Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 35

Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 35
Sunnudagur 15. október 1978. 35 ' Frá afhjúpun minnisvaröa um Þórhall Daníelsson, kaupmann og konu hans Ingibjörgu Friögeirsdóttur á Höfn i Hornafiröi. Minning Þórhalls Daníelssonar og Ingibjargar Friðgeirsdóttur llinn 25. sept. 1920 flutti Hjalti Jónsson, Hoffelli. siöar hóndi i Hólum, Hornafiröi. eftirfarandi kvæöi i samkvæmi, sem Austur- Skaftfeliingar héldu Þórhalli Danielssvni. kaupmanni, og konu hans. Ingibjörgu Friögeirsdóttur. Bændur sýslunnar höföu stofnað kaupfélag og haföi Þórhaliur Danielsson selt þeim þetta ár allar eignir sinar viökomandi versluninni á Höfn. 1 þessu hófi voru hjónunum gefnar fagrar gjafir, áletraöar frá sýslubúum. Hans gjöf var gullúr, en hennar gullhálsmen. Þessi hjón voru óvenjulega vinamörg. Kvæöi Hjalta fer hér á eftir: Heiðruðu hjón! að heimili ykkar góöfrægu fyrir gestrisni og rausn, hvatir þær nú oss hafa dregið, sem velvild kallast og vinarhugur. Vér komum ei ykkar að kveðja i dag. Erindi vort er ykkur að þakka, allt það, sem þið unnið hafið sýslu vorri til sóma og þrifa. Það er svo margt sem þakka ber, fleira en sagt verði i fáum orðum, En nefna viljum þó fyrst og fremst húsbóndans dugnað i héraðsins þarfir. Hjá verslunum ýmsum á voru landi, þótt hefir einatt þröngt I búi á undanförnum erfiðum timum, sem virtust þó vel að vigi standa. En þrátt fyrir allskonar örðugleika, samgönguleysi á sjó og landi, þrátt fyrir dýrtið og þrátt fyrir strið verslun Þórhalls ei vöru skorti. Þá ber ei siöur þess að minnast er hann nú á ári þessu fúslega lagöi af f jrálsum vilja blómlega verslun i bænda höndur. Meðal annars mun það hans nafni lengi hér á lofti halda. Eftirdæmið er öðrum gefið. Hver mun næst i hans fótspor feta? Fáir kaupmenn fyrr á timum alþýðu vinsældir unnið gátu svo sem þið hafið sómahjón, sýslunga flestra samhug unnið. Vér óskum þess vor afskekkta byggð enn megi lengi ykkar njóta. Þið hafið tekið tryggð viö hana sem vér vitum að seint mun fyrnast Eins og áöur hefur veriö skýrt frá hér í blaöinu, var afhjúpaður á Höfn i Hornafirði 17. f.m. minnisvaröi um Þórhall Daniels- son kaupmann og útgeröarmann og konu hans Ingibjörgu Friögeirsdóttur. Afhjúpunin fór fram viö hátlðlega athöfn aö við- stöddu miklu fjölmenni, en hér var jafnframt um aö ræöa ættarmót, sem mun verða mörg- unt minnisstætt. Þau Þórhallur og Ingibjörg eiga oröið fjölmarga afkomendur, búsetta I öílum landsfjóröungum, og sáust marg- ir þeirra þarna í fyrsta sinn. Undirbúningur aö sliku ættarmóti krefst mikillar vinnu og þekking- ar á feröamálum, en mest hviidi þaö starf á Birni Guðmundssyni forstjóra, kunnum feröagarpi og dóttursyni þeirra Þórhalls og Ingibjargar. Þeir Hornfiröingar, sem hlut áttu aö máli, stóöu sig meö mikilli prýöi. Meðal þeirra, sem mikinn þátt átti i aö minnisvarðinn var reist- ur er Jónina Brunnan, dóttir eins fyrsta útgerðarmannsins I Höfn, Jóns Brunnan og gift einum mesta athafnamanninum þar, Arsæli Guðjónssyni, útgerðar- manni. Flutti hún minningar- drápu um Þórhall og Ingibjörgu. Arið 1922 flutti kunningi Þórhalls honum þessa ljóða- kveðju. Sumargjöf 1922 Komdu sæll og sjáðu blaðið, sem ég er að krota um þig, tiðum út á tæpa vaðið, tekur andagiftin mig. Gæfudisin góða og fina, greiði veg þinn nú sem fyr, merku verkin munu sýna, mönnum það sem komið er. Þetta áttir þú margskilið, það hefur litið brugðist nú, fyrir að leggja út lukkuspilið, með loft salinn i Miklu-ey. Að öllum viltu af alúð hlúa, eins og vandi þinn til er, úti Mikley óska að búa, æðstu hafsins goðarnir. Þá var sjálfsagt þar að reisa, þetta háa bustatröll, vel af hendi verkið leysa, vanda eins og goðahöll. Þar býr Jón sem þekkti ég forð- um, það er sonur Benjamins, sá hefur látið skriða úr skorðum skeið á leiðum öldu svins. Til aö lifga lukku og framann, léstu á páskum drottins þjón með ræðu helgri reira saman ráöskonuna og Jón i hjón. Þú hefur fræga fiski Boga, frændur hrausta reynda hér, þorskinn ginna, teymaitoga, taka af lifi og selja þér. Þó er á Heppu höfuðbólið, háreist bursta tröllin þrenn, hver er i kreppu um húsaskjólið, hausaöa fyrir þorska og menn. Þar er nóg af vistarverum, vel frá gengiö öllu þó að læðast þar að luktum dyrum lamar æskumannsins ró. Enginn má þar ofvært sofa, sem ætlar sér að stunda sjó, hann hefur lengi dregið dofa drengjum frá og bannaö ró. Allur þessi aðbúnaður, aleigu þina hefur gleypt, það hefði enginn þorað maður, þitt að stiga i sporið sleipt. Að gjöra Höfn að höfuðbóli, hugboð var ei mannfjöldans, þú verður aö jöfnu á veldisstóli að vera skjöldur sjós og lands. Arið sem aö yfir stendur, öllu góöu spáir þér, nú hafa margar hraustar hendur hjálpaö til sem maklegt er. Nú hefur verið fjör að fiska, fólkið hirðir launin sin, matur ör á marga diska, er mánga út Spánar-brennivin. Gæfan ekki frá þer fælist, framtakssami vinur minn, aldrei inni brennd hún brælist, bjartsýn fyrir hugtökin. Búinn er ég að botna þennan brag sem að ég sendi þér, latur niöur legg þvi pennann, laus við þaö sem komið er. Staða skólastjóra Verslunarskóla íslands Staða SKÓLASTJÓRA VERSLUNAR- SKÓLA ÍSLANDS er laus til umsóknar. Ráðningartími er frá og með 1. iúni 1979. Ráðgert er, að væntanlegur skólastjóri kynni sér kennslu i viðskiptafræðum erlendis fyrir næsta skólaár, er hefst 1. september 1979. Þá er einnig æskilegt, að umsækjandi geti annast kennslu i við- skiptagreinum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags menntaskólakennara. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun, og fyrri störf, ásamt greinar- gerð um ritsmiðar og rannsóknir, skulu sendar Skólanefnd Verslunarskóla íslands Laufásvegi 36, Reykjavik fyrir 1. desember n.k. Skólanefnd Verslunarskóla tslands. Laxveiðimenn Stjórn veiðifélags Blöndu og Svartár hefur ákveðið að leita eftir tilboðum i veiðirétt- indi fyrir næsta veiðitimabil í ám á vatna- svæði Blöndu sem er Blanda, Svartá, Haugakvisl, Galtará, Seiðisá, Auðólfs- staðaá og Svartá fyrir framan Hvamm sem er silungasvæði. Bjóða má i einu lagi i allt vatnasvæðið eða i hverjaáfyrir sigTilboð skulu hafa borist fyrir 1. des. til formanns veiðifélagsins Guðmundar Tryggvasonar Húnaveri, A- Hún. Simi 95-7110. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórnin. Orðsending til fyrrverandi starfsmanna Kaupféiags Rangæinga Þar sem við núverandi starfsmenn Kaup- félags Rangæinga ætlum að halda árs- hátið okkar að Hvoli laugardaginn 21. október, viijum við endilega gefa ykkur kost á að vera með. Þeim,sem áhuga hafa er bent á að panta miða i sima 99-5296 mánudags- og þriðju- dagskvöld (16. og 17. oktJHittumst öll og höldum gamla góða hópinn. Nefndirnar Munið að athuga rafgeyminn áður en kólnar. '&H RAFGEYMAR Þekkt merki Fjölbreytt úrval 6 og 12 volta fyrir bíla/ bæði gamla og nýja, dráttarvélar og vinnuvélar, báta, skip o.fl. Ennfremur: Kafgeymasambönd — Startkaplar' og pólskór. Einnig: Kemiskt hreinsað rafgeymavatn til áfylling- ar á rafgeyma. ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.