Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 18
18 ■ainiimiii Sunnudagur 15. október 1978. Baldur Jónsson: (slenzka á vorum dögum Erindi, flutt í Kennara- háskóla íslands á ráðstefnu Samtaka móðurmálskennara Liingum hefir mönnum orðið starsýnt á þaö — ekki slzt erlendum fræðimönnum — hve heilsteypta þjóðtungu Islend- ingar eiga. Bent hefir verið á fjögur meginatriði, sem við höf- um verið taldir öfundsverðir af. Ég læt nægja að visa til rit- gerðar eftir Hans Kuhn, „Die sprachliche Einheit Islands” (Zeitschrift fur deutsche Mund- artforschung. 2. 1935, bls. 21-39). Þessi fjögur* atriði eru sem hér segir: 1. Máliö hefir tekiö svo litl- um breytingum, aö sígild fornrit íslendinga eru þeim lifandi bókmenntir enn á vorum dögum. 2. Máliö er hiö sama um allt land, en hefir ekki gliönaö i mállýzkur, svo aö heitiö geti. 3. Islenzkan hefir ekki sundrazt I stéttamállýzk- ur. 4. Talmáliö stendur ritmál- inu nær en gengur og ger- ist. Þessi gtæsilega mynd af heil- steyptri þjóötungu hefir a.m.k. stundum veriö dregin upp til þessaöbrýnaaörar þjóöir, sem búa viö svo sundrað mál að sér stakra aögeröa hefir verið þörf, svo aö þegnar samfélagsins gætu skiliö hver annan. Af þessum sökum er hætt viö, aö fremur sé ofsögum sagt af heil- leika i'slenzkunnar en Ur honum sé dregið. Þó hygg ég, aö þessar staöhæfingar séu býsna nærri sanni eöa hafi a.m.k. verið þaö til skamms tlma. En ekki dugir, að hver éti þetta hugsunarlaust upp eftir öörum áratugum saman. Sagan veröur ekki sannari við þaö. Nú er einmitt timabært aö endurskoöa sann- leiksgildi hennar, og raunar er sifellt veriö aö þvi. En viö, sem myndum þennan félagsskap móðurmálskennara, ættum nú aö fara yfir þessi atriöi í sam- einingu og meta þau, hyggja aö þvi hvort fjöreggið, sem okkur er trúaö fyrir, sé heilt eöa byrjað aö bresta i höndunum á okkur. Rækt og órækt Um fyrsta atriðið, sem taliö hefir veriö islenzkunni tii ágæt- is, get ég veriö fáoröur hér. Ég hefi ekki alls fyrlr löngu fært rök fyrir þvi —og aörir á undan mér — að islenzk tunga sé einog söm frá upphafi landsbyggöar tii vorra daga, þótt hún hafi ekki staðið i staö. Reyndar þarf ekki að sækja nein fræöimannsrök fyrir þessu. Þaö eitt nægir, aö islenzkar fornsögur eru al- menningi tiltækt lestrarefni rétt eins og skáldsögur samtimahöf- unda. Markmiöiö hlýtur að vera aö halda þræöinum óslitnum. Fyrsta boöoröiö hefir þvi verið og er enn að varðveita málið. Þaö feiur i sér aö halda fast viö formkerfi þess, beygingu, orðskipan og jafnvel hljóökerfi oghljóöskipan. I þvl felst einnig að nýta tiltæk orö og oröasam- bönd frá hvaöa tfma sem er án teljandi merkingarbreytinga, hafa allt forðabúriö undir, ef svo vill verkast. Nýræktina veröur svo aðstunda með þetta boöorö I huga. Við mættum gera meira aö þvi að veiða góöa bita upp úr gömlum sögum. Ég skal aðeins nefna eitt dæmi til aö skýra, hvaö ég á viö. Allir þekkja oröiö svinari, sem viö höfum tekiö beint úr dönsku, og Danir myndað eftir þýzka orðinu Schweinerei. 1 oröabókum er reynt að þýöa þessi orö á is- lenzku meö oröunum „sóöa- skapur, óþrifnaöur, viöbjóður, andstyggð”, en allt gæti þetta veriö óþörf fyrirhöfn, þvi aö til er i fornu máli ágætt orð fyrir „svi'nari” og m.a.s. myndaö á sambærilegan hátt. I Ólafs sögu helga er sagt frá þvi, er ólafur konungur kvaddi til sín fjóra höföingjasyni utan af Islandi, og voru þeir meö konungi um hriö. Einn þeirra var Gellir Þorkels- son. Þar kom, aö konungur ætlaöi Gelli aö fara til íslands og reka erindi sin, sem voru í sem stytzu máli þau að gera tslend- inga skattskylda sér. En sam- tlmis bannaöi konungur félög- um Gellis aö fara út, fyrr en i ljós kæmi, hvernig erindum hansyröi tekiö á lslandi. Segir þá í sögunni, aö þeim þremenn- ingum hafi þótt „súskapr mikill haför viö sik ok þótti seta sin ill ok ófrelsi” (Hkr. II, 240). Oröið súskaprætti aö vera myndað af stofni orösins sýr ,gylta’ likt og t.d. greyskapr af grey ,tik’, og er þvi mjög sambærilegt viö danskaorðiö svlnari.Okkur ætti ekki aö vera neitt aö vanbúnaöi aö taka orðið súskapur notkun, næst þegar tilefni gefst — og þaö er eins vist, aö þess veröi skammt aö biöa! Tekiö skal fram, að I öörum handritum en Kringlu stendur súrskapr, en mér finnst súskapur engu verra orð fyrir þaö. Þegar rætt er um varöveizlu málsins og oröaforöans, ber sérstaklega að gæta þess að raska ekki „formoröunum” svonefndu, þ.e. hinum merk- ingarsnauðu smáoröum, sam- tengingum, forsetningum og nafnháttarmerki, sem eru mál- inu ómissandi þjónustulið, þótt þau láti litiö yfir sér. Svipaö er aö segja um fornöfnin. Þau eru ekki ýkja mörg,' en fara aö miklu leyti meö hlutverk staö- gengla og eru þvi málinu mikilsverð. Breytingar á þeim geta oröiö afdrifarikari en hreyfingar innan stærstu orö- flokkanna, nafnoröa, sagnoröa og lýsingaroröa. Þar hlýtur alltaf að bætast i búiö og ekki nema gott um þaö aö segja, meðan farið er aö islenzkum lögum. En hafa verður gát á öllum hræringum, og nú eru ýmsar blikur á lofti. Liklegast hefir lengstum oröiö út undan i kennslubókum og skólakennslu aö segja til um notkun ýmissa fornafna. Fyrir nokkrum árum vaknaöi ég upp viö það, aö for- nafniö hvorttveggi (eöa hvor tveggja) er aö hverfa úr málinu ' nema þá helzt i hvorugkyni ein- tölu. Það hefir verið aö vikja fyrir fornafninu báöir, sem ger- ist nú svo uppivöðslusamt, að þaðer jafnvel fariö aö þröngva sér i eintölubúning. (Slikt er að visu til i eldra máli i samband- inu jöfnu báöu, hvort sem lita ber á það sem samsetningu eöa oröasamband). Ég veit ekki, hvortkenna má erlendum áhrif- um um þessa þróun, en varla bæta þau úr skák. I islenzku skiptir máli, hvort visaö er til .tveggja’ eiía .tvennra’ því að báöirer haft um ,tvo’en hvorir- tveggju (eöa hvorir tveggja) um .tvenna’. Viöhöfum þvi fulla þörf fyrir bæði fornöfnin. Það kemur okkur ekki viö, þó aö Englendingar geti notaö oröið bothbæöi fyrir ,tvo’ og .tvenna’. Notkunarleysi fornafnsins hvor- tveggi (eða hvortveggja) hefir m.a. leitt af sér þann hvimleiöa ávana, aö tönnlazt er sifellt á „báöum aöilum/aöiljum ”, einnig þar sem einfaldast væri aö koma hvorumtveggju (eöa hvorum tveggja) viö. Þessi þró un virðist samfara sljóleika fyrir þvl, aö sum nafnorö eru tölubeygö, en önnur tölubundin, þ.e.sumoröerubæöi till eintölu og fleirtölu, en önnur eru ein- göngu til I eintölu eöa eingöngu I fleirtölu. önnur fornafnanotkun, sem nú fer mjög I handaskolum, er samnotkun fornafnanna hver/hvor og annarog fornafn- anna sinn og hver/hvor. Hvorugri notkuninni eru gerö nein viöhlitandi skil i kennslu- bókum. Enginn vafi er á þvi, að sumt I meöferö fornafnanna hver/hvorog annará rætur aö rekja til erlendra fyrirmynda. I staö þess aö segja þeir horföu hvor á annan er nú oft sagt þeir horföu á hvorn annan. Fornöfn- in eru látin standa saman og forsetningin flutt fram fyrir þau og látin stýra falli beggja. En þetta er ekki „feöratungan dýr og há”. Hvor á annan er is- lenzka lagið, en „á.hvorn ann- an’’ ber keim af ,,pá hinanden” á dönsku og ,,at each other” á ensku. Samnotkun fornafnanna sinn og hver/hvorer miklu flóknara mál og hefir liklegast veriö á reiki um langan aldur. Eigi aö siöur ætti aö mega nota þessi fornöfn af skynsamlegu viti, smlöa sér heilsteypta reglu úr þeim brotum, sem til eru, hefja ræktun, þar sem órækt er fyrir. En nú má vera, aö þaö sé um seinan. A allra siöustu árum hefir málinu verið að áskotnast nýtt fornafn, vaxiö upp úr þessum glundroöa. Þetta nýja orö hefir tekiö á sig myndina sitthver/ sikkver eöa sitt- hvor/sikkvor og hefir ýmist merkinguna, ,ekki sami, mis- munandi’ eöa jafnvel merking- una ,báöir’. Tökum dæmi. Tveir menn fara burt á tveimur bflum, nánara tiltekiö á sinum bílnum hvor eöa hvor á sinum bíl (ef þeir eiga bilana). 1 stað þess aö nota fornöfnin á þennan hátt er nú sagt: Mennirnir fóru á sitthvorum/sikkvorum biln- um (þ.e. ekki á sama bilnum). Baldur Jónsson Hugsum okkur aö þeir hafi flutt farangur I báöum bilunum. Þá væri einhver vís til að segja, aö þeir hafi flutt hann i sikkvorum bllnum, og er þá sikkvor farið aö merkja sama og báöir. Ég hefi nú dvalizt nokkuö viö fornafnanotkun, þvi aö hún hlýtur aö hafa veriö eitthvaö vanrækt i skólakennslu, en er þó mikilvægari en margt annaö. Orö min hér áöan um stóru orðflokkana má þó ekki skilja svo, að engar áhyggjur þurfi af þeim aö hafa. Nú er minna talað um ær og kýr en áöur var, svo aö ekki sé minnst á sýr. Ærnar heita nú helst „rollur” og kýrnar „beljur”. Um leið og gömlu oröin hverfa, missum viö ekki aðeins þrjú orö úr notkun, heldur veröum viö af heilum beygingarflokki, aö visu fáliöuöum, en byegingarflokki samt. Viö mættum hafa þaö i huga. Af öörum nafnoröum, sem ástæöa er til aö halda hlifi- skildi yfir, má nefna oröin fingurog fótur. Þaö er furöu al- gengt, aö jafnvel fulloröiö fóik sneiöihjá þessum ágætu orðum, sem fylgt hafa þjóöinni frá upp- hafi, og taii heldur um „putta" og „löpp”. Einnig er ástæöa til aö ýta undir sterku sagnirnar gangaog lita, svo aö veiku sagnirnar labba og kikja boli þeim ekki alveg burt. Þegar ég var aö alast upp, þótti ekki góður siöur aö nota sögnina kikja um arttiaö en ,horfa i sjónauka’. Nú er mikill yfirgangur af þessari sögn. Það er ætið varhugavert aöhleypa sagnoröum meö veika beygingu mjög langt á kostnað hinna sterku, ekki sízt ef veika sögnin er danskrar ættar i þokkabót. Sterku sagnirnar eru yfirleitt ævafornar og eldri en Islandsbyggð. Þær eru flestar meðal algengustu sagnoröa málsins, þótt flokkur þeirra sé fremur fáliðaöur. Veiku sagnirnar eru mörgum sinnum fleiri. Ég hefinú drepiö á örfá atriöi, sem mér fannst ástæöa til aö vekja athygli kennara á, en sum voru valin af nokkru handahófi, og mætti hér lengi viö bæta. Mér kæmi nú ekki á óvart. þótt einhver hafi hugsað sem svo undir þessum lestri um breyttar málvenjur: „Er þetta ekki bara eðlileg þróun?” Þannig er oft spurt, þegar rætt er um málbreytingar, sem litnar eru hornauga, t.d. þágu- fallssýkina. Og svariö er jú. Auövitað má kalla þetta „eöli- lega þróun”, ef oröið þroun merkir ekkert annað en ,breyt- ingaferill’. En minnumst þess, aö það er lika „eölileg þróun”, að land hefir viöa blásið upp og gróður eyözt á stórum land- svæöum, t.d. á Rangárvöllum, þar sem kynstrin öll af gróöur- mold og jarövegi hafa fokiö á haf út. Þaö er „eðlileg þróun” að m álning flagnar af húsum og húsin veörast i vindum og grotna, ef enginn hlúir að þeim. Og þaö er „eðlileg þróun”, aö arfi tekur völdin i kartöflugaröi, sem eigandinn nennir ekki aö hiröa. Breytingar veröur aö meta, hvort sem þær veröa á tungu þjóbarinnar eða náttúru lands- ins. Það er býsna margt likt meö þessum tvennu og viöhorf- um til hvorstveggja. Vandinn, sem viö Islendingar stöndum frammi fyrir I mál- farslegum efnum, er aö halda svo á málum að islenzk tunga verði þjóöinni sem allra nyt- samlegast tjáningartæki á öllum sviöum, án þess aö slíta þurfi þau mállegu tengsl, sem viö háum viö fyrri kynslóðir I landi voru og eiga varla nokkurn sinn lika meðal þjóða heimsins. Hingað til hefir tekizt vonum framar að þræöa þetta einstigi. Og h vl skyldi vera erfiðara fyrir okkuren þá, sem lifðuStórubólu og Móðurharðindi, að hafa vald á islenzku máli?" Staöbundiö mál Vikjum þá næst að þeirri staö- hæfingu, að Islenzkan hafi ekki gliðnað I staöbundnar mál- lýzkur. Margt hefir verið rætt um þetta efni. Aðsvomiklu leyti sem ágreinings hefir gætt, hefir hann nánast verið um merkingu orðsins máiiýzka. Athygli manna hefir þá einkum beinzt að staðbundnum framburðartil- brigðum, sem ekki verður á móti mæít.Enýmislegt fleiraer mismunandi eftir landshlutum og tekur bæöi til setningafræði- legra og beygingarlegra atriða, enn fremur til mismunandi orðafars og merkingar. Ég spara mér að nefna dæmi, þvl að þetta er efni, sem allir kannast viö. En þótt enginn geti afneitað þessum staðbundnu til- brigöum, eru þau svo smávægi- leg, að telja má til undantekn- inga, ef misskilningur hlýzt af. Málkerfiö má heita hiö sama um allt land. Siöan Björn Guð- finnsson kannaöi framburö landsmanna á' styrjaldarár- unum, hefir engin þvllik yfirlits- rannsókn verið gerö. En telja má vist, aö fremur hafi dregiö úr þeim framburðarandstæö- um, sem Björn fann, en aö þær hafi magnazt. Sama, hygg ég, að megi segja með sanni um önnur staðbundin tilbrigði I máli. Þegar ég kom til Horna- fjarðar fyrir rúmum 20 árum, var sagt viö mig meö nokkrum söknuði: „Nú eru allir farnir aö tala útvarpsmál”. Þaö, sem nú hefir veriö rakið um staöbundið mál, er mibað viðdreifðabyggöum landið allt. En með þvl er aöeins hálf sagan sögð. Nú er byggðinni svo háttaö, aö meirihluti þjóðar- innar er búsettur i þéttbýli á suövesturhorni landsins. Menn hafa flutzt hingaö úr öllum áttum, og hér ægir saman öllum málfarslegum tilbrigðum, sem áður voru talin staöbundin. En hvaögerist.þegar fram I sækir? Má ekki búast viö einhverjum sérstökum einkennum i máli þéttbýlisfólks, sem hinir hafa ekki, og þau veröi þá a.m.k. að nokkru leyti hin sömu og staö- bundin einkenni Suövesturlands voru? Nú get ég einungis spurt, en ekki svaraö. En mér er ekki grunlaust um, aö ýmis nýtizka i máli manna sé umfram allt staöbundiö þéttbýlismál Suö- vesturlands. Mér þætti fróð- legt aö vita, hvað kennarar úr öllum landshlutum gætu sagt um þetta, ef þeir bæru saman bækur sinar. Er t.d. þágufalls- sýkin margnefnda sama vanda- málið um allt land, eða er hún staðbundin og þá hvernig? Og hvað um „sikkverskuna”? Samtöl viö nemendur mina i há- skólanum og eigin reynsla hafa vakiö mér grun um, að samruni fornafnanna sinn og hver/hvor sé umfram allt þéttbýlismál á Suðvesturlandi. Skyldi það vera rétt? Aður en ég skilst viö stab- bundiðmálfar, langar mig til aö minnast á eitt framburöar- atriöi, sem er e.t.v. allt I senn staðbundiö, kynslóðarbundið og kynbundiö. Það er eins konar smámælt ess, sem ég hefi eink- um orðið var viö hjá ungum stúlkum i Reykjavik og hefi þvi með sjálfum mér kallað þaö4 (reykviska) ungmeyjaessiö. Ég tók fyrst eftir þessu hjá einum nemanda minum, þegar ég kenndi hljóðfræði hér i Kennaraskólanum veturinn 1968-69, og hélt þá, að um tal- galla væri aö ræða. En á þeim tæpa áratug, sem Jiðinn er siðan, viröist mér þetta ung- meyjaess vera i hraöri sókn sem tizkufyrirbæri. Ég get

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.