Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 66
2. september 2006 LAUGARDAGUR20
Þessi viðkunnanlegi götulistamaður lék á nikkuna sína viðskiptavinum Kjöthallarinnar til ómældrar ánægju.
Fréttablaðið/Hörður
„Mér líður best á Ísafirði. Það er svo gott
andrúmsloft þar og mikið af fallegum fjöllum.
Krafturinn frá fjöllunum blandast rólegheitun-
um þar og það er ótrúlega góð blanda,“ segir
Birgitta Birgisdóttir leikkona en hún er ættuð
frá Súðavík og pabbi hennar ólst upp á Ísafirði.
„Síðastliðin tvö sumur hef ég verið að vinna á
Ísafirði með unglingum í leikhópnum Norrinn.
Þetta er götulistahópur innan unglingavinnunar
þar. Núna er ég komin aftur til Reykjavíkur og er
að æfa upp verk í Borgarleikhúsinu sem heitir
Amadeus og verður frumsýnt í október. Þannig
að það er nóg að gera en ég er líka endurnærð
eftir dvölina á Ísafirði.“
UPPÁHALDSSTAÐURINN
Kraftur í rólegheitunum
Birgitta Birgisdóttir leikkona nýtur
rólegheitanna á Ísafirði.
... að ungverska greifynjan Eliza-
beth Bathori er talin vera versta
morðkvendi sögunnar? Á ofanverðri
fimmtándu öld er talið að hún hafi
myrt meira en sex hundruð meyjar
til að drekka úr þeim blóð og baða
sig upp úr því til að viðhalda æsku-
blóma sínum. Þegar upp komst um
hana árið 1610 var hún lokuð inni
í kastala sínum allt til dauðadags
1614.
... að SPH v-5400 farsíminn frá Sam-
sung hefur mesta minni farsíma?
Síminn sem kynntur var í september
2004, hefur 1,5 GB minni. Þetta er
fyrsti síminn með sinn eigin harða
disk.
... að í miðju dulstirnisins SDSS
J1148+5251 er fjarlægasta svarthol
sem vitað er um? Rauðvik þessa
dulstirnis er 6,41 sem þýðir að það
er í þrettán milljarða ljósára fjarlægð
frá jörðu. Athuganir sem leiddu þetta
í ljós voru gerðar með UKIRT-sjón-
aukanum á Hawaii og niðurstöðurn-
ar voru kynntar 20. mars 2003.
... að stærsti loftsteinn í heimi fannst
í Hoba West í Namibíu árið 1920 en
hann mældist 2,7 m á lengd, 2,4 m á
breidd og vó 59 tonn.
... að bandaríski mjóhundurinn Cind-
erella May A Holly Gray hefur stokkið
hunda hæst? Cinderella, sem er í
eigu Kathleen Conroy og Kate Long
og þjálfuð af Lourdes Edlin og Sally
Roth, stökk 167,6 cm. Risastökkið
stökk hundurinn á hundasýning í
Gray Summit Missouri í Bandaríkjun-
um 3. október 2003.
VISSIR ÞÚ...
SJÓNARHORN
Fyrir konur í Hafnarfi rði og nágrenni sem vilja taka þátt í
skemmtilegu og gefandi kórstarfi þar sem spennandi verkefni
eru framundan. Æft er í nýjum salarkynnum Flensborgarskóla.
Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg.
Undirleikari er Antonía Hevesi.
Skráning fer fram dagana
5. sept. kl: 20-21 og 6. sept kl. 19-20
Gengið inní nýbyggingu Flensborgarskóla
Allar nánari upplýsingar veita:
Helga Sveinsdóttir í síma 565 4821 - 897 4821
og Steiney Halldórsdóttir 565 0431 - 699 6361
eftir kl: 16.30
Kvennakór Hafnarfjarðar
óskar eftir kórkonum!
Ljósheimaskólinn
Vegur til andlegs þroska og þekkingar
Skólinn er fyrir alla þá sem vilja kynnast fleiru en hinu efnislega og
öðlast víðari sýn á heiminn. Námið er byggt upp á fyrirlestrum,
fræðslu, hugleiðslu og öðrum æfingum. Það spannar 3 ár, alls 30
vikur árlega frá september til maí.
Námið hefst í annari viku september.
Nánari kynning á Ljósheimadag, Brautarholti 8, 3. sept.
frá 13-18, á www.ljosheimar.is eða í síma 551-0148
Gotið var fámennt en góðmennt en
aðeins kom þessi litla dama, Úlfrún.
Hún er undan innfluttum, ættbóka-
færðum verðlaunahundum. Malinois eru
belgískir fjárhundar, frábærir
vinnuhundar og yndislegir félagar.
Verðið er 250 þúsund.
Aðeins vant hundafólk kemur til greina
Silja, 662-4357. Heimasíða auglýst síðar.
Fyrsti Malinois hvolpurinn á Íslandi!!