Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 50
■■■■ { hausttíska } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 Hvaða nýjungar eru að koma inn í haust og vetrar- tískunni? Það sem er að koma sterkast inn í haust eru síðar prjónapeysur, eins konar peysukjólar, og svo eru grófar peysur að koma mikið inn í vetur. Einnig eru leggings ómissandi ásamt hnébuxum sem bæði eru flottar við há stígvél og flottar sokkabuxur og einnig háhælaða skó. Stór belti og stórar töskur verða einnig ríkjandi og svo verða stutt pils ennþá mjög vinsæl eins og síðasta vetur. Hvað dettur út? Ég mundi segja að síð pils séu að detta út en annars er svo erfitt að segja hvað er inn og hvað er út. Tískan er svo fjölbreytt þessa dagana og eiginlega er allt í tísku. Támjótt eða kúlutá á skóm og stígvélum eru til dæmis hvort tveggja mjög mikið inni. Hvaða litir verða vinsælastir með haustinu? Vinsælustu litirnir eru grár, grár og aftur grár. Svo verður svartur auðvitað mjög sterkur þennan veturinn eins og síðasta vetur og brúni liturinn fylgir með. Tískuspekúlantar spá í spilin Prjónapeysur, peysukjólar, ökklaskór með hæl og köflótt munstur verða meðal þess sem kemur sterkt inn í vetrartískunni. Rannveig Anna ólafsdóttir er viss um að prjónakjólar komi sterkir inn í haust ásamt þykkum leggings. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nanna Kristín Magnúsdóttir leik- kona er önnum kafin um þess- ar mundir þar sem hún er ásamt Vesturporti að undirbúa frumsýn- ingu tveggja kvikmynda. Þó gaf hún sér tíma til að svara spurn- ingum hnýsins blaðamanns um hvaða ilmefni hún notaði. „Ég held uppá tvær tegundir af ilmi. Annan þeirra hef ég til dag- legra nota því þá vil ég helst vera með léttan ilm sem minnir á frísk- andi sápu. Því nota ég Green Tea frá Elizabet Arden. Ber fyrst á mig body lotion og hnykki svo á með smá ilmvatnsspreyi. Að kvöldlagi þegar ég hef meira við þá nota ég ilm sem heitir Mad- emoiselle og er frá Chanel. Þar sem mér finnst ilmvatnið full þungt þá hef ég meiri mætur á húð- mjólk sem fæst í spreyflösku.“ Uppáhaldsilmurinn NANNA KRISTÍN HELDUR UPP Á TVÆR TEGUNDIR Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæj ar lind 6, sími 554 7030 MEÐ BETRI BUXUM Í BÆNUM Str. 36-56 RANNVEIG ANNA ÓLAFSDÓTTIR, INNKAUPASTJÓRI HJÁ NTC OG VERSLUNARSTJÓRI Í KÚLTÚR Hvaða nýjungar eru að koma inn í haust- og vetrartískunni? Mikil vídd verður í vetur. Mikið verður um stórar og áberandi yfirhafnir í ull og tweed sem og stórar þykkar peysur. Einnig mikið um stórar slár og er þá nauðsynlegt að eiga háa leðurhanska sem ná upp að olnbogum eða grifflur svo ekki gjóli inn. Kjólarnir verða lausir eins og blöðru eða A-snið, sem er þröngt yfir brjóst með mikilli vídd að neðan og síddin nær að hné eða verður í styttri kantinum. Við þetta er nauðsynlegt að vera í þröngu að neðan eins og þykkum sokkabuxum eða niðurmjóum gallabuxum. Einnig munum við sjá mikið af karlmannsáhrifum í kven- tískunni í vetur og pönkið heldur áfram í bland við stíl frá sjötta og níunda átatugnum. Gallabuxurnar hækka í mittinu sem er mjög gott fyrir okkur kvenfólkið en halda áfram að vera niðurmjóar. Stígvélin verða ökklahá og sjálf er ég komin aftur í mikið hælastuð. Skart verður miklu minna áberandi, það verður einfaldara eins og stór nisti og perlu- festarnar. Allt glingrið minnkar töluvert. Svo munum við örugglega sjá dálítið af austurlenskum áhrifum á næstunni. Ég er mjög heit fyrir því sem koma skal og er sjálf að vinna núna mikið með japönsk mynstur. Hvað dettur út? Það er alltaf erfitt að segja hvað dettur út enda tískan ótakmarkað fyrirbæri. Allt glimmer og pallíettur eru samt að fara minnkandi mér til mikillar ánægju. Tískan er að verða hversdagslegri og allt þetta ofurfína dettur út. Hvaða litir verða vinsælastir með haustinu? Svartur er aðallitur haustsins sem kemur sterkur inn ásamt steingráu og ljósgráu. Fjólublátt og brúnt eru líka að detta inn og rauður verður mjög vinsæll í fylgihlutum og skóm. Mynstrin verða einfaldari og köflótt verður mjög heitt. Minna verður um mikil mynstur. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR, FATAHÖNNUÐUR HJÁ JÚNIFORM Birta Björnsdóttir er í hælastuði fyrir veturinn og vill helst hafa stígvélin ökklahá. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ÁSGERÐUR OTTESEN, STÍLISTI OG VERSLUNARSTJÓRI Í GYLLTA KETTINUM Hvaða nýjungar eru að koma inn í haust og vetrartískunni? Tískan í vetur verður ekki svo ýkja frábrugðin fyrri vetri. Þó eru nokkrir hlutir sem koma sterkir inn. Fallegar kápur, helst stuttar, verða áberandi með stórum krögum, slaufum og fallegum smáatriðum. Keipar verða sýnilegri í fallegum mynstrum en tweed mynstur verður mjög vinsælt í vetur. Kjólar verða áfram stuttir og flott að vera í hnésíðum sokkum við til ýta undir kvenleikann. Ökklaskór verða vinsælli, en hællinn verð- ur breiðari og hærri. Sokkabuxur taka við af spandex buxunum og þá í mörgum skemmtilegum mynstrum og litum. Í stuttu máli þá spái ég að grunge-áhrif níunda áratugarins verði ráðandi í bland við fagurleika tísku sjötta áratugarins. Hvað dettur út? Þar sem ég vinn í second hand-geiranum eru breytingarnar minni en gengur og gerist. Pallíettur verða ekki jafn vinsælar og fyrri vetur í topp- um og kjólum þó þær fljóti kannski örlítið með. Peysur og kjólar í anda áttunda áratugarins detta út og spandex bólan springur. Silvíu Nótt æðið er búið. Takk fyrir. Hvaða litir verða vinsælastir með haustinu? Litir, litir og aftur litir. Ég er á þeirri skoðun að allir litir séu inn, fólk á ekki allt að fara að klæða sig í sama litnum því hann er í tísku. Það samt gerist alltaf að einhverjir litir verða vinsælli en aðrir og þá spái ég rauð- um, svörtum, hvítum og karrýgulum. Einnig held ég að allt dýramunstur muni fara fljótt úr búðarstöndunum á komandi vetri. Ásgerður Ottesen segir stuttar kápur í víðu sniði verði vinsælastar í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Síðar prjónapeysur og leggings ómissandi Skartið minna áberandi Stórir kragar og þykkir botnar áberandi TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI Á AÐEINS 489 KR. EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA GJÖF Í KAUPBÆTI GLÆNÝTT VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.