - fgg Giuliani til landsins MARIAN SALZMAN Er einhver þekktasta markaðskona heims og á meðal annars heiðurinn af hinu velþekkta tískuorði ¿metro man.¿ Á FRUMSÝNINGU WORLD TRADE CENTER Rudolph Giuliani mætir hér á frumsýningu á kvik- myndinni World Trade Center ásamt kærustu sinni Judith Nathan, en myndin fjallar einmitt um árásirnar á Tvíburaturnana sem voru gerðar á meðan Giuliani var borgarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.