Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 78
23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR42
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2 atlaga 6 skóli 8 struns 9 stansa 11
hætta 12 mögla 14 gapa 16 í röð 17
almætti 18 fæða 20 guð 21 áætlun.
LÓÐRÉTT
1 ómögulegur 3 guð 4 aðgætinn 5
skjön 7 örlátur 10 kraftur 13 tækifæri
15 hástétt 16 ósigur 19 samtök.
LAUSN
„Það varð nú óvart þannig að öll
þessi leikstjórabörn verða í mynd-
inni. Þegar ég var að leita að leik-
urum í vetur fór ég á mennta-
skólasýningarnar og þá voru
þessir krakkar þau sem stóðu upp
úr,“ segir kvikmyndaleikstjórinn
Guðný Halldórsdóttir. Tökur á
nýrri mynd hennar, Veðramótum,
hefjast í vikunni og svo skemmti-
lega vill til að hún hefur safnað
saman í leikhópinn börnum flestra
þekktustu kvikmyndaleikstjóra
landsins.
Þekktustu nöfnin í leikhópnum
eru þeir Hilmir Snær Guðnason
og Atli Rafn Sigurðarson en með
önnur stór hlutverk fara börn
flestra þekktustu kvikmyndaleik-
stjóra landsins. Þau eru Tinna
Hrafnsdóttir, dóttir Hrafns Gunn-
laugssonar, Gunnur Martinsdótt-
ir Schlüter, dóttir Ásdísar Thor-
oddsen, Hera Hilmarsdóttir,
dóttir Hilmars Oddssonar, Balt-
asar Breki, sonur Baltasars Kor-
máks, og Arnmundur Ernst
Björnsson, sonur Eddu Heiðrún-
ar Backman.
„Þetta eru allt börn leikstjóra,
börn vina minna. Sum þeirra hef
ég ekki séð síðan þau voru oggu-
lítil og hafði því ekki hugmynd
um að þau væru komin út í leik-
listina. En það virðist sem þau séu
öll með brennandi áhuga og hafa
mörg skipað stóran sess í þeim
leikfélögum sem þau hafa verið í.
Sum krakkanna hafa svo leikið
hjá mér áður,“ segir Guðný.
„Þetta er náttúrlega spennu-
saga eins og mikið er í tísku núna.
Ég tolli í tískunni,“ segir Guðný
þegar hún er spurð út í nýju
myndina. Veðramót fjallar um
heimili fyrir vandræðaunglinga
norður í landi árið 1974. Sagan
gerist í nútímanum en brugðið er
upp svipmyndum frá 1974 „þegar
hippamennskan var við lýði,“ eins
og Guðný orðar það. „Það er ungt
fólk sem tekur við þessu vand-
ræðaheimili og það innleiðir
nýjar uppeldisaðferðir. Ég myndi
halda að óhætt sé að segja að þar
gangi á ýmsu,“ segir Guðný.
hdm@frettabladid.is
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR: LEIKSTÝRIR VEÐRAMÓTUM
Börn þekktustu leikstjóra
landsins saman í bíómynd
LEIKSTJÓRABÖRNIN Á ÆFINGU Frá vinstri eru Ugla Egilsdóttir, Hera Hilmarsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Jörundur Ragnarsson,
Guðný Halldórsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Arnmundur Ernst Björnsson, Baltasar Breki Baltasarsson, Tinna Hrafnsdóttir og Hilmir Snær
Guðnason, sem er kominn með myndarlegt hippaskegg fyrir myndina.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1. The Guardian
2. Ítalir
3. Garður
LÁRÉTT: 2 árás, 6 fg, 8 ark, 9 æja, 11
vá, 12 röfla, 14 flaka, 16 tu, 17 guð, 18
ala, 20 ra, 21 plan.
LÓÐRÉTT: 1 ófær, 3 ra, 4 árvakur, 5
ská, 7 gjöfull, 10 afl, 13 lag, 15 aðal,
16 tap, 19 aa.
HRÓSIÐ
... fær Guðrún Kristmundsdóttir á
Bæjarins beztu sem valinn var
annar besti matsöluturn Evrópu í
úttekt The Guardian.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Vandræðalegt atvik átti sér stað skömmu fyrir útsendingu á
seinni hálfleik í viðureign Chelsea og
Manchester City á Skjá Sporti á sunnu-
dag. Snorri Már Skúlason, sem hefur
staðið sig með mikilli prýði í umfjöllun
sinni um enska boltann, vissi greinilega
ekki að kveikt væri á myndavélinni því
hegðun hans var afar óvenjuleg. Klóraði
hann sér í nefinu, purraði með munnin-
um og spjallaði við útsendingarstjóra allt
þar til hann fékk ábend-
ingu um að leikurinn
væri að byrja. Atvikið
var grátbroslegt og
það merkilega var
að það stóð yfir í að
minnsta kosti eina
mínútu án þess að
Snorri hefði nokkra hug-
mynd um að hann
hefði verið í mynd
allan tímann.
Popp-prinsessan Leoncie býr á
Englandi um þessar mundir þar
sem hún reynir að koma tónlist
sinni á framfæri. Leoncie reyndi
fyrir skömmu að komast að í raun-
veruleikaþáttunum X - Factor þar
sem þau Sharon Osbourne, Paul
Welsh og Simon Cowell ráða ríkj-
um en sérstakur gestadómari í
þessum þætti var hin geðþekka
Paula Abdul sem hefur verið aðal-
dómari í American Idol þáttunum.
Þættirnir njóta mikilla vinsælda í
Bretlandi og hafa sigurvegararn-
ir náð góðum árangri eftir að hafa
komið fram í þáttunum. Leoncie
söng Tom Jones-slagarann, It‘s
Not Unusual, fyrir dómefndina
við miklar unditektir hennar þar
sem Paula Abdul sprakk meðal
annars úr hlátri þegar flutningn-
um lauk.
Þegar Fréttablaðið
reyndi að ná tali af Leon-
cie reyndist það þraut-
inni þyngri því söngkon-
an hefur ráðið til sín
aðstoðarkonu,
Michelle, sem svarar
öllum spurningum
handa Leoncie.
„Leoncie bað mig um
að svara tölvupóstin-
um frá þér en hún
er ekki við sem
stendur. Sendu
mér spurningarn-
ar og ég mun láta
Leoncie hringja í
þig,“ skrifaði aðstoðar-
kona Leoncie sem
greinilega hefur í
nógu að snúast fyrir
poppdívuna á Eng-
landi. Þá kom fram
í svari Michelle að Leoncie hefði
fengið fjölda tilboða í kjölfar
sjónvarpsþáttarins og væri ákaf-
lega upptekin manneskja um
þessar mundir. -fgg
Leoncie með aðstoðarkonu á Englandi
DÓMNEFNDIN Hefur örugglega ekki séð
aðra eins frammistöðu í þættinum eins og
þá sem Leoncie töfraði fram í X - Factor.
LEONCIE Söng lag Tom
Jones, It‘s Not Unusual,
með sínu nefi.
„Ég hafði aldrei tíma til að taka
meistaranámið af því að ég hafði
svo mikið að gera með fram vinn-
unni á stofunni. Nú er hins vegar
kominn tími til að klára þessa gömlu
drauga,“ segir Svavar Örn Svavars-
son hárgreiðslumaður sem ætlar að
setjast á skólabekk í vetur. Meist-
aranámið er tvær annir í kvöldskóla
og verður aðaláherslan á bókfærslu,
stærðfræði og fleira í þeim dúr. „Ég
ætti að verða fær um að reikna út
línurnar í hausnum á viðskiptavin-
um mínum eftir námið,“ segir Svav-
ar og brosir.
Viðskiptavinir Svavars á hár-
geiðslustofunni Senter í Tryggva-
götu þurfa ekki að hafa áhyggjur
því hann segist ætla að skrópa í skól-
ann þegar nýju línurnar koma svo
að hann geti áfram fylgst með öllu
því nýjasta. „Það verður hver ein-
asta mínúta skipulögð í vetur en ég
ætla að einbeita mér algjörlega að
stofunni, skólanum og NFS.“ Svav-
ar ætlar að byrja daginn fyrr á
morgnana til að geta sinnt viðskipta-
vinum sínum áður en hann fer í skól-
ann sem byrjar ýmist klukkan fimm
eða sex á daginn. „Á laugardögum
kem ég síðan til með að mæta eld-
sprækur í skólann klukkan átta og
síðan beint á stofuna um hádegisbil-
ið,“ segir hinn orkumikli hár-
greiðslumaður, Svavar Örn. - sig
Svavar Örn sest á skólabekk
SVAVAR ÖRN SVAVARSSON Hárgreiðslu-
maðurinn vinsæli ætlar að klára meist-
aranám sitt í hárgreiðslu í vetur. Hann
rekur þó áfram hárgreiðslustofuna Senter í
Tryggvagötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stelpnabandið The Nana‘s með Nönu úr Idolinu í broddi fylkingar stefnir
á að gefa út plötu snemma á næsta
ári. Þegar hafa stöllurnar sent eitt lag í
útvarpsspilun og munu taka upp annað
lag á næstu dögum. Lögin sem um
ræðir eru I Lose My Mind
og It Must Have Been
Love með Roxette með
íslenskum texta. Hljóm-
sveitin stefnir að því að
gefa út eitt lag til viðbótar
áður en upptaka plötunn-
ar hefst. Þess má geta
að trommuleikari
hljómsveitarinnar
er Dísa, nýbökuð
eiginkona Nönu.
Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal er fjölhæfur eins og alþjóð veit. Eftir
að tilkynnt var um endalok Strákanna á
Stöð 2 í vor hefur hann verið að þreifa
fyrir sér um næstu verkefni. Í
undirbúningi er að hann
verði með þætti á Sirkus í
vetur en það er ekki komið
lengra á veg en svo að Auð-
unn hefur ákveðið að gefa
sér tíma til að læra hand-
ritsgerð. Auðunn hefur
skráð sig á námskeið
í handritsgerð sem
haldið verður í byrjun
september í tengslum
við IFF-kvikmynda-
hátíðina. Annar
kennaranna á nám-
skeiðinu kom að
gerð kvikmyndarinn-
ar Deuce Bigalow:
European Gigalo
svo að Auðunn ætti
að fá góða kennslu í
fræðunum.
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
F
í
t
o
n
/
S
Í
A