Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 62
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 Bandaríski spennuþátt- urinn 24 var valinn besti dramaþátturinn auk þess sem Kiefer Sutherland fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki á Emmy- verðlaunahátíðinni í Los Angeles í fyrrinótt. Þetta voru fyrstu Emmy-verðlaun Sutherlands en hann hafði fjórum sinnum áður verið tilnefndur án þess að hljóta náð fyrir augum dómnefndarinnar. „Stöku sinnum finnst manni eins og maður fái of mikið upp í hendurnar. Þetta var ein af þeim stundum,“ sagði Suther- land, sem fer með hlutverk Jacks Bauer í þættinum. „Að leika í 24 hefur verið stórkostleg reynsla fyrir mig.“ The Office fékk verðlaun Bandaríska útgáfan af The Office var valin besti gamanþátturinn en aðalleikarinn Steve Carell var ekki valinn besti leikarinn eins og margir höfðu spáð. Þess í stað var Tony Shaloub, sem leikur hinn undarlega Monk, verðlaunaður í þriðja sinn. The Amazing Race var valinn besti raunveruleikaþátturinn og skákaði þar m.a. Project Runway og Survivor. „Íslensk“ mynd sigursæl Skoska leikkon- an Kelly Mac- donald fékk verð- laun fyrir hlutverk sitt í bresku sjón- varpsmyndinni The Girl in the Café, sem var að hluta til tekin upp hér á landi á síðasta ári. Handrits- höfundur myndarinnar, Richard Curtis, fékk jafnframt Emmy- verðlaun. Hann er þekktastur fyrir handritin að Bridget Jones- myndunum, Love Actually, Four Weddings and a Funeral og sjón- varpsþáttunum um Mr. Bean og Blackadder. Seinfeld-bölvun aflétt Mariska Hargitay var valin besta dramaleikkonan fyrir hlutverk sitt í Law & Order: Special Vict- ims Unit og Julia Louis-Dreyfus fékk Emmy sem besta gaman- leikkonan fyrir frammistöðu sína í The New Adventures of Old Christine. Louis-Dreyfus, sem á sínum tíma lék í hinum vinsælu þáttum Seinfeld, fagnaði því að ekki hvíldi lengur bölvun á þeim leikurum úr þáttunum sem hafa reynt að hasla sér völl í nýrri þáttaröð. Spelling minnst Sjónvarpsframleiðandans Aarons Spelling, sem meðal annars bjó til Beverly Hills 90210, var minnst á hátíðinni en hann lést í júní. Athygli vakti að hvorki Lost, Grey´s Anatomy né Desperate Housewifes fengu Emmy-verð- laun í þetta skiptið. ■ Sutherland sigurvegari KIEFER SUTHERLAND Sutherland var að vonum hæstánægður með sín fyrstu Emmy-verðlaun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Eins og venjulega skartaði fræga fólkið sínu fegursta á Emmy-verð- launahátíðinni 2006. Þar voru mörg fræg andlit komin saman í eins konar uppskeru hátíð sjónvarpsins og keppt- ust um að láta ljós sín skína á rauða dreglinum. Engar sérstakar nýjungar voru í kjólatískunni þetta árið og voru flestir kjólarnir dragsíðir og hefð- bundir. Sumar leikkonur gerðust svo djarfar að vera í stuttum kjólum enda átti það vel við í hitanum og sólinni í Kaliforníu. Síðir slóðar, slaufur og rósir voru áberandi aukahlutir á kjól- unum. Litirnir voru hefðbundnir, hvít- ur, svartir og rauður báru hæst ásamt nokkrum gulllituðum og fjólubláum. Hér höfum við brot af bestu kjól- unum af rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni 2006. - áp Hefðbundið kjólaflóð HARÐORÐI DÓMARINN Simon Cowell, yfirdómari Idol-keppninnar, var mættur til leiks ásamt eiginkonu sinni Terri Seymor. Hann var flottur í jakkafötum án bindis og Terri var í rauðum stuttum partýkjól sem hún bar afbragðsvel. YFIRFYRIRSÆTAN Tyra Banks var að sjálfsögðu mætt á rauða dregilinn með pósurnar á hreinu í síðum svörtum kjól með kvenlegu sniði. VERÐLAUNAHAFI Leikkonan Mariska Hargitay er landsmönnum vel kunn úr sjónvarpsþáttunum „Law and Order“ og vann hún verðlaun sem besta leikkona í dramaþætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Skilti Límmiðar Útifánar Borðafánar Gluggamerkingar Seglborðar Plastkort Bílamerkingar „Þetta verður barna- og fjölskyldu- mynd sem frumsýnd verður um jólin 2007,“ segir Ari Kristinsson kvik- myndagerðamaður um nýjustu mynd sína sem ber nafnið Duggholufólkið en hann bæði leikstýrir og er handrits- höfundur. Þessa dagana er Ari að aug- lýsa eftir börnum á aldrinum 11-13 ára en þrír krakkar eru í aðalhlutverki í myndinni. „Við búumst við að verða búin með allt leikaraval um miðjan september og munum hefja tökur í nóvember.“ Ari ætlar að byrja á því að velja börn enda eru þau í aðalhlutverki í myndinni en svo eru líka fullorðna fólkið í myndinni verður valið eftir börnunum „Við verðum að velja for- eldra eftir börnum,“ segir Ari en þessa dagana er hann staddur vestur á fjörð- um í leit að tökustöðum. Eins og titill gefur til kynna er kvik- myndin um dularfulla hluti svo sem álfa og tröll. „Þetta er eins konar draugasaga með spennumyndaívafi,“ segir Ari en vill ekki segja meira um innihald myndarinnar. Samkvæmt auglýsingunni þar sem auglýst er eftir krökkum eru söguhetjurnar tveir strákar og ein stelpa. Þeir barnamynd- ir sem bera hæst á kvikmyndaferli Ara eru myndirnar Pappírs Pési og Stikkfrí en hún er einmitt síðasta leik- stjórnarverk hans á hvítatjaldinu. -áp Draugasaga fyrir börn ARI KRISTINSSON Kvikmyndagerðamaðurinn er að undirbúa nýja barna og fjölskyldumynd sem verður frumsýnd jólin 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BESTA LEIKKONANA Breska leikkonan Helen Mirren vann til verðlauna fyrir sjónvarpsmyndina Elizabeth 1. Hún skartaði fallegum hvítum kjól með silfurlitaða tösku. ÓLÉTT OG FLOTT Fyrirsætan Heidi Klum var flott með kúluna í rauðun síðkjól með hárri klauf. Hún er með sjón- varpsþáttinn Tískuþrautir sem hefur verið sýndur hér við miklar vinsældir. AÐÞRENGD EVA Eva Longoria úr þáttunum „Desparate Housewives“ var svakalega flott að vanda í hvítum kjól með linda í mittið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.