Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 94
 2. september 2006 LAUGARDAGUR58 HRÓSIÐ FÆR … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 þó 6 bardagi 8 fley 9 æxlunar- korn 11 þreyta 12 festa 14 faðma 16 klafi 17 löng 18 fát 20 samtök 21 traðkaði. LÓÐRÉTT 1 not 3 frá 4 land 5 traust 7 súgur 10 hætta 13 sníkjudýr 15 hástétt 16 margsinnis 19 eldsneyti. LAUSN Sautján manna stórsveit Benna Hemm Hemm mun frumflytja nýja tónlist við hina tæplega aldar gömlu kvikmynd Berg Eyjvind oc hans hustru eða Fjalla-Eyvindur og kona hans á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík. Sýn- ingin verður í Tjarnarbíói 4. og 5. október en myndin er sænsk og er gerð af hinum virta Victor Sjöström og byggir á leikriti Jóhanns Sigurjóns- sonar. Hún segir frá hinum fátæka Eyvindi sem hefur þurft að stela til að hafa í sig og á en fær loks vinnu á bæ þar sem Halla býr. Þau verða ástfangin en þegar húsfólkið ber kennsl á Eyvind sem hinn illræmda þjóf flýja þau upp til fjalla. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt Hermanni Hermanns- syni var hann staddur í Sláturhús- inu við Hverfisgötu þar sem tón- smíðarnar fara fram. „Ég er eigin- lega að semja núna,“ sagði hann. „Er svona óþægilega nálægt því að vera nýbyrjaður,“ bætir hann við og hlær. „Mér finnst í raun aldrei óþægilegt að byrja og hóf störf svolítið seint en þetta gengur eins og sögu,“ segir Benedikt. Tón- listarmaðurinn var búinn að sjá myndina og leist mjög vel á grip- inn, sagði myndina vera bófasögu með dramatísku ívafi. „Þetta er alls ekki létt verk,“ viðurkennir hann. „Ég held að tónlistin þurfi að hljóma í allar sjötíu mínúturn- ar,“ bætir hann við. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst 28. september og stendur til 8. október. Á hátíðinni eru sýndar áttatíu myndir og hátt í tvö hundr- uð gestir munu sækja hátíðina heim. - fgg Benedikt í fótspor Fjalla-Eyvinds BENEDIKT HERMANN Semur tónlist við kvik- myndina Fjalla-Eyvind og konu hans sem sýnd verður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. FJALLA-EYVINDUR OG HALLA Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar var eitt fyrsta íslenska leikritið sem sló í gegn utan landsteinanna. LÁRÉTT: 2 samt, 6 at, 8 far, 9 gró, 11 lú, 12 negla, 14 knúsa, 16 ok, 17 síð, 18 fum, 20 aa, 21 tróð. LÓÐRÉTT: 1 gagn, 3 af, 4 malasía, 5 trú, 7 trekkur, 10 ógn, 13 lús, 15 aðal, 16 oft, 19 mó. „Ég er nú bara að skipta um vinnu. Það er ekki eins og ég sé að ganga í gegnum hjónaskilnað,“ segir Helgi Seljan sjónvarpsmaður. „Það var erfitt að kveðja vinnufé- lagana á Netaverkstæðinu á Eski- firði og byrja sem blaðamaður. Það er eins með þetta.“ Í gær skrifaði Helgi nokkuð óvænt undir samning við Pál Magnússon sjónvarpssjóra þess efnis að koma til starfa á RÚV en hann hefur starfað á NFS undan- farna mánuði við góðan orðstír. „Samstarfsmenn mínir á NFS eru alls góðs maklegir og þar er hver snillingurinn af öðrum. Ég ákvað með mjög skömmum fyrir- vara að þekkjast boð Þórhalls Gunnarssonar og ráða mig til starfa á Kastljósið. Mér finnst það afar spennandi kostur og nýjar lendur þó að starfið sé í grunninn það sama. Ég á eftir að sakna vinnufélaganna, sérstaklega Kötu (Katrínar Rutar Bessadóttur, sam- býliskonu Helga), en tíminn á NFS hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur.“ Enn er ekki að fullu búið að ganga frá starfslokum Helga og því óljóst hvenær hann birtist á skjá Ríkissjónvarpsins. Helga hefur skotið með ógnarhraða á stjörnuhimininn enda hefur hann vakið athygli fyrir að láta viðmæl- endur í sjónvarpssal ekki komast upp með neinn moðreyk, auk þess að teljast skjávænn í betra lagi. Helgi Seljan hefur nú farið eins og eldibrandur um hinn íslenska fjölmiðlaheim en á rétt rúmu ári hefur hann starfað, í þessari röð, á; Austurglugganum, DV, Talstöð- inni, NFS og nú er komið að RÚV. - jbg Helgi skoðar heiminn og kominn á RÚV HELGI SELJAN Hefur farið sem eldi- brandur um fjölmiðlaheiminn og nú er komið að RÚV. HRÓSIÐ FÆR... ... Ragnar Bragason fyrir að leggja sig fram við að blása nýju lífi í íslenska kvikmynda- gerð með kvikmyndunum Börn og Fullorðnir. Kvikmynd Sturlu Gunnarssonar Beowulf & Grendel var frumsýnd fyrir fullum sal í Háskólabíói á fimmtudaginn að viðstödd- um Gerald Butler sem fer með hlutverk kapp- ans Bjólfs í myndinni. Friðrik Þór Friðriksson, einn framleiðenda myndarinnar, ávarp- aði samkomuna fyrir sýningu og þakkaði Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, sérstaklega fyrir ómetanlega hjálp við gerð myndarinnar. Framleiðslan var nokkuð brösótt, ekki síst vegna fjárskorts, en Valgerður, sem þá var iðnaðarráðherra, reyndist kvik- myndagerðarfólkinu haukur í horni og „sprengdi margar stíflur“ sem voru í vegi framleiðendanna. Stíflu- sprengingar ráðherrans gerðu að sögn Friðriks honum og félögum hans kleift að ljúka við myndina, sem stóð oft ansi tæpt. Gerald Butler lét einnig nokkur orð falla í Háskólabíói og lýsti hrakningum og veðurofsa sem gerðu aðstandendum myndarinnar lífið leitt. Þá lét hann það flakka að vandræðalegasta augnablik ævi sinnar hefði hann upplifað á Íslandi þegar hann kom sársvang- ur inn á veitingastað úti á landi ásamt framleiðendunum. Eldhús staðarins var lokað en í örvæntingu sinni vatt leikarinn sér að jakkafataklæddum manni sem hann taldi ráða þar ríkjum og spurði kurteislega hvort nokkur möguleiki væri á að fá eins og eina skinkusamloku. Maðurinn svaraði því til að hann ynni ekki á staðnum og gæti því ekki bjargað honum. Það runnu því tvær grímur á Butler þegar honum var bent á að hann hefði þarna átt orðastað við sjávarútvegsráðherra landsins og voru það fyrstu kynni hans og Árna M. Mathiesen. - þþ Stórsöngvarinn Kristján Jóhanns- son söng með gleðitríóinu Breið- bandinu frá Keflavík, í tilefni af útgáfu disksins Léttir á sér, á skemmtistaðnum Yello í fyrradag. Sá leiði misskilningur varð, þegar tónleikarnir voru auglýstir, að ein- hverjir töldu að um óperusöngvar- ann Kristján Jóhannsson væri að ræða. „Það er ágætis hljómsveit hér í bæ sem heitir Breiðbandið. Hún vildi slá um sig og auglýsti að Kristján Jóhannsson stórsöngvari myndi syngja með henni. Fréttin var hins vegar afbökuð hjá Sjón- varpinu og þar sagt að óperu- söngvarinn Kristján Jóhannsson myndi syngja með sveitinni sem var alls ekki rétt. Í því liggur mis- skilningurinn,“ segir Kristján Jóhannsson söngnemi, sem söng með Breiðbandinu á fimmtudag. Út af þessum misskilningi varð fjölskylda óperusöngvarans fyrir nokkru ónæði enda ekki á hverjum degi sem hann syngur hér á landi. „Ég þekki þessa stráka í Breið- bandinu og það er léttur húmor í þeim. Grín- ið átti að vera það að Kristján Jóhannsson myndi syngja frítt með þeim. Ég tók eitt lag á tónleikunum sem er alls óskylt þeirri tónlist sem þeir eru að gera,“ segir alnafni óperusöngvarans. „En þegar maður er meira en hundr- að kíló og yfir tveir metrar hlýtur maður samt að teljast stórsöngv- ari.“ Kristján stórsöngvari er búsettur í Reykjanes- bæ og hefur numið söng frá árinu 1996. „Ég hef verið að dútla við sönginn en stefni ekki á neinn frama í honum. En ég get hins vegar alveg sungið, því er ekki að neita þótt það sé ekki á heimsmælikvarða,“ segir Kristj- án, sem syngur meðal annars með Karlakór Keflavíkur. Kristján Jóhannsson segir það vissulega þunga byrði að vera alnafni óperusöngvarans. „Þá verða menn líka að geta sungið. En ég hlýt að vera eini Kristján Jóhanns- son stórsöngvari á Íslandi því hinn er jú fluttur búferlum til Ítalíu,“ segir Kristján og bætir við. „Hann er hins vegar tenór en ég bassi og það er víst þannig að tenórinn fer alltaf heim með sætustu stelpuna af ballinu.“ kristjan@frettabladid.is KRISTJÁN JÓHANNSSON: SÖNG MEÐ BREIÐBANDINU Stórsöngvari alnafni óperusöngvarans STÓRSÖNGVARI Kristján Jóhannsson stórsöngvari úr Keflavík er alls ekki líkur óperu- söngvaranum þótt góður sé. 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.