Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 56

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 56
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR „Það sem er bannað - lagið“ sat alltaf lengi í mér þegar ég var lítill og mótaði eflaust siðgæðisvitund mína. Ég þótti með eindæm- um gott barn og fylgdi textanum eftir sem lög væru. Þulinn var upp fjöldi hluta sem var stranglega bannað að gera og ég sem lítill krullhærður drengur fylgdi þessu eftir í einu og öllu. Ég efast stórlega um að það foreldri sé til sem hefur ekki gert skammarstrik á sínum yngri árum en húðskammar barnið sitt fyrir að gera nákvæmlega það sama. Börn eru í eðli sínu forvitin og uppátækjasöm og ef það eðli fær ekki að njóta sín minna þau meira á ljón í búri en heilbrigt „smá- fólk“. Mestu heimspekingar sög- unnar hafa enda líkt sér við börn þar sem forvitnin rekur þá áfram í leit að meiri þekkingu. „Því meira sem ég veit, því minna skil ég,“ sagði merkur Grikki eitt sinn. Tvöfalt siðgæði foreldra er grundvöllur alls uppeldis og hefur vafalítið verið það frá upphafi. Auðvitað vill ekkert foreldri að barnið sitt ljúgi en fullorðna fólkið gerir sig svo oft sekt um það að blekkja barnið til að ná fram upp- eldislegum markmiðum að því er varla stætt á að skamma afkvæmi sitt fyrir sömu synd. Einhver þekktasta „matarsagan“ er helber lygi frá rótum; þegar Jóa litla er hótað því að máninn muni éta graut drengsins ef hann klári ekki af diskinum. Sjálfur var ég dauð- hræddur um að þetta blessaða tungl sem birtist á kvöldin myndi hrifsa matinn af diskinum mínum þrátt fyrir einlægan ásetning um að klára allt ætilegt. Sem betur fer er ekki hægt að hræða mig lengur með þessari „draugasögu“ því ég klára alltaf af diskinum mínum. Tvöfalt siðgæði er leiðinlegur ávani sem hefur grafið um sig í þjóðfélagi mannanna en sjálfur hef ég gerst svo oft sekur um að beita þessari skelfilegu synd að mér er eiginlega ekki stætt á að skrifa þennan pistil. Nema ef ekki skyldi vera fyrir það tvöfalda sið- gæði sem ég er alinn upp í. STUÐ MILLI STRÍÐA: Tvöfalt siðgæði mannanna FREYR GÍGJA GUNNARSSON VELTIR FYRIR SÉR MUNINUM Á LYGI OG LYGI. ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ■ Pondus Eftir Frode Øverli Halló! Hvað höfum við hér? Kjötbollu? Hún hefur verið hér í nokkurn tíma! Ótrúlega safarík í miðjunni! Svona matur endist í fleiri ár! Hjálpi mér! Það er skóla- myndataka á miðvikudag! Þú þarft að fá nýja skyrtu, klippingu, fallegt vesti... ...og... hm... uh... Fínt. Gætirðu ekki verið aðeins jákvæðari? Þið hefðuð átt að eignast dóttur. Ég er ekki nakinn! Sérðu ekki sundskýluna? Fylgið mér, allir saman! Hann kann að stytta sér leið. Fyrr var oft í koti kátt... Krakkar léku saman... ...þegar saman safnast var, sumarkvöldin fögur! Ég söng þetta fyrir þig þegar þú varst smábarn. Ó. Varstu reiður við mig? EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.