Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 30
 2. september 2006 LAUGARDAGUR30 Fyrir rúmlega viku tókst Natöschu Kampusch, átján ára stúlku í Austurríki, að sleppa úr klóm Wolfgangs Priklop- il sem hafði rænt henni og haldið fanginni í földu herbergi í bílskúr sínum í heil átta ár. Örlög hennar hafa vakið mikla athygli um heim allan og fengið ítarlega umfjöllun í fjölmiðlum. Árin átta hafa sett djúp mörk á hana. Hún hefur ekki viljað hafa samband við foreldra sína en seg- ist sakna Priklopils, hann hafi verið það stór hluti af lífi hennar. Hún hefur skýrt frá því að hann hafi frá upphafi sagt henni lygar um að hann hafi viljað fá lausnargjald frá foreldrum hennar. Hann hafi haft samband við þau hvað eftir annað, en þau ekki sýnt neinn áhuga á að verða við kröfum hans. Hún hafi greinilega ekki skipt þau svo miklu máli. Priklopil framdi sjálfsmorð með því að henda sér fyrir járn- brautarlest sama daginn og Natas- cha strauk frá honum. Harmleikur í Belgíu Einungis fáum árum áður en Prik- lopil rændi Natöschu höfðu mann- rán belgíska barnaníðingsins Marc Dutroux verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Dutroux hafði rænt sex stúlkum, haldið þeim í prísund í kjallara sínum og nauðgað þeim öllum, stundum í félagi við aðra. Fjórar þeirra fund- ust látnar en tveimur stúlknanna var bjargað, þeim Sabine Dar- denne, sem þá var tólf ára, og Laetitiu Delhez, sem var fjórtán ára. Sabine Dardenne skrifaði síðar bók um reynslu sína, sem varð met- sölubók í Belgíu og víðar. Mörg önnur dæmi eru um rán á ungum stúlkum, sem haldið hefur verið föngnum mánuðum og jafn- vel árum saman. Sumar þeirra sluppu lifandi úr klóm ræningja sinna, en hafa átt misjafnlega erf- itt með að laga sig að lífinu eftir á. Í Japan var til dæmis tíu ára stúlku, Sano Fusako, rænt árið 1990 og henni haldið í ömurlegri vist í heil níu ár áður en hún slapp. Í Bandaríkjunum rændi Thomas Hose í Pennsylvaníu ungri stúlku, Tanyu Kach, og hélt henni fanginni á heimili sínu í fjögur ár. Í Salt Lake City var fjórtán ára stúlka, Elizabeth Smart, numin brott úr svefnherberginu heima hjá henni þann 5. júní árið 2002, en hún fannst á lífi níu mánuðum síðar í fylgd með heimilislausu pari ekki langt frá heimili hennar. Hún hefur náð sér nokkuð vel og fór í tónlist- arnám, en segir að lífið verði aldrei aftur eins. Sum frægari en önnur Sum barnsránin verða þó frægari en önnur, og þá gjarnan vegna þess að foreldrar barnanna eru frægari en aðrir. Eitt frægasta barnsrán sögunnar er til dæmis rán og morð á kornungum syni bandaríska flug- kappans Charles Lindbergh árið 1932, sem þá var á hátindi frægðar sinnar, en um síðir var maður dæmdur til dauða fyrir verknað- inn. Syni söngvarans Frank Sinatra var einnig rænt árið 1963, en honum var skilað aftur tveimur dögum síðar eftir að faðir hans hafði greitt 240 þúsund dali í lausnargjald. Einna frægustu dæmin um rán á börnum frægra auðkýfinga eru þó væntanlega ránin á þeim John Paul Getty og Patty Hearst, sem bæði voru þó komin á fullorðinsár þegar þeim var rænt. John Paul Getty var rænt árið 1973. Afi hans og alnafni, sem þá var ríkasti maður heims, þverneit- aði að greiða uppsett lausnargjald fyrr en mannræningjarnir höfðu skorið annað eyrað af honum og sent til dagblaðs með þeim skila- boðum að hitt eyrað yrði sent ef peningarnir yrðu ekki komnir innan tveggja vikna „Með öðrum orðum, hann mun koma aftur í litl- um pörtum.“ Afinn átti þó erfitt með að láta undan, en fékk samið um að lækka lausnargjaldið úr 17 milljónum dala niður í tvær milljónir. Getty fannst skömmu síðar heill á húfi á Ítalíu, en ræningjar hans hafa aldrei fundist. Patty Hearst, dóttur banda- ríska auðjöfursins William Randolph Hearst, var rænt árið 1974 af samtökum sem nefndu sig Symbionese Liberation Army, býsna torskildu nafni. Hún hjálp- aði mannræningjum sínum að ræna banka eftir að þeir höfðu haldið henni í gíslingu í tvo mán- uði, en var handtekin haustið 1975 og reyndi þá að verja sig fyrir rétti með því að segjast hafa verið illa haldin af Stokkhólmsheilkenn- inu svokallaða, auk þess sem hún hafi verið þvinguð til að aðstoða við bankaránið.gudsteinn@frettabladid.is PATTY HEARST Á leiðinni í réttarsalinn fyrir að hafa aðstoðað ræningja sína við banka- rán. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Börn í klóm mannræningja SONUR LINDBERGHS FLUGKAPPA Charles Lindbergh yngri var rænt árið 1932, aðeins tveggja ára að aldri, og fannst hann látinn tveim mánuðum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY NATASCHA KAMPUSCH Henni tókst að strjúka frá mannræningja sínum eftir átta ár í prís- undinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELIZABETH SMART Hún var níu mánuði í haldi mannræningja veturinn 2002 til 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á hverju einasta ári er þúsundum manna rænt víða um veröld. Stór hluti þeirra er börn. Sumum þeirra er rænt af kynferðisbrotamönnum, öðrum af glæframönnum sem vilja fá væna fúlgu í lausnargjald. MÍMIR símenntun Mímir-símenntun • Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími 580 1800 • mimir@mimir.is • www.mimir.is e in n t v e ir o g þ r ír 4 .1 63 MÍMIR símenntun Við erum flutt í Skeifuna 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.