Fréttablaðið - 16.09.2006, Side 6

Fréttablaðið - 16.09.2006, Side 6
6 16. september 2006 LAUGARDAGUR KJÖRKASSINN Þekkir þú einhvern sem hefur þurft að kljást við spilafíkn? Já 48% Nei 52% Keyrir þú alltaf á löglegum hraða? Segðu skoðun þína á visir.is HEILBRIGÐISMÁL Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss vísar stóryrðum aðalfundar Læknafélags Íslands um stjórn- endur LSH á bug, að því er fram kemur í ályktun frá nefndinni. Formaður læknafélagsins vísar ályktun stjórnarnefndar til föður- húsanna. Stjórnarnefndin lýsir yfir undr- un á ályktunum læknafélagsins sem samþykktar voru á aðalfundi þess nýlega um starfsemi sjúkra- hússins og framtíðaruppbyggingu. Stjórnarnefndin lýsir yfir fullum stuðningi við stjórnendur spítal- ans í vandasömum verkefnum. „Einnig vekur furðu að Lækna- félag Íslands gangi gegn ítrekuð- um samþykktum læknaráðs, hjúkrunarráðs og starfsmanna- ráðs LSH um nauðsyn þess að reisa nýtt háskólasjúkrahús,“ segir stjórnarnefndin. „Aðalfund- ur læknaráðs LSH áréttaði í maí síðastliðnum hversu þýðingarmik- ið það er fyrir þjóðina að byggja nýjan spítala sem fyrst svo unnt verði að ljúka sameiningu sjúkra- húsanna í Reykjavík á einum stað, enda leiði það til betri þjónustu og hagræðingar í rekstri. Undir þau sjónarmið tekur stjórnarnefnd heilshugar og hvetur alla starfs- menn og stjórnendur LSH til þess að standa áfram saman að upp- byggingu háskólasjúkrahússins.“ „Það eru staðlausir stafir að halda því fram að Læknafélag Íslands hafi á einhvern hátt dregið úr nauðsyn þess að reist verði nýtt háskólasjúkrahús,“ segir Sigur- björn Sveinsson, formaður LÍ. „Áður en stjórnarnefndin ályktar um málefni aðalfundar Læknafé- lags Íslands aftur, ráðlegg ég henni að kynna sér ályktanir þær sem samþykktar voru á aðalfund- inum, en það virðist hún alls ekki hafa gert.“ Spurður um tilefni stjórnar- nefndarinnar til að vísa stóryrð- um LÍ um stjórnendur Landspítala á bug segir Sigurbjörn að aðal- fundurinn hefði aldrei ályktað með neinum stóryrðum, þótt þau hafi verið í greinargerð flutnings- manna með tillögum. „Í þessari ályktun stjórnar- nefndarinnar tel ég að felist mjög gróf ónákvæmni, þótt ekki sé dýpra í árinni tekið,“ segir Sigurbjörn og bætir við að stjórnarnefndin sé valdalaus stofnun samkvæmt lögum. Völd hennar verði ennþá minni með því að „gefa út þessa staðlausu stafi“. jss@frettabladid.is Það eru staðlausir staf- ir að halda því fram að Læknafélag Íslands hafi á ein- hvern hátt dregið úr nauðsyn þess að reist verði nýtt háskóla- sjúkrahús. SIGURBJÖRN SVEINSSON FORMAÐUR LÍ LANDSPÍTALI Stjórnarnefnd LSH og formann Læknafélags Íslands greinir á um hvað hafi verið sagt og skrifað um nauðsyn nýs háskólasjúkrahúss. Sakar stjórnarnefnd um staðlausa stafi Harðar skeytasendingar ganga milli stjórnarnefndar Landspítala - háskólasjúkra- húss og formanns Læknafélags Íslands. Nefndin vísar stóryrðum aðalfundar fé- lagsins um stjórnendur á bug. Formaðurinn sendir þá ályktun til föðurhúsanna. Tonn af kókaíni Tollverðir á alþjóðaflugvellinum í Karakas fundu eitt tonn af kókaíni á miðvikudaginn, en því átti að smygla til Evrópu. Líklegt þykir að kókið sé kólumbískt. VENESÚELA AKUREYRI Pétur Tryggvason, trún- aðarmaður starfsmanna slökkvi- liðs Akureyrar, sagði það ekki vera neitt launungarmál að ákveð- ið ósætti hefði verið meðal starfs- manna með störf Erlings Þórs Júlínussonar, fyrrverandi slökkvi- liðsstjóra, en hann tilkynnti upp- sögn sína á fimmtudaginn. Hann vildi þó ekki tjá sig um eðli ágrein- ingsins að öðru leyti en að sumar áherslur sem Erling hefði innleitt hefðu einfaldlega ekki virkað. Hann tók þó fram að þessi ágrein- ingur væri faglegur og hefði ekk- ert með persónu slökkviliðsstjór- ans fyrrverandi að gera. Erling segir uppsögnina ekki tengjast neinu ósætti heldur sé hún tilkomin vegna breytinga á hans persónulegu högum. „Ég fann ekki fyrir ósætti umfram það sem eðli- legt getur talist. Það er nú samt þannig á stórum vinnustað að skoð- anir og álit á því hvernig eigi að gera hlutina eru skiptar. En það hafði ekki nein áhrif á ákvörðun mína.“ Þó að uppsögnin hafi verið tilkynnt starfsmönnum á fimmtu- daginn þá segir Erling hana hafa átt sér lengri aðdraganda. Í sam- þykkt framkvæmdaráðs Akureyr- ar frá því í gærmorgun voru honum þökkuð störf í þágu bæjarins. Ingi- mar Eydal, aðstoðarslökkviliðs- stjóri, tekur við starfinu á meðan þar til nýr slökkviliðsstjóri verður ráðinn. - þsj Slökkviliðsstjóri Akureyrar segir starfi sínu lausu: Engin óeðlilegur ágreiningur ERLING ÞÓR JÚLÍNUSSON Fráfarandi slökkviliðsstjóri Akureyrar segist láta af störfum vegna persónulegra ástæðna. BRUNI Ómar Tómasson, eigandi Bílakjallarans við Stapahraun í Hafnarfirði, segir eldsvoða sem varð hjá fyrirtækinu mikið áfall, en mikill eldur braust út á lóð Bíla- kjallarans á fimmtudagskvöld. „Þarna eru náttúrulega 13 bílar sem brenna. Þetta voru bílar að árgerð 1999 til 2005 sem ekkert var búið að hirða úr.“ Auk bílanna sem brunnu komst eldur í tvo gáma á svæðinu. Ómar segir að í gámunum hafi verið geymdir ýmsir varahlut- ir, timbur og glænýtt byggingar- efni. Því sé ljóst að um töluvert tjón sé að ræða. Ómar telur líklegast að íkveikja hafi orsakað eldsupptökin. „Ég get ekki séð annað. Þessir bílar voru hvorki með rafmagn né annað slíkt sem hefur einhvern kveiki- búnað í sér.“ Að hans sögn setur eldsvoði sem þessi önnur hús í nágrenninu í stórhættu. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins var kallað út og að þess sögn gekk nokkuð greið- lega að einangra og slökkva eldinn. Lögreglan í Hafnarfirði segir ekk- ert staðfest liggja fyrir um eld- supptök en svæðið sé ógirt og hver sem er gæti í rauninni gengið þar inn og athafnað sig að vild. Þar sem eldurinn tók sig upp í ónýtum bíl- hræjum sé því ekki hægt að útiloka að um íkveikju hafi verið um að ræða. Málið er í rannsókn. - þsj Eldsvoði í Hafnarfirði: Grunur um íkveikju BILHRÆ Í LOGUM Eldur kviknaði á svæði bílakjallarans við stapahraun í Hafnarfirði á fimmtudag. Auk þrettán bíla sem brunnu barst eldur í tvo gáma. BRUSSEL, AP Evrópusambandið lýsti í gær yfir stuðningi við áform um nýja stjórn Palestínumanna. Utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja, sagði að Abbas, forseti palestínsku heimastjórnar- innar, hefði fullvissað embættis- menn ESB um að ný stjórn myndi vinna að friði í Palestínu. Evrópusambandið krafðist þess ekki að gengið yrði að þremur meginkröfum Ísraelsmanna; að stjórnin viðurkenni Ísraelsríki, fordæmi ofbeldi og samþykki eldri friðarsamninga. - kóþ Væntanleg stjórn Palestínu: ESB lýsir yfir stuðningi EFNAHAGSMÁL Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að ákvarðanir um stýrivexti séu erfiðar. „Ég efast ekkert um að Seðlabankinn reyni að taka þessar ákvarðanir eftir bestu samvisku,“ segir hann og telur hæpið að túlka stýrivaxtahækk- unina nú sem vantrú á samkomu- lagið á vinnumarkaði í sumar. „Þessi ákvörðun er í samræmi við það sem Seðlabankinn hefur verið að segja. Hann hefur sagst geta farið ansi hátt með vextina og það skiptir máli að hann haldi sínum trúverðugleika. Það er því út af fyrir sig hæpið að draga þessa ályktun.“ - ghs Ráðherra um Seðlabankann: Haldi trúverð- ugleika sínum FJÁRMÁLARÁÐHERRA „Þessi ákvörðun er í samræmi við það sem Seðlabank- inn hefur verið að segja,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um stýri- vaxtahækkunina. Konur til lýðræðis Leikkonan Jane Fonda átti óvænta aðkomu að sænsku kosningunum í gær þegar hún hvatti kjósendur til að velja Femínistaflokkinn. Fonda telur að þannig megi þoka heiminum nær lýðræði og fjær feðraveldi. SVÍÞJÓÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.