Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 15. október 1978. 5‘JÍÍÍi] 19 \ varla komiö svo I verzlun hér i Reykjavik, aö ég fái ekki aö heyra þaö, ef ung stúlka er viö afgreiöslu. Ekki veit ég, hvaöan þetta ess er komiö, en þaö gæti verið erlendrar ættar eins og kynningarsónninn, sem oft heyrist í Utvarpi, sjónvarpi, flugvélum og viðar. Stéttbundið mál Skal nú næst vikiö aö þeirri staðhæfingu, að islenzkan hafi ekki sundrazt i stéttamállýzkur. Þetta er aö ýmsu leyfí vand- meðfarið efni, þvi að oröiö stétt er notaö i mismunandi merk- ingum. Ég held samt, aö það sé nokkurn veginn sama, hvernig á það mál er litiö. Ég treysti mér ekki til aö ræða: það af málfari manns, hvernig hann er efnum búinn, hvar hann stendur i mannviröingastiganum eöa hvers konar störf hann stundar. Umræöuefnið kæmi fremur upp um hann en málfarið. Ég væri hins vegar vís til aö heyra það á framburöi, hvaöan af landinu hann værieða hvaðan hann væri ekki. En jafnveli þeim efnum er ekki lengur á visan aö róa. Ef ég ætti aö nefna eitthvaö, sem ég teldi geta komið mér á sporiö við að skipa mönnum á rétta fé- lagslega bása eftir málfari, dettur mér helzt i hug aö styðjast við erlendar slettur. En jafnvel það hrekkur skammt. Eins og ég hefi einhvern timann sagt áður, virðist mér þaö um- fram allt einstaklingsbundiö, hvernig menn rækja mál sitt. Talmál og ritmál Siðasta staöhæfingin var sú, að islenzkt talmál standi ritmál- inu nær en venjulegt sé. Um þetta skal ég ekki fullyrða, en hygg, aö þáö sé lika mjög ein- staklingsbundið. En aö þvi leyti gæti staðhæfingin haft við rök að styöjast, aö hér er ekkert staðlað rikismál eins og viöa annars staðar, þar sem maöur talar e.t.v. mállýzku heimahag- anna, en verður að nota rikis- málið sem ritmál. Hvað sem þessu liöur, er engin vanþörf á að herða kröfur um meðferð talaðs máls, bæði um skýran og eðlilegan framburð og vandað málfar. Ég minntist áðan á ung- meyjaessið, en ýmsar aðrar óvenjur gera nú vart við sig i is- lenzkum framburði, ekki sizt i lestri, og á ég þá hvorki við'flá- mæli né linmæli né nein önnur atriði sem hingað til hafa verið talin staðbundin. En þetta væri efni i annað erindi. Lokaorð Ég skal nú ekki lengja um- ræðu mina um staöhæfingarnar fjórar, sem sagt var frá i upp- hafi. Mörgu má við bæta og fer bezt á þvi, að ég láti ykkur eftir að gera það. Minnzt hefir verið á stað- bundinn mun á máli og stétt- bundinn. Gliðnun málsamfé- lagsins er mikil ógæfa, ef til hennar kemur, og þarna er ávallt hætta fólgin. En i svipinn ber ég meiri kviðboga fyrir þvi, að málið gliðni á annan veg. Mér stendur enn meiri stuggur af kynslóðamun á máli, og er þá aftur komið að fyrsta þætti þessa erindis. Vegna breyttra þjóðfélagshátta á 20. öld er meiri hætta á þessum kynslóða- mun nú en nokkru sinni fyrr. Elzta fólkið hefurað miklu leyti öðlazt reynslu af annars konar störfum en þeim sem yngsta fólkið stundar, og lifnaðarhættir hafa gerbreytzt á tveimur mannsöldum. Unga fólkið getur þvi ekki notfært sér mál hinna eldri, á sama hátt og verið hefir á öllum öldum Islandsbyggðar. Þar að auki hafa a.m.k. kaupstaðar- börn miklu minni félagsskap af foreldrum sinum eða forsjár- mönnum en tiðkaðist til sveita áður fyrr. Mikið af þvi mállega uppeldi, sem börnin fengu sjálf- krafa á heimilum sinum, verða þau nú að sækja eitthvað annað eða fara á mis við það. Eina vonin er, að skólarnir geti bætt upp það.sem á kann að skorta, Framhald'á bls. 37. IIÐNAÐARMANNAHÚSINU, HALLVEIGARSTÍG 1 Lager- Iðnaðardeildar tiskuvörur úr ull Peysur frá kr. 2000.- Fóðraðir jakkar frá kr. 5000.- Prjónakápur frá kr. 4000.- Pils frá kr. 2000.- Vesti frá kr. 2000.- Ofnar slár frá kr. 6000.- FRA G3 Ullarteppi Teppabútar Aklæði Gluggatjöld Buxnaefni Kjólaefni 53FJUN: Ullarefni Sængurveraefni Einnig garn margar gerðir Loðband Lopi o.mm.fl. FRÁ HETTI: Fyrir dömur, herra og börn Mokkalúffur Mokkahúfur Mokkajakkar FRÁ SKÓVERKSM. IÐUNNI: Karlmannaskór Kvenskór Kventöfflur Vinnuskór Sandalar Barna og Unglingaskór Kuldaskór FRÁ FATA- VERKSM. HEKLU: Fyrir dömur, herra og börn Gallabuxur Vinnubuxur Smekkbuxur Anorakar Peysur Útsölunni lýkur á þriðjudag ALLIR GERA ÞAÐ GOTT OG ÞÚ LÍKA — ÞEGAR ÞÚ KEMUR ^ SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR ^ IÐNAÐARMANNAHÚSINU - HALLVEIGARSTÍG 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.