Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 64

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 64
Athafnakonan Victoria Beckham ætlar nú að fara inn á ný mið í skemmtanabransanum en hún ætlar að vera kynnir í nýjum bandarískum sjónvarpsþætti. Þátturinn mun fjalla á einhvern hátt um tísku og samkvæmt blað- inu Daily Mirror mun hann vera á léttu nótunum þar sem frú Beckham þykir svo skemmtileg. Victoria er mest þekkt fyrir að hafa verið í stúlknasveitinni vin- sælu Spice Girls og vera eigin- kona fótboltahetjunnar Davids Beckham. Hún er daglegur gest- ur á síðum slúðurblaða í Evrópu en vestanhafs er hún alveg óþekkt. Það verður því forvitni- legt að sjá hvort henni tekst að slá í gegn hjá bandarískum áhorf- endum. ■ Gerir sjónvarpsþætti FRÚ BECKHAM Mun vera kynnir í banda- rískum sjónvarpsþætti um tísku en hún er eiginlega óþekkt vestanhafs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Tóbaksframleiðendur eru af mörg- um taldir drýslar í mannsmynd vegna afurða sinna og ekki síst fyrir að neita að viðurkenna skað- semi tóbaks. Thank You for Smoking byggir á samnefndri skáldsögu Christop- hers Buckley. Hér segir frá Nick Naylor (Eckhart), spunameistara og „lobbíista“ tóbaksframleiðanda. Starf hans felst í að gera lítið úr fréttum sem gætu skaðað hags- muni vinnuveitenda hans og ekki síst snúa vörn í sókn, því tóbakið á í vök að verjast. Einu vinir hans eru talsmenn skotvopna- og áfengis- framleiðanda (Bliss og Bello), en þríeykið hittist einu sinni í viku og ber saman bækur sínar. Þess á milli einbeitir Naylor sér að uppeldi sonar síns, sem fyrirverður sig fyrir starf föður síns sem „sölu- maður dauðans“. Ofan á allt bætist fjöldinn allur af óvildarmönnum, þar á meðal á þingi. Thank You for Smoking er hár- fín háðsádeila sem fjallar um langtum meira en tóbaksiðnaðinn og tekur í sjálfu sér ekki afstöðu til reykinga (í myndinni sést til dæmis aldrei logandi sígaretta). Áhorfend- um er treyst til að gera það sjálfir út frá skynsemi sinni, sem er ein- mitt boðskapur Thank You for Smoking. Myndin dregur fráleitt upp fallega mynd af tóbaksiðnaðinum, sem er dreginn sundur og saman í háði, sem og þeir andstæðingar tóbaksrisanna sem eru reknir áfram af grunnhyggnari sjónar- miðum en lýðheilsu. Þetta er fyrsta mynd leikstjór- ans Jasons Reitman, sonar Ivans Reitman, í fullri lengd og með frumraun sinni sannar hann svo ekki verður um villst að hér er föðurbetrungur á ferð. Uppbygg- ingin er er öll til sóma og skemmti- legar klippingar og frystir rammar auka á áhrifin. Aron Eckhart er í banastuði í hlutverki Naylors; hæfi- lega „slísí“ og óskammfeilinn en um leið sjarmerandi. Samtölin eru vel skrifuð, persónurnar vel heppn- aðar og leiknar. Hárbeitt og bráðfyndin ádeilan hittir beint í mark og ætti að skilja áhorfandann eftir hugsi. Það er gott bíó. Bergsteinn Sigurðsson Óður til skynseminnar TAKK FYRIR AÐ REYKJA (THANK YOU FOR SMOKING) LEIKSTJÓRI: JASON REITMAN Aðahlutverk: Aron Eckhart, Maria Bello, David Koechner, Rob Lowe, Katie Holmes, William H. Macy og Robert Duvall. Niðurstaða: Frumraun Jasons Reitman er hárbeitt og bráðfyndin háðsádeila sem hittir beint í mark. Upplýsingar í síma: 561 5620 Vornámskeið hefst 30. apríl Kennsla hefst 12. September Upplýsingar í síma 5615620 frá kl.14-18 www.ballett.is Ken sl fst 1 septe er Upplý r í síma 5615 l 2-17 ww .schballett.is TAKK FYRIR AÐ REYKJA! NÝTT Í BÍÓ Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS skeytið JA TRF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Vinningar eru bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir og margt fleira TVÖFALT FYNDNARI! TVÖFALT BETRI! 9.HVER VINNUR! FRUMSÝND 25. ÁGÚST UM LAND ALLT MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VI NN IN GA R VE RÐ A AF HE ND IR H JÁ B T SM ÁR AL IN D. K ÓP AV OG I. M EÐ Þ VÍ A Ð TA KA Þ ÁT T ER TU K OM IN N Í S M S KL ÚB B. 9 9 KR /S KE YT IÐ . !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 4 og 6 GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 4, 6, 8 og 10 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 8 og 10.10 MIAMI VICE kl. 8 og 10.50 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL kl. 8 og 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 4 og 6 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6 og 8 SNAKES ON A PLANE kl. 8 og 10.20 A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 5.45, 8 og 10.15 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 SILENT HILL kl. 10 B.I. 16 ÁRA YOU, ME & DUPREE kl. 8 og 10.10 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6 GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 6 og 8 SNAKES ON A PLANE kl. 10 B.I. 16 TAKK FYRIR AÐ REYKJA THANK YOU FOR SMOKING Ein umtalaðasta mynd seinni ára með úrval frábærra leikara! Kolsvört gamanmynd sem sló í gegn á Toronto hátíðinni 2005 og Sundance hátíðinni 2006

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.