Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 36
[ ] Króatía verður sífellt vinsælli ferðamannastaður hjá Íslend- ingum. Króatía laðar ferða- menn að vegna náttúrufegurð- ar og mikillar fjölbreytni, en landið hefur upp á að bjóða allt frá merkum söfnum til sól- ríkra stranda og jaðaríþrótta. Balkanskaginn hefur síðustu ár orðið vinsælli ferðamannastaður meðal Vestur-Evrópubúa á ný eftir að ófriðnum þar lauk. Balk- anskaginn hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn, ríkulega menningararfleið, góðan mat og fallegt umhverfi. Króatía er eitt þeirra landa sem Íslendingar hafa sótt heim í meiri mæli síðustu ár hvort sem er fyrir hefðbundnar borgarferðir eða þá sólarlandaferðir þar sem strend- urnar við Adríahafið freista sól- dýrkenda. Ferðamannastaðirnir eru víða en ber þó helst að nefna borgirnar Zagreb og Dubrovnik fyrir ein- staka fegurð og ferðamannaupp- lifun. Borgin Dubrovnik er í Suður- Króatíu í nálægð við Svartfjallaland og stendur við Adríahafið. Borgin er þekkt fyrir gríðarlega náttúru- fegurð, er gömul virkisborg og er á heimsminjaskrá UNESCO vegna ríks menningararfs. Borgin er sérlega heillandi með mikið af þröngum götum, kaffihúsum og söfnum. Við borgina eru einnig fallegar strendur og ýmis dægra- stytting í boði eins og siglingar, klettaklifur, dýfingar, köfun, skot- veiði og stangveiði. Einnig er ekki langt í Svartfjallaland og þá nátt- úrufegurð sem það býr yfir. Höfuðborg Króatíu, Zagreb, er staðsett norðarlega í landinu. Borgin skiptist í þrjá hluta, Gornji Grad, sem er um þúsund ára gam- all bæjarhluti, Donji Grad, nítj- ándu aldar hverfi sem hefur að geyma fallega garða og góð veit- ingahús, en mikið gætir af ítölskum áhrifum í matargerðinni, og Novi Zagreb eða Nýja-Zagreb, nútímahverfi með háum bygging- um. Því er óhætt að segja að Zag- reb hafi upp á margar ólíkar sýnir að bjóða fyrir ferðamenn. Í Zag- reb er einnig hægt að versla hrein býsn enda úrvalið mikið og verð- lagið lágt. Króatía er sannarlega áfanga- staður sem vert er að athuga þegar ákveðið er hvert skal haldið í næsta frí. Nokkrar haustferðir verða farnar með íslenskum ferðaskrifstofum næstu mánuði og einnig verða ferðir næsta vor. johannas@frettabladid.is NÁNARI UPPLÝSINGAR MÁ FINNA Á EFTIRFARANDI SÍÐUM: http://www.visit-croatia.co.uk/zagreb/ http://www.dubrovnik-online.com http://www.croatia.hr www.plusferdir.is www.exit.is www.netferdir.net www.baendaferdir.is www.heimsferdir.is Fjölbreytt ferðamannaperla Kringum gamla hverfið í Dubrovnik liggur virkisveggur sem reistur var á 15. öld. Dubrovnik í Króatíu við Adríahaf. Þetta hverfi var byggt á sjöundu öld og einkennist af rauðum þökum. Zagreb í Króatíu er sannkölluð stórborg með ríku menningarlífi, iðandi mannlífi, góðum veitingastöðum og verslunargötum. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Nú hafa reglur um handfarangur verið verulega hertar. Leitið upplýsinga um hvernig málum er háttað hjá flugfélaginu sem þið ferðist með og til þess lands sem þið eruð að fara, áður en lagt er af stað. pi pa r / S ÍA Fyrst í fjallið Þú ert í forgangi hjá Avis Bílaleigubíll í Þýskalandi Vika á flokk I Opel Vectra station eða sambærilegum bíl 333 Evrur. Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur, kaskó og þjófatrygging, flugvallargjald og skattar. til Würzburg s: 570 2790 www.baendaferdir.is Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Würzburg sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug- myndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber. í Þýskalandi 30. nóvember - 3. desember 2006 7. - 10. desember 2006 14. - 17. desember 2006 Verð kr. 64.900 á mann í tvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels, skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf. Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.