Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 2
2 2. september 2006 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS H ö n n u n O d d i V O _ B 7 4 4 0 Fjölbrey tt úrval af nýjum jólaútsaum Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur • Sími 585 0500 • www.skola.is Opið virka daga kl. 9-18 og á laugardögum kl. 10-14 Jóladagatal fyrir pakka 3.990kr. ÍRAK, AP Björgunarsveitir unnu að því í gær að grafa líkamsleifar fólks út úr rústum húsa sem sprengd voru í loft upp í Bagdad í fyrrakvöld. Í greinilega samhæfðri aðgerð voru margar sprengjur sprengdar og sprengiflaugum skotið á sama hálftímanum, með þeim afleiðingum að minnst 64 biðu bana og 286 særðust, að sögn lögreglu. Flest fórnarlambanna voru sjía- múslimar. Árásirnar grófu enn undan fullyrðingum forsætisráð- herrans, sjíans Nouri al-Maliki, um að innbyrðis átök sjía og súnnía væru á undanhaldi. - aa Samræmd tilræði í fyrrakvöld: Á sjöunda tug fórust í Bagdad Í RÚST Íbúar í rústum húss sem sprengt var í hverfi sjía í A-Bagdad í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lúkas, ætlið þið að Zola Ítal- ana upp úr skónum? „Okkur langar að gera það, það er spurning hvað þeir segja við því.“ Lúkas Kostic er þjálfari U21-árs landsliðs Íslands í knattspyrnu. Ungmennalands- lið Íslands og Ítalíu áttust við í gær á Laugardalsvelli. Gamla knattspyrnugoðið Gianfranco Zola er aðstoðarþjálfari ítalska liðsins. ORKUVEITAN Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að breyta stefnu sinni varðandi frístundabyggð við Úlfljótsvatn. Fyrirhuguðum húsum verður fækkað úr sex hundruð í sextíu. Breytingin kostar Orkuveituna 125 milljónir króna; sjötíu milljónir í þegar útlagðan kostnað og fimmtíu milljónir fyrir að hætta við verkefnið. Tekjur koma á móti þegar lóðir verða seldar. „Við ætlum að viðhalda svæðinu sem útivistarsvæði fyrir almenning,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar. „Við viljum að sama starfsemi verði þarna áfram og eflist.“ - ghs Frístundahús við Úlfljótsvatn: Sextíu hús en ekki sexhundruð GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Stjórnar- formaður Orkuveitunnar vill viðhalda svæðinu sem útivistarsvæði. ERJUR Lögregla var kölluð að húsi í austurbænum í gær vegna ótta nágranna um að til stæði að fella friðað tré þar sem húseigandi hafði ráðið gröfumann til að grafa fyrir nýrri klóaklögn. Að sögn nágranna var gröfu- maður byrjaður að höggva í tréð þegar einn nágranninn, Hannah Beadman, settist við hlið trésins til að stöðva verkið. „Áður en gröfumaðurinn stöðvaði vinnu sína sveiflaði hann skóflunni rétt yfir mér, með þeim afleiðingum að kapall sem liggur við skófluna rakst í höfuðið á mér.“ Húseigandinn, Jónas Sigurðs- son, sagði aldrei hafa staðið til af sinni hálfu að fella tréð. „Ég réð bara sérfræðing í verkið og hann sér um hvernig það er gert.“ Þórólfur Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, segir að reglur séu hjá borginni um friðun trjáa og kveði þær á um að sækja þurfi um leyfi til að fella tré sem eru hærri en átta metrar eða eldri en sextíu ára. „Árlega berast rúmlega fimmtíu beiðnir um að fella tré, sem er leyft í langflestum tilfellum.“ Varðandi þetta tiltekna tré telur Þórólfur að það sé yfir sex- tíu ára gamalt og því húseiganda skylt, samkvæmt reglum, að sækja um leyfi hyggist hann fella það. „En það eru engin viðurlög ef brotið er gegn þessum reglum og kerfið því máttlaust að því leyti.“ - sdg FRIÐAÐ TRÉ Garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar telur að tréð geti verið frá árinu 1930. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Leyfi þarf frá borginni til að fella tré sem er eldra en sextíu ára: Nágrannaátök um friðað tré LÖGREGLUMÁL Tveir menn af erlendum uppruna eru nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til að smygla fíkniefnum hingað til lands í fyrradag. Mennirnir voru handteknir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ásamt tveimur ferðafélögum, við komuna til landsins eftir að tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli gerði lögreglu viðvart. Mennirnir eru arabar, búsettir hér á landi. Fjórmenningarnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit tollgæslu eftir að grunsemdir vöknuðu um að mennirnir væru með fíkniefni í farteskinu. Eftir leit á mönnunum voru þeir sendir í gegnum- lýsingu og reyndust þá tveir þeirra hafa fíkniefni innvortis. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald þar til efnin skila sér. Þetta er fjórða tilfellið á tíu dögum þar sem menn eru gripnir af Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni innvortis. Suður-amerískur maður á fertugsaldri var handtekinn á dögunum, með rúmlega sjö hundruð grömm af hassi innvortis, og nú síðast var sautján ára piltur gripinn með um hundrað grömm af kókaíni í endaþarmi. - æþe Tveir menn handteknir fyrir fíkniefnasmygl í Leifsstöð í fyrradag: Voru með fíkniefni innvortis KÖNNUN Fylgi Vinstri grænna hefur aukist um tvö prósentustig samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup og mælist nú 22 prósent. Fréttastofa útvarps greindi frá þessu í kvöldfréttum sínum í gær. Fylgi Samfylkingarinnar stendur í stað í 25 prósentum, fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar um tvö prósentustig og er nú 41 prósent og fylgi Framsóknar- flokksins mælist níu prósent og hefur minnkað um eitt prósentu- stig. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist nú þrjú prósent. - sh Ný skoðanakönnun Gallup: Fylgi Vinstri grænna eykst LÖGREGLUMÁL Tollverðir fundu tíu kíló af amfetamíni við afgreiðslu ferjunnar Norrænu í fyrradag. Tveir Litháar földu efnið í bifreið sinni. Mennirnir hafa verið úrskurð- aðir í fjögurra vikna gæsluvarð- hald. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði naut aðstoðar tollvarða frá embætti Tollstjórans í Reykjavík og embætti sýslumannsins á Eskifirði, lögreglumanna frá Ríkislögreglustjóra og Lögreglu- stjóranum á Keflavíkurflugvelli. - æþe Fíkniefnafundur í Norrænu: Tveir Litháar í gæsluvarðhald STJÓRNMÁL „Við eigum að vera reiðubúin til viðræðna um að mynda öflugan skýran valkost á móti núverandi ríkisstjórn,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á fundi flokksráðs VG á Grand Hóteli í gær. Steingrímur fór yfir ástand og horfur í stjórnmálunum og sagði það hljóta að vera eðlilegan metnað stjórnarandstöðu á hverjum tíma að reyna að bjóða upp á sjálfa sig sem valkost. Hann sagði aðstæður góðar til að stjórnarandstaðan byggi svo um hnúta, þar sem hægri stjórn sæti að völdum. Í ræðunni tæpti Steingrímur á þeim málefnum sem hann taldi að kjósa þyrfti um. Nefndi hann fyrst umhverfismálin og sagði: „Næstu kosningar eiga að vera uppgjör við landdrekkingarstefnu Framsóknar- flokksins og ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum.“ Að auki nefndi hann utanríkismál, atvinnu- og byggðamál og sagði að línur ættu að vera skýrar, ekki ætti að bjóða upp á miðjumoð heldur græna velferðar- stefnu. Eftir ræðuna sagðist Steingrím- ur í samtali við Fréttablaðið ekki vera að þrýsta á hina stjórnarand- stöðuflokkana um sérstakt kosn- ingabandalag. „Við erum í ágætis tengslum og ég veit að það er verið að ræða svip- aða hluti hjá þeim. Þetta liggur kannski öðruvísi hjá Samfylking- unni og þess vegna Frjálslyndum, þau eru á miðjunni og horfa til fylg- is á svolítið öðrum forsendum en við.“ Þótt Steingrímur leggi ríka áherslu á samstarf núverandi stjórnarandstöðuflokka útilokar hann ekki samstarf við Framsóknar- flokk og Sjálfstæðisflokk. Hann sagðist þó telja Framsóknarflokk- inn hafa þörf á hvíld. „Ekki bara pólitíkurinnar og stóriðjustefnunnar vegna, mér hefur bara sýnst hann vera þannig á sig kominn að hann þurfi mikinn tíma til að koma sínum málum í lag.“ Aðspurður neitaði Steingrímur því að það væri lífsspursmál fyrir VG að komast í ríkisstjórn eftir kosningar. „Við erum ekki flokkur þeirrar gerðar að völdin séu sálu- hjálparatriði.“ Í könnun sem Gallup kynnti í gær mælist fylgi VG 22 prósent, tveimur prósentum meira en í síð- ustu könnun á undan. Steingrímur sagðist telja málefnalegar innistæð- ur fyrir fylginu. „Ég þykist skynja það sterkt úti í þjóðfélaginu. Fylgis- grunnur okkar er stöðugri en hann hefur nokkru sinni verið.“ bjorn@frettabladid.is Steingrímur J. vill samstarf til vinstri Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir eðlilegt að stjórnarandstöðuflokk- arnir bjóði sig fram sem valkost við ríkisstjórnina. Hann útilokar ekki samstarf við núverandi stjórnarflokka en segir Framsóknarflokkinn hafa þörf á hvíld. SAMSTARF TIL VINSTRI Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vill að næsta ríkisstjórn hafi græna velferðarstefnu að leiðarljósi. LEIFSSTÖÐ Síðustu tíu daga hefur Tollgæslan í Leifsstöð fjórum sinnum stöðvað menn sem hafa haft fíkniefni innvortis. SKÁK Hannes Hlífar Stefánsson varð Íslandsmeistari í skák í gærkvöldi eftir jafntefli í fjórðu og síðustu einvígisskákinni við Héðin Steingrímsson. Hannes tryggði sér með því umræddan titil í áttunda sinn og sló þar með 50 ára gamalt met Baldurs Möller, sem vann titilinn sjö sinnum á sínum tíma, eins og reyndar Eggert Gilfer síðar. Æsispennandi skákinni lauk með jafntefli eftir 34 leiki og urðu lokaúrslitin tveir og hálfur vinningur Hannesar gegn einum og hálfum vinningi Héðins. Fjöldi manns lagði leið sína í hús Orku- veitunnar til að fylgjast með. - sh Íslandsmótið í skák: Hannes sigraði í áttunda sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.