Fréttablaðið - 16.09.2006, Side 4
4 16. september 2006 LAUGARDAGUR
VÍMUEFNI Vímuefni Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfirlæknir á vímuefna-
sjúkrahúsi SÁÁ á Vogi, kallar eftir
hugarfarsbreytingu hjá stjórn-
völdum vegna vímuefnavanda,
sem sífellt verði að stærra samfé-
lagslegu vanda-
máli. Fullorðið
fólk sækir að
sögn Þórarins í
vaxandi mæli í
meðferð vegna
áfengisvanda en
neysla hreins
áfengis hefur
aukist um meira
en 35 prósent
síðan árið 1993. Þá var fjöldi nýtil-
fella hjá fólki með amfetamínfíkn
í fyrra sá hæsti sem mælst hefur
síðan 1994.
„Eina svar stjórnvalda, og þá
sérstaklega heilbrigðisráðuneyt-
isins, við því gríðarlega vaxandi
heilbrigðisvandamáli sem við
blasir er að reyna eftir fremsta
megni að lækka kostnað við með-
ferðir,“ segir Þórarinn. Hann telur
að heilbrigðisráðuneytið verði að
marka sér skýrari stefnu sem miði
að því að viðurkenna kjarna vand-
ans, sem Þórar-
inn segir að sé
almennur og
djúpstæður,
frekar en að
halda honum í
skefjum með lág-
marksáreynslu.
„Allar upplýsing-
ar sem við tökum
saman og vinn-
um úr benda til þess að neysla
vímuefna sé að aukast mikið. Þetta
er samfélagslegt vandamál sem
verður að bregðast við og það er
ekki rétta leiðin að leita sífellt
leiða til þess að spara í þessum
málaflokki.“
Davíð Á. Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu, segir unnið
markvisst að því innan ráðuneyt-
isins að efla forvarnarstarf. „Sam-
starf okkar við SÁÁ hefur verið
gott. Það er, eðli málsins sam-
kvæmt, eðlilegt að ráðuneytið
reyni að finna sem ódýrastar og
hagkvæmastar lausnir á sviði
vímuefnamála. Aðalatriðið í þess-
um málum er að reyna að koma í
veg fyrir neyslu vímuefna og
vinna verður af fullum krafti að
forvarnarstarfinu. Það hefur verið
erfitt að ná niðurstöðu um samn-
inga við SÁÁ á þessu ári, en sam-
starfið hefur verið gott og ég trúi
því að svo verði áfram.“
Þórarinn vonast til þess að
stjórnvöld bregðist við vandanum
með ábyrgðarfullum hætti. „Þegar
allur vandinn sem tengist áfengis-
og vímuefnaneyslu er skoðaður
heildstætt og metinn út frá þeim
upplýsingum sem liggja fyrir er
alveg ljóst að stjórnvöld verða að
endurskoða fjárframlög og nálgun
að vandanum í öllum grundvallar-
atriðum.“
Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur
heilbrigðisráðherra í gær.
magnush@frettabladid.is
GENGIÐ 15.9.2006
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
23,0054
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
70,15 70,49
132,02 132,66
88,97 89,47
11,923 11,993
10,742 10,806
9,633 9,689
0,5966 0,6000
103,67 104,29
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Ellefu börn úr Breiðholti voru flutt á
lögreglustöð í fyrrakvöld þar sem þau
voru úti eftir lögbundinn útivistartíma.
Foreldrar og forráðamenn barnanna
voru látnir sækja börnin sín.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Börn flutt á lögreglustöð
Segir stjórnvöld vanmáttug
gegn vímuefnavandanum
Þórarinn Tyrfingsson segir áfengis- og vímuefnavanda sífellt vera að aukast. Nauðsynlegt er að nálgun að
vandanum verði endurskoðuð, segir Þórarinn. Fullorðið fólk kemur í auknum mæli í áfengismeðferð.
SJÚKLINGAR Á VOGI Þórarinn Tyrfingsson segir stjórnvöld þurfa að taka vímuefna-
vanda í samfélaginu miklu fastari tökum. Vogur er fullkomnasta alhliða vímuefna-
meðferðarsjúkrahús landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Allar upplýsingar sem
við tökum saman og
vinnum úr benda til þess að
neysla vímuefna sé að aukast
mikið.
ÞÓRARINN TYRFINGSSON
YFIRLÆKNIR Á VOGI
Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því
að öll börn á leikskólanum Geisla-
baug væru send heim kl. 14.00 vegna
manneklu. Hið rétta er að deildirnar
skiptast á um að loka kl. 14.00 og
er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTTING
7
6
5
4
3
2
1
0
1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
700
600
500
400
300
200
100
0
4,6 4,7
4,8 4,9
5,2
5,5
5,9
6,2 6,3
6,4 6,4
6,7
7,1
190
389
491
400
520
581
ÁFENGISNEYSLA Á HVERN ÍBÚA, 15 ÁRA OG ELDRI (LÍTRAR)
FJÖLDI AMFETAMÍNFÍKLA Á VOGI
lít
ra
r
fjö
ld
i
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja-
vík hefur fjársöfnun Félags
fátækra barna á Íslandi til rann-
sóknar, vegna gruns um hugsan-
leg fjársvik vegna söfnunarinnar.
Félagið hefur áður komið við sögu
lögreglu vegna ólöglegrar söfn-
unar en ekki er talið að um miklar
fjárhæðir sé að ræða.
Formleg kvörtun barst frá
samtökunum SOS barnaþorpum
til lögreglunnar fyrr í vikunni
sem í kjölfarið tók málið til athug-
unar. Að sögn varðstjóra í lög-
reglunni í Reykjavík hefur félag-
ið ekki tilskilin leyfi til
fjársöfnunar. Samkvæmt lögum
um fjársafnanir þurfa öll félög,
sem ætla sér að safna fé, að til-
kynna til lögreglustjóra um fjár-
söfnunina áður en hún hefst. Að
auki þarf félagið að halda bók-
hald vegna kostnaðar og tekna
sem hlýst af fjársöfnunum af
þessu tagi.
Greiðsluseðlar, sem Frétta-
blaðið hefur undir höndum, hafa
verið sendir út á fólk sem sam-
þykkti að styrkja félagið með
umsömdu fjárframlagi.
Ekki náðist í forsvarsmenn
félagsins í gær en enginn var til
svars í síma sem gefinn var upp á
greiðsluseðlum sem sendir hafa
verið til fólks í tengslum við söfn-
unina. - mh
Lögreglan hefur fjársöfnun Félags fátækra barna á Íslandi til rannsóknar:
Óeðlileg fjársöfnun skoðuð
LÖGREGLAN Lögreglunni hafa borist
kvartanir vegna fjársöfnunar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DANMÖRK, AP Styttan af litlu
hafmeyjunni í Kaupmannahöfn
hefur eignast systur. Listamaður-
inn Bjørn Nørgaard segir hana
vera „erfðabreytt afbrigði“ af
eldri styttunni.
Hún situr á steini eins og
upprunalega styttan, en útlimir
hennar eru yfirdrifið langir og
snúnir, svo og yfirbragð hennar
allt.
Prins Henrik stjórnaði
afhjúpun styttunnar í gær, en hún
er í um 400 metra fjarlægð frá
styttu Edvards Eriksen sem
komið var fyrir í höfninni árið
1913.
Nørgaard er best þekktur fyrir
sýningu sem hann hélt árið 1970,
þegar hann lét slátra hesti, sauð
hluta skrokksins niður í 112
krukkur og sýndi. - smk
Kaupmannahöfn:
Litla hafmeyjan
eignast systur
NÝ HAFMEYJA Líkist systur sinni – og þó?
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Tveir menn voru í gær
dæmdir í Héraðsdómi Norður-
lands eystra fyrir brot á fíkni-
efnalögum. Lögregla hafði
fundið hjá þeim allnokkuð af
hassi þegar hún stöðvaði bíl
þeirra.
Mennirnir sem báðir eiga
sakaferil að baki játuðu brot sín
fyrir dómi. Annar þeirra var
dæmdur í 30 daga fangelsi. Hinn
var dæmdur til að greiða 90
þúsund króna sekt til ríkissjóðs
og komi átta daga fangelsi í stað
sektarinnar verði hún eigi greidd
innan fjögurra vikna. Enginn
sakarkostnaður varð af rekstri
málsins. - jss
Norðurland eystra:
Tveir dæmdir
fyrir fíkniefni