Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 71
Götukörfuboltamótið 305
verður haldið á Miklatúni
um næstu helgi. Leikarinn
Ívar Örn Sverrisson og
tónlistarmaðurinn Sverr-
ir Bergmann, sem standa
fyrir mótinu, búast við
góðri þátttöku.
„Við erum búnir að pæla í þessu
lengi að það sé kominn tími á að
endurvekja götuboltann á Íslandi,“
segir Ívar Örn Sverr-
isson. „Það er búið
að vanta aðstöðu og
við ýttum á eftir því
að það yrði eitthvað
gert. Núna eru komn-
ar nýjar körfur í réttri
hæð á Miklatúni og við
erum að halda mótið í til-
efni af því,“ segir hann, en
rétt hæð er 305 senti-
metrar eins og nafn
mótsins ber með sér.
„Ég var í þessu
þegar þetta stóð sem
hæst þetta körfubolta-
æði hérna heima. Það er
synd að því var ekki fylgt
eftir meira og það var
eins og aðstaðan hyrfi
smátt og smátt. Ég held
að það sé forsenda fyrir
því að það sé blómlegt
körfuboltalíf hérna að það
verði aðstaða fyrir krakk-
ana að leika sér,“ bætir
Ívar við. Vonast hann eftir
því að mótið eigi eftir að
festa sig í sessi í
framtíðinni. „Ef
það verður vel
tekið í þetta mót
sjáum við því ekk-
ert til fyrirstöðu
að reyna að hafa
þetta árlegan við-
burð.“
Mótið hefst kl. 10.00 á laugar-
dag og stendur yfir fram eftir
degi. Hvert lið er skipað 3-4 leik-
mönnum en þrír keppa á móti
þremur í hverjum leik með einn
varamann. Keppt verður í fjórum
flokkum, karla- og kvenna. Ann-
ars vegar fyrir 15-17 ára leikmenn
og hins vegar 18 ára og eldri.
Skráningargjald er 500 kr. á hvern
leikmann og er greitt á staðnum.
Tilkynna þarf þátttöku á 305@hive.
is. Senda þarf nöfn leikmanna og
kennitölur, nafn liðsins og upplýs-
ingar um rétta aldursflokkinn. Í
verðlaun verða glænýir Nike
körfuboltaskór og boltar.
Götukarfa á Miklatúni
GÖTUKARFA Það verður væntanlega hart barist í götukörfuboltamótinu á
Miklatúni um næstu helgi.
ÍVAR ÖRN SVERRISSON
Ívar Örn stendur fyrir
mótinu ásamt tónlist-
armanninum Sverri
Bergmann.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Bandaríkjamaðurinn Dave Coll-
ins, sem hefur unnið með þekkt-
um rokksveitum á borð við Sound-
garden, Queens of the Stone Age,
Black Sabbath og Mötley Crüe,
lagði nýverið lokahönd á fyrstu
plötu íslensku sveitarinnar
Canora.
Samlandi Collins, Ronan Chris
Murphy, tók plötuna upp hér á
landi fyrr í sumar en hann er hvað
þekktastur fyrir samstarf sitt við
David Fripp, leiðtoga King
Crimson, og hefur endurhljóð-
blandað nokkrar plötur King
Crimson frá áttunda áratugnum.
„Ronan hafði samband við
þennan gæja [Dave Collins] og
hann masteraði þetta. Ég efast
ekki um að þetta eigi eftir að
koma vel út,“ sagði Albert Ást-
valdsson, söngvari Canora, sem á
enn eftir að heyra lokaútkomuna.
Platan er væntanleg í október og
hefur fengið nafnið Kelvinator.
Þrír meðlimir Canora voru
áður í d.u.s.t. sem gaf út eina
plötu árið 2002 en hætti ári síðar
eftir að hafa verið nálægt því að
skrifa undir útgáfusamning í
Bandaríkjunum.
Collins í lið með Canora
CANORA Liðsmenn Canora í hljóðverinu ásamt Ronan Chris Murphy.
Ashton Kutcher og Demi Moore
fagna eins árs brúðkaupsafmæli
sínu í næsta mánuði og heldur
hinn 28 ára gamli Kutcher því
fram að þau hjónin rífist aldrei.
Hann segir að lífið með 43ja
ára gamalli eiginkonu sinni sé
ánægjulegt og að þau ráði fram úr
öllum deilum áður en þær verða
að rifrildum. „Við rifumst einu
sinni á fyrstu þremur mánuðum
sambands okkar en síðan þá höfum
við aldrei rifist,“ segir leikarinn
og bætir við: „Ég hef aldrei reynt
að breyta konunni minni og hún
hefur aldrei reynt að breyta mér.“
Rífast aldrei
KUTCHER Kann að forðast rifrildi við eigin-
konu sína, Demi Moore.
Köntrísveit Baggalúts heldur tón-
leika á Hótel Örk í Hveragerði á
föstudag í tilefni Blómstrandi
daga.
Á efnisskrá verða valin tón-
verk af plötunni Pabbi þarf að
vinna auk verka af glænýrri plötu
sveitarinnar, sem ber heitið
Aparnir í Eden. Þess ber þó að
geta, til að valda ekki misskiln-
ingi, að í Eden hafa aldrei verið
apar, þeir voru annars staðar. Í
Eden var hinsvegar talandi krák-
an Margrét til margra ára.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.00
og miðinn kostar 1.500 krónur.
Baggalútur í Hveragerði
BAGGALÚTUR Hljómsveitin Baggalútur
spilar í Hveragerði á föstudag.
MYND/GUÐMUNDUR FREYR VIGFÚSSON
Gamanleikarinn Jack Black varð
efstur í breskri skoðanakönnun
þar sem fólk átti að nefna þann
leikara sem það vildi helst eiga
sem vin.
Ekki kemur á óvart að Jack
Black hafi náð toppsætinu enda
hefur hann farið á kostum í hinum
fjölmörgu grínmyndum og þykir
jafnan hrókur alls fagnaðar. Nýj-
asta mynd hans, Nacho Libre,
hefur jafnframt fengið fínar við-
tökur.
Athygli
vekur að Tom
Cruise lenti í
neðsta sæti í
könnuninni.
Er þar vafalít-
ið um að kenna
tengslum hans
við hina
umdeildu vísinda-
kirkju og þegar
hann gekk nán-
ast af göflun-
um eftir að
hafa kynnst
leikkonunni
Katie
Holmes.
Í öðru sæti
lenti Johnny
Depp en þar
á eftir komu Will Smith og Samuel
L. Jackson. Þeir Brad Pitt, Orlando
Bloom og Mel Gibson voru einnig
ofarlega á blaði. Alls tóku rúmlega
2.000 Bretar þátt í könnuninni sem
var gerð á vegum Yahoo! Enter-
tainment. Gátu þeir valið á milli
ellefu leikara og fékk Tom Cruise
aðeins 3 prósent atkvæða.
Black besti vinurinn
NÚMER EITT Leikarinn Jack Black er afar
vinsæll á meðal Breta.
TOM CRUISE Hegðun
Tom Cruise hefur þótt
fremur undarleg að
undanförnu.