Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 24
2. september 2006 LAUGARDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
Elsku maður minn og faðir okkar,
Kristján Örn Valdimarsson
bifreiðastjóri, Hábergi 14, Reykjavík, áður
Miðsitju, Skagafirði,
varð bráðkvaddur mánudaginn 28. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 8.
september kl. 15.00.
Kristín Rannveig Óskarsdóttir
Andri Kristjánsson
Brynjar Kristjánsson
Ástkæra móðir okkar, amma og
langamma,
Ingibjörg Júlíana Guðlaugsdóttir
frá Svarfaðardal,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði
sunnudaginn 27. ágúst, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 5. september kl. 14.00.
Kristín S. Einarsdóttir
Hulda B. Lúðvíksdóttir Brynjar Roine
Ólafur Bjarnason
Guðlaugur J. Bjarnason
Bjarni B. Bjarnason
Andrea K. Bjarnadóttir Gutti Guttesen
Ragnhildur Bjarnadóttir Jóhannes Hreggviðsson
Helga M. Bjarnadóttir
Jóna I. Bjarnadóttir Sæmundur Pálsson
Atli Steinar Bjarnason
Anna G. Bjarnadóttir Ásgeir Skúlason
Bessi Bjarnason Maíbrit Jakobsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Þórdís Gísladóttir
Klapparstíg 5, Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 30. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju miðvikudaginn
6. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
að láta kvenfélagið Baldursbrá eða F.S.A. njóta þess.
Andrés Bergsson
Arnar Andrésson Hrefna Kristín Hannesdóttir
Gísli Andrésson Ingibjörg Jónsdóttir
Jón Andrésson Margrét Pálsdóttir
Guðrún Andrésdóttir Jakob Tryggvason
ömmu- og langömmubörn.
LEIKKONAN SALMA HAYEK
FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ
1968.
„Ökuleiknin sem ég
öðlaðist í Mexíkó hefur
hjálpað mér að komast í
gegnum Hollywood.“
Salma býr vel að reynslu
æskuáranna í Mexíkó.
Aðfaranótt 2. sept-
ember 1666 kom upp
eldur í London sem
gleypti um það bil
13.200 hús, þar af 87
kirkjur, áður en yfir
lauk. Bálið geisaði í
fimm daga og þrátt
fyrir allar hörmungarn-
ar er talið að eldurinn
hafi aðeins kostað sex
manns lífið en hundr-
að þúsund manns sátu
eftir heimilislausir.
Timburhús frá
miðöldum voru
algeng í borginni á þessum árum. Mörg þeirra voru
tjöruborin, til þess að verjast rigningu, en það gerði
þau vitaskuld eldfimari. Þar fyrir utan voru götur
borgarinnar þröngar og húsin stóðu þétt saman
þannig að eldurinn
barst svo hratt milli
húsa að ekki varð við
neitt ráðið. Reynt var
að rífa hús til þess að
stöðva eldhafið en
fólk hafði ekki undan
þannig að hvert húsið
á fætur öðru varð
eldinum að bráð.
Eldurinn kviknaði fyrst
í ofni hjá bakaranum
Thomas Farrinor en
talið er að hann hafi
gleymt að slökkva
eldinn í bakarofni
sínum með þeim afleiðingum að glóð barst í eldi-
viðarstafla. Árið 1986 sáu bakarar í London ástæðu
til þess að biðjast afsökunar á þessari örlagaríku
gleymsku kollega síns.
ÞETTA GERÐIST 2. SEPTEMBER 1666
Eldur leggur London í rúst
MERKISATBURÐIR
1625 Gos hefst í Kötlu í Mýrdals-
jökli.
1666 Átta týna lífi og þrettán
þúsund hús í Lundúnum
eyðileggjast í stórbruna.
1792 Æstur múgur sækir klerka
og aðalsmenn í fangelsi
Parísar og tekur þá af lífi.
1870 Napóleon III gefst upp fyrir
Prússum.
1898 Vélbyssa er notuð í orrustu
í fyrsta sinn.
1942 Þýskir hermenn ráðast inn í
Stalíngrad.
1944 Anna Frank er send í útrým-
ingarbúðirnar Auschwitz.
1945 Japanir gefast upp fyrir
bandamönnum.
1982 Heimili Keith Richards
brennur til kaldra kola.
Borgarholtsskóli, einn
yngsti framhaldsskólinn á
höfuðborgarsvæðinu, var
settur í fyrsta sinn þann 2.
september 1996 og fagnar
því tíu ára afmæli sínu í
dag. Skólinn hefur stækkað
töluvert á þessum árum og
fjöldi nemenda meira en
þrefaldast. Stefna Borgar-
holtsskóla hefur alltaf verið
að leggja áherslu á fjöl-
breytni.
„Okkar metnaður er að
geta sinnt öllum þeim breiða
hópi sem kemur upp úr
grunnskólunum,“ segir
Ólafur Sigurðsson, skóla-
meistari Borgarholtsskóla.
„Framhaldsskóli er í dag
svo miklu meira en bara
menntaskóli. Námsfram-
boðið hjá okkur er þannig
að það ættu allir að finna
eitthvað við sitt hæfi. Við
bjóðum upp á starfsnám,
bóknám og listnám.“ Borg-
arholtsskóli er t.d. einn
fárra skóla sem bjóða upp á
nám í upplýsinga- og fjöl-
miðlagreinum, og hann er
eini skólinn sem kennir
margmiðlunarhönnun. Skól-
inn er jafnframt einn um að
bjóða upp á nám í bíliðn-
greinum. „Við viljum vera
til staðar fyrir mjög fjöl-
breyttan hóp og teljum að
það séu mikil verðmæti að
hafa spegilmynd af samfé-
laginu í nemendahópnum,“
segir Ólafur.
Í tilefni af afmælinu
verður velunnurum skól-
ans boðið til hátíðahalda í
dag. „Ný kynningarmynd
um skólann verður sýnd og
í næstu viku verðum við
með blað sem verður dreift
um hverfið og víðar,“ segir
Ólafur. „En meginþema
afmælisins er annað og
stærra,“ bætir hann við.
Borgarholtsskóli hefur
tekið höndum saman við
ABC barnahjálp og Grafar-
vogskirkju við að setja af
stað fjársöfnun fyrir skóla
fyrir fátæk börn í Paki-
stan.
„Einn kennaranna við
skólann er frá Pakistan.
Hann vinnur nú að því að
koma upp sómasamlegu
skólastarfi í fátækum hér-
uðum þar í landi,“ segir
Ólafur. „Við viljum styðja
við bakið á honum og setj-
um okkur það markmið að
safna þremur milljónum.
Það dugar fyrir 200 manna
skóla með öllum búnaði.“
Styrktartónleikar í Grafar-
vogskirkju verða hápunkt-
ur söfnunarinnar sem Ólaf-
ur segir standa í beinu
sambandi við stefnu skól-
ans: „Við störfum með það
að leiðarljósi að framhalds-
skóli sé fyrir alla, og ætlum
okkur áfram í þá átt.“
BORGARHOLTSSKÓLI: FAGNAR 10 ÁRA AFMÆLI
Nemendurnir gera skólann að
dýrmætum samfélagsspegli
ÓLAFUR SIGURÐSSON SKÓLAMEISTARI BORGARHOLTSSKÓLA Vill að nemendahópurinn sé spegilmynd af samfélag-
inu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Allra fyrsta starfið sem
ég fékk borgað fyrir var
þegar ég sópaði fyrir pabba
minn í prentsmiðjunni
Skjaldborg á Akureyri. Ég
var líklega fjögurra ára og
fékk fimm kall fyrir þetta
en það var nú bara í eitt
skipti,“ segir Jónsi og hlær
að minningunni. „Síðan
hjálpaði ég systur minni
stundum við að bera út en
það var ekki starf sem ég
var í sjálfur,“ bætir hann
við og segir fyrsta alvöru
starfið sitt hafa verið sem
kúasmali. „Ég var í sveit
nánast öll mín unglingsár
hjá Ingu og Þórhalli á
Kambsstöðum í Ljósavatns-
skarði í Suður-Þingeyja-
sýslu og það má segja að
þar hafi ég lært að verða að
manni,“ segir Jónsi þakk-
látur. „Þar rak ég kýrnar og
gekk bara alveg prýðisvel.
Þær voru merkilega ljúfar
við að láta reka sig, þessar
blessuðu kýr. Einu sinni
fékk ég að fara á hinum
nítján vetra gamla hesti
Garpi að reka kýrnar og
var ægilega ánægður með
mig alveg þangað til Garp-
ur ákvað snögglega að
stoppa til að bíta gras. Ég
held ég hafi aldrei farið í
eins glæsilegt heljarstökk
og það fram af hesti. Eftir
það hef ég verið mikill
aðdáandi hrossakjöts,“
segir söngvarinn ástsæli
og hlær.
JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON: FYRSTA STARFIÐ
Kúasmali varð að manni
KÚASMALINN Jónsi
eyddi unglingsárum
sínum sem vinnumaður
á Kambsstöðum þar
sem hann rak kýrnar
og lærði að verða að
manni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JARÐARFARIR
11.00 Sigurður Sigurðsson,
Hátúni 12, verður jarðsung-
inn frá Borgarneskirkju.
13.00 Leifur Hreinn Þórarinsson,
bóndi Keldudal, Skagafirði,
verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju.
14.00 Dagbjört Torfadóttir,
Hjallastræti 12, Bolungar-
vík, verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju.
14.00 Jón Ólafur Hermannsson,
frá Flatey, Hjarðarhóli 10,
Húsavík, verður jarðsunginn
frá Húsavíkurkirkju.
14.00 Margrét Karlsdóttir,
Skipholti, Hrunamanna-
hreppi, verður jarðsungin
frá Hrunakirkju.
14.00 Jóna Guðlaug Óskars-
dóttir, Illugagötu 14,
Vestmannaeyjum, verður
jarðsungin frá Landakirkju.
AFMÆLI
Ólafur Helgi
Kjartansson
sýslumaður er 53
ára.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson
er 49 ára.