Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 72

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ���������� ����������������������������� Eitt kvöldið þegar ég sótti nátt-föt fyrir frumburðinn var efstur í bunkanum notalegur ljós- blár galli með tásum. Í anda þeirra áætlana að ala barnið upp sem sjálfstæða manneskju frekar en dúllulega prinsessu smeygði ég henni í drengjabúninginn. Þurfti reyndar að bíta á jaxlinn til að taka þessa meðvituðu en dálítið erfiðu ákvörðun. Þegar ég lyfti sænginni af stúlkubarninu morguninn eftir var ég hins vegar alveg ómeðvituð og dottin úr jafnréttisgírnum. Þarna lá hún bústin og yndisleg en eins og klæðskiptingur í herfilegu strákadressi. Móðurhjartað brast og blái gallinn fékk að eldast aleinn og ónotaður til æviloka. EINS og fyrir náttúrulögmál eru stelpur klæddar í bleikt og strákar í blátt. Frá fæðingu eru kynin þannig aðgreind með litum auk þess sem stelpuföt eru gjarnan höfð dúlluleg með blúndum en strákaföt töffaraleg með sport- röndum. Um það leyti sem börnin komast á leikskóla eru þau alveg með hlutverkin á hreinu, stelpurn- ar eru bleikar dúllur og strákarnir bláir töffarar. Við foreldrarnir skiljum hreint ekkert í þessu og höldum einna helst að hér sé gen- etískur kynjamunur á ferð. EINHVERN tíman í fyrndinni í fjarlægu landi táknaði bleikt kannski hugrekki og djörfung en bendlast nú helst við rómantískar og aðgerðarlausar prinsessur. Sá blái er hins vegar karlmannlegur og hentar því vel vöðvastæltum gæjum frá vöggu og upp úr. Kraf- an um kvenlega mýkt og ráðaleysi fyrir stelpur og aðsópsmikinn hetjuskap fyrir stráka er þannig nátengd þeim litum sem þau eru umvafin frá fyrsta degi og undir- strikuð í markaðssetningu á teikni- myndafígúrum sem bera sterk- lega áðurnefnd einkenni. ÞESSU alheimssamsæri er vita- skuld mikilvægt að svara þó litir í sjálfu sér skipti ekki máli, heldur aðeins skilaboðin sem þeir flytja. Leiðin til að frelsa stelpur úr viðj- um bleiku dúllunnar og stráka frá bláu töffurunum verður varla þvinguð fram. Hins vegar er sú aðferð feminista að tengja bleika litinn jafnrétti og aðgerðum snjöll og áhrifarík í senn. Ef litir nytu jafnréttis kæmi einstakur per- sónuleikinn betur í ljós, því bæði stelpur og strákar eru töffarar og dúllur í öllum regnbogans litum. Bleikt og blátt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.