Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 2. september 2006 17
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hr. alþingismaður
Steingrímur J. Sigfússon
Ég bað ritstjóra Kastljóss að
svara athugasemdum þínum frá
sínu sjónarhorni og sú samantekt
fylgir hér á eftir:
SVAR VEGNA „OPINS BRÉFS“
STEINGRÍMS J. SIGFÚSSONAR
Steingrímur J. Sigfússon hefur
skrifað Páli Magnússyni, útvarps-
stjóra, opið bréf vegna Kastljóss-
þáttar 30.08. Þar gagnrýnir hann
ákvörðun Kastljóss um að ræða
við Valgerði Sverrisdóttur eina.
Aðdragandinn er rétt rakinn
af hálfu Steingríms. Kastljósið
vildi fá hann til að skiptast á
skoðunum við Valgerði Sverris-
dóttur um greinargerð Gríms
Björnssonar og meðferð hennar í
iðnaðarráðuneytinu í tíð Valgerð-
ar þar. Það er rétt að ráðherrann
neitaði að mæta Steingrími í
þættinum og eftir að hafa íhugað
málið og ítrekað - en árangurs-
laust - borið fram þá ósk við
aðstoðarmann ráðherra, að ráð-
herrann myndi ræða við Stein-
grím, ákvað Kastljós að taka við-
tal við ráðherrann einan, enda
teljum við að umsjónarmenn
þáttarins hafi alla burði til að
veita þeim sem hingað koma
málaefnalegt og nauðsynlegt við-
nám. Það var gert í þættinum.
Steingrími var tjáð í símtalinu
um klukkan 18, að upphafleg
áætlun hefði raskast. Engin rök
hníga að því að bera þurfi ástæð-
ur þess sérstaklega
upp við hann til sam-
þykktar, synjunar eða
annars.
Kastljós hefur að
undanförnu oftsinnis
fjallað um málefni
Kárahnjúkavirkjunar,
ýmist með viðtölum
eða rökræðum. Ekki er
með nokkrum hætti
hægt að halda því fram
að sú umfjöllun hafi
gengið gegn skyldum
Ríkisútvarpsins um
óhlutdræga umfjöllun.
Að auki verður að halda því til
haga að viðtal við ráðherra í sjón-
varpsþætti er ekki sjálfkrafa
merki um „hlutdræga umfjöllun“.
Ráðherrar og fleiri óska oft
eftir því að þurfa ekki
að skiptast á skoðun-
um við aðra í mynd-
veri.
Hvort orðið er við
því ræðst af ritstjórn-
arlegu mati hverju
sinni, rétt eins og í
gær. Margsinnis
hefur koma ráðherra
verið afþökkuð, þegar
þeir hafa gert að skil-
yrði að skiptast ekki á
skoðunum við stjórn-
arandstöðu eða aðra.
Ríkisútvarpið er
vettvangur ólíkra skoðana, það
veit Steingrímur J. Sigfússon
mætavel og reyndar manna best,
enda eru fáir, ef nokkur, sem
fenginn hefur verið jafn oft til að
tjá sig um mál líðandi stundar og
hann. Ríkisútvarpið og starfs-
menn þess reyna ætíð að fjalla
um mál af óhlutdrægni og tekst
það oftast nær ágætlega, þó alltaf
megi gott bæta. Viðtal við ráð-
herra táknar því ekki, þó Stein-
grímur haldi öðru fram, að Ríkis-
útvarpið bregðist skyldu sinni.
Þórhallur Gunnarsson
ritstjóri Kastljóss
Ég er í öllum meginatriðum sam-
mála því sem fram kemur í svari
Þórhalls og hef í sjálfu sér ekki
miklu við það að bæta. Þó vil ég
undirstrika að umsjónarfólk Kast-
ljóss stóð í gær frammi fyrir til
þess að gera einfaldri ritstjórnar-
legri spurningu: Hvort er á þess-
um tímapunkti áhugaverðara
fyrir áhorfendur Sjónvarpsins að
hlýða á viðtal við fyrrverandi iðn-
aðarráðherra um þetta tiltekna
málefni eða formann Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs? Ljóst var að ekki kæmu
bæði fram í einum og sama þætt-
inum vegna afstöðu ráðherrans.
Niðurstaðan varð sem sé fyrr-
greindi viðmælandinn.
Að tala um að þetta sé „..niður-
lægjandi..“ fyrir Ríkisútvarpið,
eða „ofboðslegt að verða vitni að
því að Ríkisútvarpið skuli þjóna
valdinu með þessum hætti“ finnst
mér sannast sagna vera broslega
verðbólgin notkun á orðum.
Virðingarfyllst,
Páll Magnússon
útvarpsstjóri
Svar við opnu bréfi Steingríms J. Sigfússonar
PÁLL MAGNÚSSON
Göngur og réttir
Sigurður Sigurðarson dýralæknir
skrifar
Fram undan eru göngur, réttir og
fjárrag líkt og tíðkast hefur hér á landi
öldum saman.
Á síðari árum hefur framkvæmd
smalana sums staðar versnað sökum
mannfæðar og skipulagsleysis, sökum
mismunandi slátrunartíma lambanna
og vegna jarða, sem lagðar hafa verið
í eyði af búleysingjum úr þéttbýli
o.fl. Brýnt er að göngur fari fram
samtímis í löndum sem liggja saman
og ekki eru aðgreind frá öðrum með
girðingum, vötnum, fjallgörðum eða
jöklum. Þetta gildir jafnt um afrétti
og heimalönd á fjöllum, heiðum og
láglendi.
Nauðsynlegt er að stjórnir upprekstr-
arfélaga og bændur almennt hafi í
tæka tíð samráð um það hvað betur
megi fara í þessum efnum og að
sveitarstjórnir fylgi því eftir að öll
lönd, þar sem fjárvon er, séu smöluð.
Hafið samráð um framkvæmd þess-
ara mála, sem tryggir sem skilvirkasta
smölun og gleymið ekki að taka tillit
til hóflegrar og góðrar meðferðar á
fénaðinum, sem smalað er, hestun-
um sem notaðir eru og hundunum.
Hundbeitið ekki féð, sveltið ekki
fénaðinn eða þreytið um of. Sjáið
um að nægar hvíldir séu fyrir fólk og
skepnur, nóg vatn og fóður fyrir fénað-
inn og njótið lífsins, náttúrunnar og
samverunnar, hvernig sem veðrið er.
Takið eftir því hver og einn sem
smalar, og látið fjallkónga og rekstrar-
stjóra og réttastjóra og dýralækna
vita af skepnum, sem dragast aftur úr,
hafa vanþrifist eða sýna grunsamleg
einkenni um riðuveiki, garnaveiki eða
annað, sem máli gæti skipt, svo að
unnt sé að taka þær kindur frá, flytja
þær sér til byggða eða sækja þær
þangað sem skilja verður þær eftir
og draga þannig úr hugsanlegri smit-
hættu, sem gæti leitt til þungbærra
og langvinnra áfalla og til að létta
þjáningar skepnanna.
Drekkið hóflega vín og aldrei um of
svo að dómgreindin haldist í lagi,
einnig þegar komið er ofan í réttir
og á gleðifundi. Haldið aftur af ykkur
og verslið ekki með líffé, þar sem
smithætta er til staðar, skiptist ekki
á hrútum og farið gætilega í að hýsa
ókunnugt fé. Það hefur reynst mörg-
um dýrkeypt.
Bændur
bera ekki ábyrgð
á háu verðlagi
á Íslandi
Minni verðmunur er á íslenskum
landbúnaðarafurðum en öðrum matvælum
miðað við meðalverð þeirra í fimmtán löndum
Evrópusambandsins. Ýmis þjónusta er mun
dýrari á Íslandi en í þessum löndum.
Fræðsluauglýsing nr. 2
Bændasamtök Íslands
16
40
.2
Bra
uð o
g ko
rnvö
rur
Hót
el og
veit
inga
r
Sam
gön
gur
Föt
og s
kór
Men
ning
og
afþr
eyin
g
100
110
120
130
140
150
160
170
182
168 167
149 146
180
190
Mjó
lk, o
star
og
egg Kjöt
143 140
Í súluritinu hér að ofan er stuðst við þrjár ítarlegar verðkannanir EUROSTAT, hagstofu Evrópusambandsins.
Vísitalan 100 sýnir meðalverð í 15 löndum Evrópusambandsins.
Þjónusta hótela og veitingahúsa, samgöngur, fatnaður og ýmsar matvörur
eru hlutfallslega dýrari hérlendis en kjöt og mjólkurvörur.
VIÐBRÖGÐ
Útvarpsstjóri svarar formanni VG