Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 15. október 1978. ...ég held aö þaö sé afar þý&ingarmikiö aö hafa sterkt og virkt verölagseftirlit.” — Var ekki erfitt aö taka aö sér embætti fjármálaráöherra eins og ástandiö var þegar þessi stjórn tók við? — Jú það varerfitt, enda sóttist égekkieftir þvi. Þegarég tók viö, lágu fyrir drög aö fjárlagafrum- varpi í ráöuneytinu, sem ekki höfðu verið samþykkt af neinni rikisstjórn, heldur Utbúin af fyrr- verandi ráöherra. Fyrsta daginn sem ég var hérna var siöan sett löggjöf sem breytti verðbótavisi- tölunni og þar meö líklega u.þ.b. 1000-1100 atriöum i fjárlögum. ör- fáum dögum siöar var gengiö lækkaö. Þaö breytti um 1200 at- riöum. Eftir viku voru gefin út bráöabirgöalög, sem fjölluöu um mikla tekjuöflun fyrirrikissjóð og mikil útgjöld sem auövitaö breyt- ir stööu rikisins á þessu ári og þvi næsta i miklum mæli. Allt þetta þurftiaösamræma I fjárlögum og jafnframt að fella inn i þau heildarstefnu rikisstjórnarinnar, þannig að ríkisbúskapurinn veröi rekinn i jafnvægi. — Eru stefnumarkandi breytingar i fjárlagafrum- varpinu? — Stefna stjórnarinnar kemur fram i fjárlögunum og fjárlaga- ræðunni. Siöan tekur Alþingi viö og afgreiðir frumvarpiö, e.t.v. meö einhverjum breytingum. — En nú er reiknaö meö haila á rikissjóöi á þessu ári? — Já.litilsháttar halla,sem gert er ráö fyrir að vinna upp á næsta ári meö þvi aö draga úr verkleg- um framkvæmdum og spara i rekstri. Þá á aö fella tekjur sam- kvæmt bráöabirgialögunum inn i skattkerfiö. Annaö hvort eins og þau eru eöa meö þeim breyting- um sem Alþingi telur ástæðu til aö gera á þeim. — En er ekki stærstur hluti fjárlaga ’ögákveöinn og þvi erfitt aö spara? Jú, itigbúndin og samnihgs- bundin útgjöld á fjárlögum al- mennt eru nálægt 70%. Launagreiöslur eru þar af um 25% af heildarútgjöldum fjár- laga. Þvi veröur ekki um aö ræöa sparnaö hjá rfkinu aö neinu ráöi nema meö lagabreytingum. En auövitaðveröurþó hægt aö spara i ýmsum greinum, ef menn eru sammála um þaö. Annars er ég ekki ánægöur meö oröiö aö eyöa i þessu sambandi. Ég vil heldur tala um aö afla fjár og verja þvi til nytsamlegra hluta. En fé'rlkis1 ins á ekki aö verja nema á þann hátt. Auövitab eru svo skiptar skoðanir Istjórnmálumhvort afla eigimikils eöa litils fjári rikissjóö og eftir þvi fara framkvæmdir rikisins. Ég er þeirrar skoöunar aö afla eigi verulegs fjár til þess aöverja til samfélagslegra fram- kvæmda og starfsemi. — Telur þú tslendinga sér nægi- lega meövitandi um tengslin milli „Auövitaö hljóta allir skynsamir menn aö vita aö þetta er stór- hættulegt ástand og háskalegt. En breyting gerist ekki átaka- laust. Menn veröa aöláta eitthvaö á móti sér ef þeir vilja foröast annaö verra”. (Texti: Heiður Helgadóttir, myndir: Tryggvi) þjónustu samfélagsins annars vegar og skattgreiöslna hins veg- ar? — Ekki nægilega. Ég held aö það væri mjög nytsamlegt aö reynt yröi aö skýra betur út fyrir almenningi hvaö rikiö gerir viö þaö fjármagn sem kemur i rikis- sjóö. Það væri fróðlegt fyrir þjóðina aö kynna sér fjárlögin, þvi þar er mikinn fróðleik aö finna. Við eigum ekki að festa okkur i millifærslum — Nú hcfur á undanförnum ár- um veriöaöþvfstefnt aödraga úr millifærslum, en ætlar þessi stjórn aö auka þær? — Hún kom til valda viö óvenju- legar aðstæður, þegar þýöingar- miklar greinar atvinnulifsins voru alveg aö stöövast og raunar stöövaöar.þá voru góö ráð dýr og rlkisstjórnin greip til þess aö lækka gengiö um 15% til aö tryggja rekstur atvinnuveganna. Til þess siöan aö koma i veg fyrir að afleiöingar gengislækkunar- innar kæmufram i mjög hækkuöu verölagi.þá var þaö ráö tekið aö afla tekna meö þvi aö leggja á þá aöila i þjóöfélaginu, sem helst ættu að hafa efni á þvi aö greiða. Meö þessu vildi rikisstjórnin skapa sér ráörúm til aö marka nýja stefnu. — Veröurþá reynt aö draga aft- ur úr þessari ijiiílifæjsfu?. — Ég er þvi fylgjandi að vib festum okkur ekkii of háum niöurgreiöslum, þótt ég áliti ekki heldur að við getum komist alveg hjá þeim. En þetta er allt spurn- ingin um að berjast viö veröbólg- una, þvi þaö er hún sem er að færa okkur i kaf. Ég vil gjarnan segja frá þvi aö á ársfundi Alþjóöbankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóösins, sem ég sat um daginn i Washington, töl- uðu margir heimsþekktir stjórn- málamenn, bæði vinstri og hægri- sinnaðir. Þessir stjórnmálamenn voru allir óskaplega áhyggjufullir út af mikilli veröbólgu i heimin- um, en hún er um 8-10%. Hvernig er þá ástandið hjá okk- ur sem búum viö 40-50% verö- bólgu? Þvi held ég aö augljóst sé, að takist okkur ekki aö ná verð- bólgunni niður á næstu misserum, þá hljóta aö blasa viö óskaplega alvarleg vandamái i Islenskum efnahagsmálum. — En telur þú aö allur al- menningur átti sig nægilega á þvf hver bölvaldur veröbólgan er? — Nei, því miöur, þá held ég að langt sé frá þvi aö fólk geri sér næga grein fyrir þvi. En þessi staöreynd aö stjórnmálamenn heimsins eru hræddir viö 10% veröbólgu myndi kanski opna augu manna fyrir þvi aö ástæöa „Þaö þýöir aö meftan ekki næst samkomulag um aft breyta vfsi- tölugrundvellinum, notar rikiö helst beina skatta til aö afla fjár”. væri til aö vera skelkaöir. Þaö er lika alveg augljóst aö vissar þýöingarmiklar stoöir efnahags- og atvinnulifs hafa látiö sig alveg gifurlega. Þaö er mikiö kvartaö undan lánsfjár- skorti og þaö er eðlilegt. Atvinnu- vegunum er nauösynlegt aö fá rekstrarfé aö láni. En ein af af- leiðingum mikillar veröbólgu á þessum áratug er að ráöstöfunar- fé bankakerfisins, sem hlutfall af þjóðartekjum hefur sifellt verið aö minnka. Ariö 1970 var þetta hlutfall 35,8% en áriö 1977 var þaö komiðniðuri 22,5%. Ef bankarnir hefðu núna tiltölulega jafn mikið ráðstöfunarfé og árið 1970, heföu þeir 40-50 milljörðum umfram þaðsem þeir hafa. Þetta er mjög alvarleg staöreynd. Haldi þetta svona áfram, þá getur þaö ekki endað ööruvisi en aö reksturinn stöövist, atvinnu- fyrirtækin leggi upp laupana, en þvi fylgir atvinnuleysi og efna- hagshrun. Þvi held ég aö þaö sé löngu kominn timi tii aö fólk hugsi meira um þessi mál heldur en veriö hefur. Sérstaklega álit ég aö þaö sé kominn timi til aö þeir sem taka stórar ákvaröanir, sem varða verölag i landinu og verö- bólguna, athugi sinn gang meira en veriö hefur. Nefna má stjórn- málamenn/ sem ákveða hvort rikisbúskapurinn er rekinn meö halla og skuldasöfnun eöa hvort henn er i jafnvægi. Aöilar vinnu- markaöarins þurfa iika aö huga aðihvort launastefnan sé raun- verulega miðuö viö getu þjóö- félagsins en ekki skuldasöfnun. Og fleiri þurfa aö athuga sinn gang. Auövitað hljóta allir skynsamir menn aö vita aö þetta er stór- hættulegt ástand og háskalegt. En breyting gerist ekki átaka- laust. Menn veröa aö láta eitt- hvaöá móti sér ef þeir vilja forö- ast annað verra. Verðum að snúa við ef við viijum haida sjálf- stæðinu — En almenningur viröist ekki taka þessu ýkja alvarlega, enda flestir orönir vanir ástandinu- — Það er vegna þess að at- vinnuvegunum hefur alltaf veriö „reddaö” frá mánuöi til mánaöar Oskapleg vanda blasa við ef ekki dregur úr verð- bólgu næstu misserum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.