Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 70
Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden var heltekinn af söngkon- unni Whitney Houston fyrir nokkr- um árum. bin Laden var svo ákveð- inn í að ná í söngkonuna að hann íhugaði að myrða eiginmann henn- ar, söngvarann Bobby Brown. Þetta kemur fram í nýrri bók Kola Boof, konu sem heldur því fram að bin Laden hafi haldið henni nauð- ugri sem kynlífsþræl. Boof segir al-Qaeda leiðtogann hafa talað stanslaust um Whitney. „Hann sagðist ekki geta staðist Whitney Houston, talaði stans- laust um hve falleg hún væri og hvað bros hennar væri fallegt. Þá sagði hann að hún væri í raun sannur fylgismaður Islam, en hún væri heilaþvegin af bandarískri menningu og eiginmanninum. Osama talaði um að láta myrða hann, eins og það væri eðlilegt að láta myrða eiginmenn kvenna.“ Kola er 37 ára og frá Súdan. Diary of a Lost Girl er sjálfsævisaga hennar en þar kemur allt þetta fram. Rithöfundurinn segir að Osama hafi nauðgað henni fyrir tíu árum og haldið henni fanginni í fjóra mánuði. Auk þess fylgir það sögunni að hryðjuverka- leiðtoginn hafi geymt eintök af Playboy í skjala- tösku sinni hvert sem hann fór. Tom Chaplin, söngvari hljómsveit- arinnar Keane, hefur leitað sér hjálpar vegna áfengis- og fíkni- efnanotkunar sinnar. Í yfirlýsingu sem hljómsveitin sendi frá sér segist hinn 27 ára Chaplin hafa ákveðið að fá aðstoð sérfræðinga til að koma sér á beinu brautina á nýjan leik. Fyrr í þessum mánuði frestaði Keane þrennum tónleikum og var skýr- ingin sú að Chaplin þjáðist af ofþreytu. Sveitin hefur nú frestað fyrirhugaðri tónleikaferð sinni um Norður-Ameríku sem átti að hefjast í næsta mánuði. „Mér finnst mjög leiðinlegt að valda aðdáendum okkar vonbrigð- um en ég vil láta mér batna svo að ég geti haldið áfram tónleikaferð- inni út þetta ár,“ sagði Chaplin. Keane vann tvenn Brit-tónlist- arverðlaun á síðasta ári fyrir bestu bresku plötuna, Hopes and Fears, og fyrir bestu nýju hljóm- sveitina. Önnur plata Keane, Under the Iron Sea, fór á topp breska vinsældalistans í júní síð- astliðnum. Keane spilaði á Iceland Airwaves-hátíðinni í Reykjavík fyrir tveimur árum við góðar undir- tektir. Chaplin í meðferð TOM CHAPLIN Chaplin er farinn í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnanotkunar sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Miðasala á tónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Laugardalshöll 23. september hefst á föstudaginn. Á tónleikunum mun Björgvin flytja úrval laga úr efnisskrá sinni ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fóstbræðrum, Hljómsveit Björg- vins, bakröddum og nokkrum landsþekktum gestum. Sérstak- lega verður vandað til tónleikana á allan hátt og má telja líklegt að um verði að ræða einu umfangsmestu tónleika sem ráðist hefur verið í hérlendis með íslenskum lista- manni. Miðasalan á föstudag hefst klukkan 10.00 á midi.is, bravo.is, í verslunum Skífunnar, í BT á Akur- eyri, Egilsstöðum og Selfossi og í síma 580 8020. Miðaverð er 6.500 krónur í stúku og 7.500 í sal auk miðagjalds. Sérstök forsala fyrir M12 áskrifendur Stöðvar 2 mun fara fram daginn áður og hefst klukkan 10.00 á sömu sölustöðum. Bó byrjar að selja BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Söngvarinn Björgvin Halldórsson syngur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í næsta mánuði. [ UMFJÖLLUN ] KVIKMYNDIR Ungur maður verður vitni að morði á Hawaii. Morðinginn er valdamikill glæpaforingi sem svífst einskis til að hafa hendur í hári óvina sinna og lögreglumað- urinn Nelville Flynn (Samuel L. Jackson) er fenginn til að fylgja vitninu frá Hawaii til Los Angeles, þar sem það á að mæta fyrir rétt og koma morðingjanum bak við lás og slá. Þrátt fyrir varúðarráð- stafanir komast þorpararnir að því hvaða flugvél vitnið er í og fylla það af baneitruðum snákum, sem eru ærðir til hins ósegjanlega með þar til gerðu ferómóni. Þegar þeim er svo sleppt úr prísund sinni í miðju flugi er fjandinn laus. Eins og titillinn gefur ef til vill til kynna er Snákar í flugvél mynd sem kemur sér beint að efninu. Litlum tíma er varið í að kynna persónur til leiks, þó nægum til að framkalla lágmarkssamkennd með farþegunum. Myndin tekur sig sem betur fer ekki sérlega alvarlega svo að rýr persónusköp- un og stirðbusaleg samtöl koma ekki að sök, enda eru snákarnir stjörnur myndarinnar. Og skila sínu með prýði. Það er ekki kræsi- leg sjón að sjá þá skríðandi í hundraðatali um alla ganga og op flugvélarinnar og láta verstu óra þeirra sem eru haldnir snákafælni rætast. Mikil vinna hefur verið lögð í að láta snákana vekja sem sem mesta velgju, með góðum árangri og á köflum mætti segja myndina ágæt drög að splatter. Keyrslan (eða flugið öllu held- ur) í myndinni er mikið og hún heldur dampi allan tímann. Frammistaða leikaranna er nánast aukaatriði, enda eru persónurnar flestar lítið annað en snákafóður. Reyndar er Samuel L. Jackson orðinn leiðinlega einsleitur í harð- jaxlahlutverkinu sem hann hefur fest sig í undanfarin misseri. Á heildina litið er Snákar í flug- vél fín afþreying fyrir þá sem finnst gott að láta kalt vatn renna milli skinns og hörunds stöku sinn- um. Mikið fjör meðan á því stend- ur en mikið lengra nær það ekki. Bergsteinn Sigurðsson Eitraðir flugfarþegar bin Laden heltekinn af Whitney OSAMA BIN LADEN Var svo hrifinn af Whitney Houston að hann íhugaði að láta myrða eiginmann hennar. WHITNEY HOUSTON Söngkonan og vandræðagemsinn vissu eflaust ekkert af sjúklegum áhuga þekktasta hryðjuverka- leiðtoga heims á henni.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY- IMAGES SNAKES ON A PLANE LEIKSTJÓRI: DAVID R. ELLIS. AÐALHLUT- VERK: SAMUEL L. JACKSON, JULIANNA MARGULIES Niðurstaða: Snákarnir vekja mikinn hroll í mynd sem heldur dampi allan tímann, en skilur að öðru leyti lítið eftir sig. SNAKES ON A PLANE kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE kl. 5, 8 og 10.50 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 THE SENTINEL kl. 8 og 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 og 6 SILENT HILL kl. 10 B.I. 16 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 4 og 6 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 4 STICK IT kl. 8 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! SNAKES ON A PLANE kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 5.45, 8 og 10.15 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA CLICK kl. 5.50 og 8 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 10.10 B.I. 14 ÁRA SNAKES ON A PLANE kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL kl. 6 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍÐUSTU SÝNING AR Samuel L. Jackson fer á kostum í einum umtalaðasta spennutrylli ársins. Á ÍSLANDI HEIMSFRUMSÝND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.