Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 24
24 Sunnudagur 15. október 1978. Mlii' SÍMAR: 1-69-75 St 1-85-80 Auk þess að vera með verzlunina fulla af nýjum húsgögnum á mjög góðu verði og greiðsluskilmálum höfum við i ÚTSÖLU-HORNINU: Notuð húsgögn Borðstofuborð og4 stólar...... 2ja manna svefnsófi . Innskotsborð.... Sófasett 4ra sæta .... Simasæti........ - Svefnbekkur.... ..kr. 85.000.- . .kr. 25.000.- .. kr. 15.000.- .. kr. 95.000.- .. kr. 25.000.- . .kr. 32.000.- Alltaf eitthvað nýtt. Kaupum og tökum notuð húsgögn upp i ný. tjrval af portúgölskum gjafavörum svo sem: Styttur-Lampar-Rammar úr kera- mik. Eins og þú sérð — EKKERT VERÐ r IMýtt dagheimili við Suðurhóla Viljum ráða eftirtalið starfsfólk. Fóstrur eða þroskaþjálfa, aðstoðarfólk við barnagæslu og matráðskonu. Upplýsingar veitir forstöðukona næstu daga i sima 27277. 1 ■ *1 Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar \v Dagvistun barna. Kornhaga H, simi 2 72 77 Útboð Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluibúða Stöðvarhrepps, Stöðvarfirði, óskar eftir tilboðum i byggingu 6 ibúða raðhúss. Húsið verður tveggja hæða 228 ferm, 1419 rúmm. Húsið er boðið út sem ein heild, en heimilt er að bjóða i nokkra verkþætti þess sér- staklega. útboðsgögn verða til afhend- ingar á skrifstofu Stöðvarhrepps og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikis- ins frá mánudeginum 16. okt. 1978, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðum á að skila til skrifstofu Stöðvar- hrepps eigi siðar en mánudaginn 30. októ- ber 1978 kl. 14.00 og verða þau opnuð þar að viðstöddum bjóðendum. f.h. Framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluibúða Stöðvarhrepps. Björn Kristjánsson oddviti. Hef opnað lækningastofu að Laugavegi 43, Reykjavik. Egill A. Jacobsen Sérgrein þvagfærasjúkdómar og skurö- lækningar. Timapantanir i sima 21186 frá kl. 13 alla virka daga. mm Maharishi Mahesh Yogi kom á óvart áriÐ 1958, þegar hann héit þvi fram að hugleiðsia væri auöveld og fyrir alla, og að iðkun Innhverfrar Ihugunar leiddi fljótt til aukins árangurs I daglega lifinu. Jón Hannesson: Innhverf íhugun áreynslu laus hug leiðslu- aðferð íslenska íhugunarfélagið, sem starfað hefur að kennslu Innhverfrar ihugunar í um f jögur ár, hefur lagt áherslu á aö kynna gagnsemi íhugunartækn- innar bæði til að skapa heilbrigða einstaklinga og heilbrigt samfélag. Minna hefur verið sagt um eðli sjálfrar tækninnar annað en að hún væri auöstund- uö og náttúrleg og einkenndist af sakleysi og algjöru áreynsluleysi. Þessar fullyrðingar um algjört áreynsluleysi og einbeitingar- leysi Innhverfrar ihugunar (eða The Transcendal Meditation technique) stinga nokkuð i stúf við það sem venjulega er sagt um hugleiðslu, hvort heldur er hér á Vesturlöndum eða á Austurlönd- um, og vekja þær þvi undrun þeirra sem eitthvað hafa kynnst hugleiðslu. Grundvöllúr áhrifa- máttar Innhverfrar ihugunar er þó einmitt þetta algjöra áreynslu- leysi og mun ég útskýra þetta atriði nánar hér i þessari grein. Við Innhverfa ihugun skynjast minna og minna örvuð svið hug- lægs starfs þar til fengin er reynsla af sviði minnstrar örvun- ar sem er tær vitund. Iðkandinn skynjar þá sitt innsta eðli, grunn- svið hugarins, eða uppruna hugs- ananna. Þessi framvinda, eða ferðalag athyglinnar inn á við/ gerist af sjálfu sér án áreynslu og spurningin er, hvers vegna? Tær vitund Þessu verður best svarað með þvi að skoða fyrst nokkra eigin- leika tærrar vitundar eins og þeir koma fram við iðkun Innhverfrar ihugunar. Tær vitund er svið minnstrar örvunar hugans og ein- kennist af stillu og skipulagi. I öll- um náttúrufyrirbrigðum gildir það lögmál að þegar örvun eða starfsemi minnkar eykst skipu- lagið. Svið minnstrar örvunar er þvi svið hámarks skipulags. Skipulagið kemur t.d. fram við heilalinuritatöku. Heilalinurit, tekin á mörgum stöðum i einu meðan á iðkuninni stendur, verða nánast eins eða samfasa. Frá grunnsviði hugans byggjast upp öll starfsamari svið huga okkar og öll sú greind sem býr i hugsun- um okkar er þvl upprunnin það- an, þ.e. tær vitund er tær skap- andi greind, uppruni allra hugs- ana. Reynsla af tærri vitund fæst þegar athyglin fer handan fin- gerðasta starfs hugans. Henni fylgir þvi tilfinning útvikkunar, tilfinning þess að vera óbundinn. Þessir eiginleikar kunna að hljóma framandlega og frum- spekilega, en benda má á að lýs- ingar á sviði minnstrar örvunar hugans eru sambærilegar við lýs- ingar eðlisfræðinga á sviði minnstrar örvunar efnisins (the vacuum state of matter), sam- kvæmt skammtafræöi eðlisfræð- innar. Þar er talað um aö grunn- svið efnisins sé svið óendanlegra samtengsla, að það liggi handar alls efnis, sé uppruni allra breyt inga I sköpunirini, en sé þó sjálf óumbreytanlegt. Sagt er að a fullkominni þekkingu á grunn sviðinu megi leiða út öll náttúru lögmálin, þau séu þar i sinu óhöndlanlega formi. I raun m£ segja að náttúran byrji að starfí frá grunnsviðinu og að það sé þv svið allra möguleika. Leit að auknum þokka Af þessari lýsingu á nokkrum eiginleikum tærrar vitundar sésl að það svið sem hugurinn, eða athyglin, ferðast til við iðkur Innhverfrar ihugunar er afai máttugt, býr yfir óendanlegum möguleikum og er óbundiö. Þess vegna einkennist reynsla af þvi ai sælu, fyllingu og frelsi. Og það ei einmitt vegna þess að reynsla aí takmarki ihugunar, tærri vitund, fylgir sæla að ihugunin gengur áreynslulaust fyrir sig. Það þarf ekki að þvinga hugann aö sælu. Eðli huga okkar allra er að leita stöðugt i þá átt sem býr yfir meiri hamingdu og sælu. Þessi skilningur á innsta eöli huga okkar hefur oft farið fram hjá mönnum. Menn hafa veitt þvi athygli að hugurinn reikar stöðugt frá einni hugsun til ann- arrar og hafa af þeirri athugun dregið þá ályktun aö hugurinn væri i eðli sinu reikull. Þeim sést yfir enn djúpstæðari eðli hugans, sem er að finna hið ótakmarkaða, þ.e. að „reika” þar til hann finnur svið sem veitir vaijanlega full- nægju, svið óendanlegrar orku og sælu. Þar stöðvast leit hugans, þrá hans eftir stöðugleika er upp- fyllt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.