Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.08.2006, Qupperneq 4
4 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR VIRKJANIR Samkvæmt nýju áhættu- mati vegna Kárahnjúkavirkjunar getur enginn einn atburður valdið stíflurofi, heldur verði að koma til „röð ólíklegra atburða sem allir hafi langan aðdraganda“, eins og segir orðrétt í nýju áhættumati sem fjallað var um á stjórnarfundi Landsvirkjunar í gær. Á fundinum samþykkti stjórnin bókun þar sem segir meðal annars að það sé mat sérfræðinga að fyllsta öryggis sé gætt í hönnun og byggingu mann- virkjanna. Endurskoðað áhættumat var lagt fram á fundinum en það stað- festir fyrra áhættumat vegna framkvæmdanna, að mati stjórn- arinnar. Í áhættumatinu kemur fram að ekkert bendi til þess að stíflan sé óörugg. Bókun Arnfríðar Ingadóttur, um að óháð nefnd kynnti sér framkvæmdirnar og færi yfir endurskoðað áhættumat, hlaut ekki stuðning innan stjórnar- innar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sat í gær sinn fyrsta stjórnar- fund í Landsvirkjun, sat hjá þegar atkvæðagreiðsla vegna bókunar- innar fór fram. „Afstaða mín byggði á tvennu. Í fyrsta lagi fannst mér mjög sérkennilegt að endur- skoðuð áhættumatsskýrsla skyldi berast til okkar stjórnarmanna daginn fyrir stjórnarfundinn. Mér fannst það allt of stuttur fyrirvari fyrir mig til þess að geta gert mér grein fyrir efnisatriðum málsins. Í öðru lagi óskaði ég eftir því að það yrði haldinn aukafundur, þess vegna í dag, svo að stjórnarmenn gætu kynnt sér málið aðeins betur og metið það á faglegum forsend- um. Það var ekki fallist á það vegna þess að stjórnarmenn töldu það lífsspursmál fyrir Landsvirkjun að samþykkja áhættumatið á fundin- um,“ sagði Steinunn Valdís. Steinunn Valdís segir andrúms- loftið á stjórnarfundinum hafa verið þrungið spennu. „Ég áttaði mig á því á þessum sex klukku- tíma langa fundi hversu átakan- legt andrúmsloft er innan stjórn- ar Landsvirkjunar. Það kom mér svolítið á óvart að menn virðast trúa því að það sé best að fara áfram á hnefanum,“ sagði Stein- unn Valdís eftir fundinn. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, segir áhættumatið ekki gefa tilefni til þess að breyta fram- kvæmdaferlinu. „Það er ekkert í matinu sem gefur tilefni til þess að fresta fyll- ingu Hálslóns, en stjórn Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs, lagði fyrir áskorun þess efnis sem stjórn Landsvirkjunar var ekki tilbúin að verða við. Við leggjum allt okkar traust á sér- fræðinga sem hæfastir eru til þess að skoða þessi mál.“ Á fundinum kom meðal annars fram að hagnaður af Kárahnjúka- virkjun er samkvæmt nýju arð- semismati minni en áður var talið. Í nýja matinu er gert ráð fyrir 11,9 prósenta arðsemi, miðað við 12,4 prósenta í fyrri áætlunum. Arð- semiskrafan var ellefu prósent þegar framkvæmdir hófust og er því enn yfir þeim áætlunum. magnush@frettabladid.is ���������������������������������� ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������� ������������� �������������� ����������������� ������������� ����������� ����������� ������������ ����������� ������������ �������������� �������������� �������������� �������������� ������������� �������� ����������� ������������������������ ������� ���������� �� ����� ��������� ������ ����� ����������� �������� ������������������������� �������������������������� ����� �������������� �� � ��� ����������� ��� ��� � ���������� ����������� ��������������������� ����������������������� ������������������������� ���� ������ ���� ������ ��� ��� �������������� ������������������� � ��� ������������������ ������������������������ ������������� �������������� ����������� ������ �� �������� ��� ������������ ������� ��� ����������������������������������� �������������� ����� ��������������������������� ����������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � �� � �� �� �� � � ��� ��� � � �� � �� �� � �� �� � �� �� �� � �� �� �� � GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 00.0.2006 Bandaríkjadalur 69,71 70,05 Sterlingspund 132,12 132,76 Evra 89,31 89,81 Dönsk króna 11,971 12,041 Norsk króna 11,105 11,171 Sænsk króna 9,653 9,709 Japanskt jen 0,5958 0,5992 SDR 103,53 104,15 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 123,3483 Gengisvísitala krónunnar EISTLAND, AP Ene Ergma, forseta- efni borgaralegu flokkanna á Eist- landsþingi, skorti þrjú atkvæði í til- skilinn tveggja þriðju hluta meiri- hluta í fyrstu umferð forseta- kosninga sem fram fór á þinginu í gær. Sextíu og fimm af 101 þingmanni greiddu henni atkvæði sitt, en 35 sátu hjá. Einn var fjarverandi. Þingið, Riigi- kogu, verður nú að koma aftur saman í dag, þriðjudag, til að greiða atkvæði um næsta fram- bjóðanda, Toomas Hendrik Ilves. Líklegast þykir þó að hann nái heldur ekki kjöri þar sem tveir vinstri- flokkar vilja helst að sitjandi for- seti, Arnold Rüütel, sitji áfram. - aa Forsetakjör í Eistlandi: Ergma skorti þrjú atkvæði TOOMAS HENDRIK ILVES ENE ERGMA KÆRUMÁL Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur stefnt Snæ- fellsbæ vegna uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþrótta- hús og sundlaugar bæjarins. BSRB hefur ítrekað bent á að uppsagnirnar standist ekki lög og krafist þess að þær verði dregnar til baka. Starfsmönnunum var sagt upp 28. júlí vegna skipulags- breytinga sem bæjarráð sam- þykkti á fundi deginum áður, að því er kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Þar segir meðal annars að þetta brjóti gegn meðalhófs- reglunni. Ekki hafi verið reynt að breyta störfum eða taka upp við- ræður um breytt starfssvið. - sdg BSRB stefnir Snæfellsbæ: Kæra uppsagn- ir starfsmanna Nýja áhættumatið er sagt tryggja öryggi virkjunar Nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar. Í matinu kemur fram- að fyllsta öryggis sé gætt. Steinunn Valdís segir andrúmsloftið innan stjórnarinnar þrungið spennu. FRÁ STJÓRNARFUNDINUM Í GÆR Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkj- unar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri búa sig undir stjórnarfundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GRÍMUR BJÖRNSSON Jarðeðlisfræðingur. BANDARÍKIN, KÚBA, AP Neyðar- ástandi hefur verið lýst yfir í Flór- ída í Bandaríkjunum vegna hita- beltisstormsins Ernesto, sem mun líklega ná þangað síðdegis í dag. Ernesto gekk yfir Haítí og Kúbu á sunnudag og lést ein kona á Haítí þegar veðurofsinn náði styrk felli- byls í um tíu tíma, en svo sljákkaði aftur í honum. Þó er talið líklegt að honum vaxi fiskur um hrygg áður en hann nær ströndum Flórída. Engar fregnir bárust frá Kúbu af skemmdum eða slysum á fólki enda lætur ríkisstjórnin þar oft rýma landsvæði áður en stormar ganga yfir til að koma í veg fyrir slys. Ríkisstjóri Flórída, Jeb Bush, bað ferðamenn um að fresta ferð- um sínum til Key West eyjanna og skipaði þeim sem þar eru staddir að fara heim. Jafnframt aflýsti hann ferð sinni til New York í gær vegna hættuástandsins. Starfsmenn NASA í Flórída hættu í gær við að skjóta geimfar- inu Atlantis út í geim vegna Ernesto, en það átti að gerast í dag. Jafn- framt hófu þeir að flytja Atlantis í öruggt skjól innan dyra og taka flutningarnir tvo daga. - smk Hitabeltisstormurinn Ernesto varð einni konu að bana á Haítí: Neyðarástandi lýst í Flórída GEIMFAR FÆRT Verið er að færa geimfarið Atlantis inn fyrir hússins dyr vegna hitabelt- isstormsins Ernesto. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Kona slasaðist töluvert þegar hún ók bíl sínum á brúar- handrið og velti honum ofan í Djúpadalsá í Breiðdal síðdegis í gær. Vegfarandi sem kom að slys- inu hafði samband við neyðarlín- una og tókst að bjarga konunni úr bílnum. Lögreglan á Fáskrúðsfirði fór á vettvang og var konan flutt á sjúkrahúsið á Egilsstöðum með sjúkrabíl frá Breiðdalsvík. Konan var svo send með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi til frekari rannsókna. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu mun bíllinn vera gjör- ónýtur. - sh Kona slasaðist talsvert: Ók á handrið og valt út í á Iðnaðarnefnd fundar á morgun: Grímur á fund nefndarinnar Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur fer yfir skýrslu sína um Kárahnjúkavirkjun á fundi iðnaðarnefndar Alþingis á morgun. Í kjölfarið munu fulltrúar Orku- stofnunar, Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins fara yfir feril málsins, sem verið hefur til umfjöllun- ar fjölmiðla síðustu daga. Nýtt áhættumat vegna virkjunarinnar verður einnig kynnt á fundi iðnaðarnefndar en það var rætt í stjórn Landsvirkjunar í gær. Þá mun Sveinbjörn Björnsson prófessor fara yfir nýlegt mat nokkurra sérfræðinga á öryggi virkjunarinnar. - bþs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.