Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 31
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Viktor Urbancic er mikill áhugamaður
um bíla enda starfar hann sjálfur sem
bílasali.
Þegar vel viðrar og við sérstök tækifæri
tekur Viktor fram Jagúar Mark2 árgerð
1968, en sá er ekki ósvipaður þeim sem Hall-
dór Laxness átti.
„Ég flutti hann inn fyrir nokkrum árum
síðan frá Þýskalandi, ég hefði getað gert það
frá Bretlandi en þá hefði stýrið verið öfugu
megin,“ segir Viktor um bílinn sem er um
það bil 200 hestöfl. „Mig hafði alltaf langað í
fornbíl sem þótti líka merkilegur í gamla
daga, bíl sem var ekki bara eins og hver
annar bíll þá. Mér finnst stundum eins og
orðið antík sé frekar ofnotað, að mínu mati
eru gamlir bílar ekki alltaf það sama og
antík. Þessi bíll þótti flottur þá og þykir það
enn,“ segir Viktor léttur í bragði.
Viktor segist lítið hafa þurft að gera fyrir
bílinn síðan hann festi kaup á honum. „Það
hefur verið mjög ódýrt að reka þennan bíl,
hann hefur þurft lítið viðhald auk þess sem
tryggingar á svona fornbílum eru ekki
háar.“
Númer bílsins er MK2 en það er stytting
á Mark2 sem er týpa bílsins. „Ég átti líka
einkanúmerið Jagúar en það passaði illa á
bílinn og gömlu svörtu númeraplöturnar
pössuðu sömuleiðis ekki vel þannig að MK2
varð niðurstaðan.“
Aðspurður um hvort hann hafi viljandi
keypt sér bíl eins og Laxness átti og hvort
honum líki samanburðurinn svarar hann:
„Nei það var ekkert svoleiðis, en ef ég er að
tala um bílinn við fólk þá er nóg fyrir mig að
segja að hann sé svipaður og Jagúarinn hans
Halldórs, þá vita allir hvað ég er að tala um,“
segir Viktor og hlær. valgeir@frettabladid.is
Laxness Jagúar
Viktor segir Jagúarinn vera eftirsóttan brúðkaupsbíl enda glæsilegur bíll. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Paris Expo sýningin
snýst ekki bara um bíla,
heldur allt þeim skylt.
Bílasýningin í París, sem
fer fram dagana 28. sept-
ember til 15. október, verð-
ur líklega einn stærsti við-
burðurinn í bílaheiminum
í ár.
Árið 2004 komu 1,4
milljónir gesta og 11.000
blaðamenn frá 98 löndum
á sambærilega sýningu í
París þar sem 500 tegund-
ir frá 30 löndum voru
kynntar og yfir 60 prósent
frumsýndra bíla það árið
voru kynntir í fyrsta sinn.
Það er því mikil spenna
í loftinu fyrir sýninguna
þetta árið og meðal annars
hefur heyrst að Porsche
ætli að kynna 911 Targa 4S
og 911GT3 RS bíla sína
þar. Að auki munu Caym-
an og Boxter S bílarnir
verða sýndir með nýjum
vélum.
Spennan magnast
Porsche mun meðal annars
kynna nýja bíla og vélar á
sýningunni.
HERRAJAKKAR
AÐ HAUSTI
Senn líður á haustið og
kuldinn heldur innreið
sína. Nægt úrval er af
fallegum og hlýjum
flíkum. TÍSKA 5
GÓÐAN DAG!
Í dag er laugardagurinn
2. september, 245. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 6.12 13.27 20.41
Akureyri 5.51 13.12 20.31
Höskuldsskáli í Hrafntinnuskeri
verður stækkaður. Aukningin
nemur tveimur álmum, en stækk-
un á eldhúsi og gistiaðstöðu er
hluti af henni. Sjá www.fi.is
Belgíski tískuhönnuðurinn
Olivier Theyskens er sagður vera í
samningaviðræðum um að taka
að sér listræna stjórn hjá tísku-
húsi Ninu Ricci. Theyskens missti
vinnu sína hjá hönnunarhúsinu
Rochas þegar því var lokað af
eigendunum.
Fornbílasýning verður haldin í
Reykjanesbæ í dag í tilefni Ljósa-
nætur. Félagar Fornbílaklúbbsins
munu sameinast á plani ÁTVR í
Keflavík frá 14.00-14.30 en bíl-
arnir aka af stað kl. 15.00 www.
fornbill.is
ALLT HITT
[BÍLAR TÍSKA FERÐIR]
TAKTU NÆSTA SKREF
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
1
2
8
ALLT A‹
100%
LÁNS
HLUTFALL
LÆGRI
VEXTIR
LÆGRA
LÁNTÖKUGJALD
TRYGGINGAR-
FÉLAG
ENGIN
SKILYR‹I UM
BÍLALÁN
Vi› lánum fyrir n‡jum og notu›um bílum á hagstæ›um kjörum án tillits til fless hvar flú tryggir bílinn e›a
hefur flín bankavi›skipti. Reikna›u láni› flitt á www.frjalsi.is, hringdu í síma 540 5000 eða sendu okkur
línu á frjalsi@frjalsi.is. Við viljum að þú komist sem lengst!
ÁFERÐARFALLEGUR
ORKUBOLTI
Brimborg frumsýnir í dag
nýjan Ford Explorer Sport
trac pallbíl. Bíllinn er
bæði aflmikill og lipur í
akstri. BÍLAR 2