Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 88
52 2. september 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Fortuna Hjörring. Deild- arkeppnin er nýbyrjuð í Danmörku og For- tuna Hjörring er sem stendur í öðru sæti með markatöluna 16:0 eftir þrjá leiki og hefur unnið alla sína leiki til þessa. Hólmfríður verður því ekki með KR í síðasta leik liðsins í sumar þegar liðið mætir Fylki en hún er hins vegar gjaldgengi í leik með Fortuna á morgun þegar það mætir BK Skjold. „Ég var reyndar búin að segja nei við þá áður en svo fóru þeir að pressa meira á mig og ég ákvað bara að slá til,“ sagði Hólmfríður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég samdi bara til þriggja mánaða og svo verður málið endurskoðað. Ef þeim líst vel á mig fer ég líklega aftur út,“ sagðir Hólmfríð- ur. Danska deildarkeppn- in er þannig að henni er skipt í haust- og vorhluta. Hausthlutinn byrjaði 12. ágúst og lýkur 19. nóvember. Vorhlutinn hefst 1. apríl 2007 og mótið endar síðan 10. júní. „Ég veit eiginlega ekki neitt um danska boltann. En ég veit samt að þetta lið vann bikarkeppnina í fyrra og var í öðru sæti í deildinni í fyrra. Þetta lið er að berjast í toppbaráttunni,“ sagði Hólmfríður. „Ég hlakka bara til að fara út en ég fer út í fyrramálið. Það er brjálað að gera,“ sagði þessi efnilega knattspyrnukona í gær. „Það er leikur á sunnudaginn en ég geri svo sem ekki vonir um að spila hann, enda ekki búin að mæta á æfingu ennþá.“ Hólmfríður verður 22 ára síðar í þessum mánuði og á vonandi bjarta framtíð fyrir sér í fótboltanum. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR: ER Á FÖRUM TIL DANMERKUR AÐ SPILA MEÐ EINU BESTA LIÐI LANDSINS Gerði samning við Fortuna Hjörring > För Garðars frestað Garðar Jóhannsson, knattspyrnumaður hjá Val, fer ekki til Fredrikstad strax eins og vonir stóðu til. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Garðar fari til norska liðsins í janúar þegar opnað verður fyrir leikmanna- kaup að nýju. „Ég reikna með að klára tímabilið með Val,“ sagði Garðar. „Ég var nú samt búinn að skrifa undir samning og ég veit ekki hvort hann detti upp fyrir eða hvað“. „Þetta mál var bara sett í biðstöðu og norska liðið stefnir á að fá til sín í janúar,“ sagði Arnór Guðjohn- sen, umboðsmaður Garðars. FÓTBOLTI Varnarmennirnir Kristj- án Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann, toppliði norsku úrvalsdeildarinnar, eiga við meiðsli að stríða og verða ekki leikfærir í dag er Ísland mætir Norður-Írum í Belfast. Þetta stað- festi Eyjólfur Sverrisson lands- liðsþjálfari á blaðamannafundi eftir æfingu liðsins á Windsor Park í gær. „Ólafur er meiddur á hásin og Kristján á ökkla. Þeir eru því ekki í myndinni fyrir leikinn,“ sagði Eyjólfur en auk þess meidd- ist Daði Lárusson á æfingunni í gær og verður ekki leikfær í dag. Kristján Finnbogason var í hans stað kallaður til og hélt hann utan í gærkvöldi. Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen var aftur á móti vel fyrir kallaður og klár í slaginn. „Það er alltaf gaman að hitta strák- ana og tala sitt eigið tungumál fyrir það fyrsta,“ sagði Eiður í létt- um dúr. „Það má þó reikna með erfiðum leik. Norður-Írar eru erf- iðir heim að sækja og hafa bætt sinn leik mikið, sérstaklega á heimavelli. Það ríkir sjálfstraust í liðinu en við þurfum að byrja vel og eigum alltaf möguleika á þrem- ur stigum í leiknum. Ég reyni að gera mitt besta og skora sem flest mörk,“ sagði Eiður. Hann sagði að breytingin frá Chelsea til Barcelona hefði gengið afar vel og hann aðlagast lífinu í Barcelona vel. „Það tekur auðvit- að tíma að læra nýtt tungumál en ég er fullur sjálfstrausts eftir að hafa skorað sigurmarkið í fyrsta deildarleik liðsins og líður mjög vel. En það eru vissulega tveir heimar að spila fyrir Barcelona og íslenska landlsiðið enda ríkja öðruvísi áherslur í liðunum. Það er búist við miklu af mér á báðum stöðum og ég reyni að gera mitt besta.“ Eyjólfur sagði að markmið landsliðsins snerust alltaf um að gera vel í næsta leik. „Við ætlum okkur að safna stigum og klífa upp styrkleikalistann. Við búumst við mjög erfiðum leik og verðum að vera 100% tilbúnir ef við ætlum okkur eitthvað úr honum.“ Hermann Hreiðarsson hefur farið fyrir varnarleik íslenska liðsins sem gekk illa í síðustu undankeppni en honum líst betur á stöðu mála nú. „Það ríkja nýjar áherslur í varnarleiknum auk þess sem að í síðustu keppni voru marg- ir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru þó vel skól- aðir nú en vissulega þarf að stoppa í þessi göt í vörninni. Það gengur ekki að fá á sig þrjú mörk í hverj- um einasta leik,“ sagði Hermann. Eiður tók undir þetta. „Það er mikilvægast af öllu að sinna varnarleiknum vel og allt annað kemur aukalega.“ Hann er við það að slá marka- met Ríkharðs Jónssonar með íslenska landsliðinu og vantar eitt mark til að jafna árangur Rík- harðs. Eiður segist vita vel af því og vonast til að slá það sem fyrst. „Ég lofa því ekki endilega á morg- un en að slá metið myndi vissu- lega gefa mér sjálfstraust auk þess sem öll mörk hjálpa liðinu. En hvort sem ég skora í þessum leik eða einhver annar skiptir engu máli. Ég myndi glaður fórna metinu fyrir þrjú stig í þessum leik.“ Myndi glaður fórna marka- metinu fyrir þrjú stig Eiður Smári Guðjohnsen er klár í slaginn gegn Norður-Írum en íslenska lands- liðið æfði í gær á Windsor Park þar sem liðið mætir Norður-Írum í dag. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason eru meiddir og verða ekki með í dag. SPRETTIR Íslensu strákarnir tóku vel á því á Windsor Park í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KLÁRIR Í SLAGINN Hermann Hreiðarsson, Eyjólfur Sverrisson og Eiður Smári Guð- johnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belfast í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI N-ÍRLAND - ÍSLAND EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Belfast. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is FÓTBOLTI Seint á fimmtudagskvöld- ið áttu sér stað stórviðskipti í enska boltanum þegar Ashley Cole yfirgaf Arsenal og gekk í raðir Chelsea. Cole hefur verið orðaður við Chelsea ótrúlega lengi og margir hverjir orðnir langþreyttir á þeim orðrómi. Ekki er þó sagan öll því William Gallas gekk upp í kaupin og mun klæðast treyju Arsenal í framtíð- inni, auk þess sem Chelsea borg- aði Arsenal 5 milljónir punda. „Chelsea og Arsenal hafa geng- ið frá viðskiptum á þeim Ashley Cole og William Gallas, auk þess sem Chelsea borgar Arsenal 5 milljónir punda. Báðir leikmenn hafa samþykkt samninga og stað- ist læknisskoðun,“ sagði í yfirlýs- ingu frá ensku úrvalsdeildinni í gær. - dsd Umtöluð félagaskipti gengu í gegn á síðustu stundu.: Ashley Cole til Chelsea og Willi- am Gallas til Arsenal ASHLEY COLE Er hér á landsliðsæfingu með Englendingum á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hafnfirðingurinn Hannes Þ. Sigurðsson gekk í vikunni frá þriggja ára samn- ingi við danska úrvalsdeildar- liðið Bröndby og lýsti yfir ánægju sinni við Fréttablaðið í gær með að hafa gengið frá mál- inu áður en félagaskiptaglugg- inn lokaðist um mánaðamótin. „Bröndby er stórt og metnaðar- gjarnt félag og er með spenn- andi og góðan þjálfara í þokka- bót,“ sagði Hannes eftir æfingu með íslenska landsliðinu í gær. Hann var einnig orðaður við Viking, sitt gamla félag í Noregi, en hann vildi ekki fara þangað. „Okkur leið vel í Noregi en við vorum þar síðast fyrir ári síðan og hefði það verið of snemmt að fara aftur þangað. Enda kom ekkert annað til greina eftir að Bröndby kom til sögunnar,“ sagði Hannes, sem hefur leikið með Stoke City í Englandi undanfarið ár. - esá Hannes Þ. Sigurðsson sáttur við Bröndby: Stórt og metnaðargjarnt félag Viltu læra aðferðir sem raunverulega breyta lífi þínu? Námskeið í NLP tækni. Upplýsingar á www.ckari.com & í síma: 894-2992 Hugurinn ber þig alla leið þjálfarar “Knattspyrnudeild Þróttar leitar að metnaðarfullum þjálfurum fyrir yngri fl okka félagsins fyrir knatt- spyrnutímabilið 2006-2007. Þjálfaramenntun og reynsla skilyrði, ekki skemmir fyrir að viðkomandi sé vel köttaður . Knattspyrnude- ild Þróttar er ein sú fjölmennasta á landinu. Umsóknir og upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist á netfangið smj@trottur.is þar sem jafnframt eru gefnar nánari upplýsingar”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.