Tíminn - 15.10.1978, Síða 25

Tíminn - 15.10.1978, Síða 25
Sunnudagur 15. október 1978. 25 //Stjórnun" hugans mis- skilningur Breski sálfræðingurinn, Peter Russel, höfundur bókarinnar „Holl er hugarró”, sem Isafold hefur nýverið sent frá sér (og sem ég mun nú nokkuð styðjast við) bendir á að af þeirri röngu for- sendu, að innsta eðli hugans sé að reika, hafi sú ályktun siðan verið dregin að ef kyrra ætti hugann yrði að stjórna honum, þvinga hann gegn eðlilegri hneigð sinni. Siðan segir hann að til stuðnings þessari yfirborðslegu athugun á eðli hugans hafi sprottið upp margar fræðikenningar til að réttlæta áreynslu og einbeitingu við hugleiðslu. I nokkrum ind- verskum ritum er huganum t.d. likt við apa sem stekkur stöðugt grein af grein. Apar eru i eðli sinu ókyrr dýr, segir þar og eina leið- in til að hemja þá er að binda þá niður. Hið sama er sagt gilda um hugann, eina leiðin til að hemja hugann, sem stöðugt reikar, sé að binda hann niður. En þar sem hugurinn vilji helst reika sé þetta mjög erfitt og krefjist mikillar áreynslu. Þannig hafa margar aðferðir til „stjórnunar hugans” komi fram. 1 sumúm þeirra á að halda athyglinni að einni hugsun en i öðrum er reynt að visa öllum hugsunum frá, tæma hugann. Hver svo sem aðferðin kann að vera er ávallt brýnt fyrir neman- um að agi og áreynsla séu grund- völlur þess að nokkur árangur ná- ist. En ef hugsunin eða hugmyndin, sem huganum er haldið að, er ekki þeim mun meira hrlfandi, fer mönnum þó fljótlega að leið- ast og hugurinn fer aftur að reika I leit sinni að meiri ánægju. Menn þykjast skilja að enn meiri hug- lægan aga þurfi til að halda sig við efnið. Þá er ráðið að reyna bara enn betur og það reynist vissulega erfitt. Dýpsta eðli hugans Þegar vitur maður hins vegar eltir apa tekur hann fljótt eftir þvl að apinn stekkur grein af grein I ákveðnum tilgangi, hann er að leita að einhverju, sennilega fleiri banönum. Maðurinnáttarsig á,aö tilgangslaust er að eltast við ap- ann um tréð. Auðveldara og skjótvirkara er að leggja kippu af banönum við tréð og kemur þá apinn fljótt niður sjálfviljugur. Með þvi að koma auga á innri þarfir apans verður hann haminn án áreynslu, stjórnunar eða hafta. Svipað á við um hinn reikula huga. Það er nefnilega ekki innsta eðli hugans að reika, held- ur að leita i átt til þess sem veitir meiri fullnægju. Þegar kringum- stæður breytast eða okkur fer að leiðast fer athyglin annað I leit sinni að meiri ánægju. Ekkert i umheiminum getur veitt varan- lega fullnægju þvi hinn ytri heim- ur er i eðli sinu breytingum háður og þess vegna heldur hugurinn áfram að reika. Þvl er einfaldast og skjótvirkast að opna meðvit- undina fyrir þeirri uppsprettu fullnægju sem liggur djúpt innra með okkur og leyfa þá huganum að kyrrast sjálfkrafa án áreynslu eða stjórnunar. Hugleiðsla „einföld" segir i fornum ritum Sé litið til baka i mannkynssög- una.kemur i ljós að hvað eftir annað hefur upprunalega kenn- ingin um að hugleiðsla eigi að vera auðveld og notaleg verið sett fram. En I timans rás hafa upp- runalegu aðferðirnar brenglast og glatað áhrifamætti sinum. Staðhæfingar um að ihugun væri einföld voru hrópaðar niður og fólk fór að túlka upprunalegu kenningarnar i ljósi stjórnunar og áreynslu. 1 fornum ritum um hugleiðslu má oft sjá setningar eins og „hug- urinn verður að vera kyrr”, eða eitthvað svipað. Slik fullyrðing er i raun mjög hlutlaus. Hún stað- hæfir aðeins hvað verður að ger- ast ef árangur á aö nást. Hún mælir ekki fyrir um áreynslu eða stjórnun. En þeir sem ekki höfðu aðferðina til að fylgja þessari ráðleggingu skildu þetta á þann eina veg sem þeir gátu, þ.e. i ljósi stjórnunar, og túlkuðu setningar sem þessar á þann veg að hugann skyldi þvinga til að verða kyrr. Kyrr hugur er hinsvegar einn af ávöxtum ihugunarinnar en ekki leið til ihugunar. Það eitt að reyna veldur þvi að huglæg starf- semi eykst og hindrar þar með ihugunina. Svipað gerist ef við reynum að sofna og höfum áhyggjur af svefnleysi. Við verð- um þá aðeins enn órólegri og starfsemi hugans eykst. Enn ef við getum algjörlega gleymt svefninum — t.d. með þvi að telja kindur — þá sofnum við oftast áð- ur en við vitum af. Náttúrleg aðferð Innhverf ihugun færir sér sem sagt i nyt innsta eðli hugans og er hún þvi bókstaflega sagt náttúr- leg. Það eina sem þarf að gera er að byrja rétt og þess vegna er einkaleiðbeining hjá kennara sem sérstaklega hefur verið þjálfaður hjá Maharishi Mahesh Yoga til að kenna Innhverfa ihugun, nauðsynleg ef árangur á að nást. Þegar rétt hefur verið byr jað ger- ist allt af sjálfu sér, hugurinn fylgir einfaldlega eðlilegri hneigð sinni. En Innhverf ihugun er einnig náttúrleg i öörum skilningi: Allur árangur kemur fram náttúrlega, af sjállfu sér. Þegar hugurinn kyrrist hægist jafnhliða á allri likamsstarfseminni. I þessari hvild tekur likaminn að endur- nýja sig. Þessi endurnýjun i likamsstarfseminni, sem i raun þýðir að samansöfnuð streita tek- ur að hverfa, leiðir til ýmissa breytinga I daglegu lifi einstakl- ingsins. Honum verður kleift að notfæra sér dýpri lög hugans, minna óeðli (streita) skyggir á og hann getur þvi nýtt þá möguleika sem hann býr yfir. 1 streitulausu taugakerfi, verður svo öll dýpt hugans og grunnsvið hugans stöð- ugt meðvitað, þ.e. einstaklingur- inn starfar frá grunnsviði hugans. Þá verða allar hugsanir hans og þar af ieiðandi athafnir sjálfkrafa I ljósi tærrar vitundar, en þar eru öll náttúrulögmálin til staðar i ómótuðu, óhöndlanlegu formi. Allar athafnir taka þá mið af öll- um lögmálum náttúrunnar og mistök eiga sér ekki staö. Fjölmargar visindarannsóknir hafa i fyrsta lagi sýnt fram á þá djúpu hvild hugar og likama sem fæst meðan á iðkun Innhverfrar ihugunar stendur og i öðru lagi þá auknu skapandi greind, aukinn ötulleika og þróun i átt til andlegs og likamlegs heilbrigðis sem af reglulegri iðkun Innhverfrar íhugunar hlýst. Allar þessar breytingar verða á grundvelli bættrar starfsemi likamans en ekki vegna þess að iðkandinn trúi, voni, eða yfirleitt hugsi sér að eitthvað jákvætt sé að gerast. Og uppgerð hjálpar ekki agnar ögn. Þess vegna er Innhverf ihugun kölluð tækni, og þess vegna er hún óháð lifsskoðunum, menntun, hugsanagangi eða greind ihugenda. Áhrif á samfélagið Ég minntist á að tær vitund, svið skapandi greindar, væri svið óendanlegra samtengsla. Þar mætist allt i ómótuðu formi. Náttúran byrjar að starfa frá þessu sviði, ef svo mætti segja. Að lifga þetta svið innra með sér skapar þvi ekki aðeins þroska- vænleg áhrif i einstaklingnum heldurog i öllu umhverfinu. Þetta er ástæðan fyrir þvi að Innhverf ihugun hefur ekki aðeins áhrif á lif iðkandans sjálfs heldur og á samfélagið i heild. A grundvelli þeirra visindarannsókna sem gerðar höfðu verið á Innhverfri ihugun og þá sérstaklega á grundvelli þeirra visindarann- sókna sem sýndu að þegar um 1% ibúa borgar iökar Innhverfa ihug- un minnkar tlðni glæpa þar, lýsti Maharishi Mahesh Yogi þvi yfir árið 1975 að dögun timaskeiös, sem einkennist af aukinni ham- ingju, framförum ogjafnvægii náttúrunni, væri hafin. Straumar ti'mans væru frá deilum, tortryggni og vandamálum til fullþroskaðra einstaklinga, reisn- ar og menningarsjálfstæðis hverrar þjóðar og timaskeiðs uppljómunar. Sedan 2ja dyra 1600 cc. Verð ca. kr. 2.990.000.- Fyrir gengisbr. kr. 3.200.000.- Coupe GL. 2ja dyra 1600 cc. Verð ca. kr. 2.970.000.- Fyrir gengisbr. kr. 3.200.000.- Hardtop GFT. 2ja dyra 1600 cc. Verð ca. kr. 3.250.000.- Fyrir gengisbr. kr. 3.450.000.- Station Wagon 5 dyra 1600 cc. Verð ca. kr. 3.160.000.- Fyrir gengisbr. kr. 3.400.000.- Hafið samband við sölumenn okkar. Gerið verðsamanburð á hliðstæðum bílum. SUBARU - UMBODID INCVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 SUBARU Á LÆGRA VERÐI EN FÝRIR GENGISBREYTINGU

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.