Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 22
22 16. september 2006 LAUGARDAGUR
■ FÖSTUDAGUR, 8. SEPTEMBER
Einsetumaður
Í dag fækkaði á heimilinu. Fyrst
stakk Sólveig af og lagði af stað til
London að mæta í brúðkaups-
veislu hjá vinum okkar Phoebe og
Kjartani.
Ég var heima að gæta bús en
engra barna því að börnin fóru í
helgarfrí til Dagnýjar í Hafnar-
firði.
Loks fór Krummi út að skemmta
sér og ég sat eftir aleinn með kött-
unum sem eru skemmtanasjúkir.
Þeir mjálmuðu sáran og vildu
líka fara út á lífið, en ég beitti hús-
bóndavaldi og sagði að þeir færu
ekki fet.
Þá lágu ekki önnur verkefni
fyrir en að skemmta sér. Ég velti
því fyrir mér hvort ég ætti að taka
fram litina mína og fara að mála
eða setjast niður og horfa á sjón-
varpið.
Ég málaði fram á rauða nótt.
■ LAUGARDAGUR, 9. SEPTEMBER
Argentínskur uppvaskari
Í kvöld fórum við feðgar, Krummi
og ég, út að borða á Argentínu. Það
var ákaflega skemmtilegt og mat-
urinn hreinasta afbragð.
Krumma fannst samt hápunkt-
ur kvöldsins vera þegar þjónninn
kom með reikninginn og ég tók að
leita að veskinu mínu
í öllum vösum með
vaxandi angist.
Drengurinn
skellihló þegar
faðir hans
stundi upp
hinni alkunnu
setningu:
„Ég hef því
miður gleymt
veskinu mínu.“
Í stað þess að bregð-
ast reiður við sagði yfir-
þjónninn við mig glaður í bragði:
„Mig hefur alltaf dreymt um
þetta augnablik. Þú ert fyrsti mað-
urinn sem segir þessa frægu setn-
ingu við mig.“
Það þóttu mér notaleg viðbrögð
svo að ég hætti við að bjóða fram
son minn í uppvaskið og skaust
heim eftir veskinu.
■ SUNNUDAGUR, 10. SEPTEMBER
Veðurónæmi?
Það er sjaldan sem náttúrunni
tekst að gera sig verulega ljóta á
svipinn. Þó tókst það í dag með
suddarigningu, roki og úfnum
skýjum.
Sótti krakkana í Hafnarfjörð.
Þau voru kát og glöð. Kannski
börn séu ónæm fyrir veðri?
■ MÁNUDAGUR, 11. SEPTEMBER
Með barn yfir læk
Í dag eru fimm ár liðin frá hinum
vitfirrtu morðárásum á Tvíbura-
turnana.
Ofsóknaræði hefur
gripið um sig.
Meira að segja
hér á landi.
Dómsmála-
ráðherrann
okkar tekur
sorglegt ástand
fársjúks vímu-
efnaneytanda sem
kærkomna sönnun
þess að það vanti hér
leyniþjónustu, en
þessi aumingja
sjúklingur fékk
þá flugu í höf-
uðið að gaman
gæti verið að
prófa að stinga
mann með
hnífi.
Hvernig í
ósköpunum á
leyniþjónusta
að fylgjast með
því sem gerist í
höfðinu á eitur-
lyfjaneyt-
endum?
Og úr
því að ég
er farinn
að minnast á ranghugmyndir og
dómsmálaráðherrann er tilvalið
að rifja upp það sem nú er að ger-
ast í Noregi. Þar starfar nú opin-
ber nefnd að því að fara ofan í
saumana á Moen-málinu sem er
frægasta dómsmorð seinni tíma í
Noregi.
Fritz Yngvar Moen var ástands-
barn, sonur þýsks hermanns og
norskrar konu, fæddur 1941. Hann
var alvarlega fatlaður, næstum
heyrnarlaus og hægri handleggur
hans var lamaður. Hann var sak-
laus dæmdur í 21 árs fangelsi
fyrir að hafa myrt tvær konur,
1977 og 1978.
Moen sat í fangelsi í rúm 18 ár.
Hann lést í maí í fyrra.
Í desember, hálfu ári eftir að
Moen andaðist, játaði maður
nokkur á banabeði að hann væri
morðinginn.
Fyrir atbeina blaðamanns og
lögfræðings var Moen loks-
ins sýknaður af
öðru morðinu
réttum 27 árum
eftir að lögreglan
handtók hann.
Núna í júní var
ákveðið að rétta
aftur í seinna
morðmálinu
vegna þess að í ljós hefur komið
að játning Moens á sínum tíma
var fölsk játning, knúin fram af
lögreglu og nú er upplýst hver var
hinn raunverulegi morðingi.
Því miður dó Moen áður en
norskt réttarkerfi veitti honum
uppreisn æru, en það ágæta kerfi
allt saman undirgengst nú heilsu-
samlega rannsókn.
Íslenska réttarkerfið gæti lært
ákveðna lexíu af þessari dapur-
legu reynslu frænda okkar í Nor-
egi, en í stað þess að horfast í augu
við fortíðina og reyna að bæta
fyrir alvarleg glappaskot er mest-
ur áhugi á því hér á landi að sópa
mistökum undir teppið, leyna upp-
lýsingum og koma upp njósna-
stofnunum og öryggisfangelsum.
Dómsmorð eins og Geirfinns-
málið fæst ekki endurupptekið,
hversu svakaleg sem öll rannsókn
og málatilbúnaður í því máli var. Í
dómsmálaráðuneytinu er hugsan-
lega litið á það mál sem„barn síns
tíma“.
Fyrir Fritz Moen kom yfirbót
norskra yfirvalda of seint, en hér
á landi eru fórnarlömb réttvísinn-
ar í Geirfinnsmálinu enn á lífi.
Í Noregi er uppi hreyfing sem
vill reisa styttu af Fritz Moen fyrir
utan norska dómsmálaráðuneytið
til að áminna starfsmenn þess um
skeikulleika kerfisins og mann-
legan dómgreindarbrest. Það væri
kannski ekki úr vegi að fjármála-
ráðuneytið veitti fé til að mála fal-
lega mynd af hinum sakfelldu í
Geirfinnsmálinu til að hengja upp
á vegg hjá dómsmálaráðherra – og
mun ódýrara en skaffa honum
peninga til að koma á fót njósna-
starfsemi.
Meðan dómsmálayfirvöld á
Íslandi eru ófáanleg til að viður-
kenna mistök er lítil von til að
þeim sé trúað fyrir að reka leyni-
þjónustu.
Slíkum yfirvöldum er ekki
treystandi fyrir barni yfir læk.
■ ÞRIÐJUDAGUR, 12. SEPTEMBER
Blíður
morgunn
Fallegur morg-
unn, tær birta. En
morgunblíðan var
of góð til að end-
ast og suddinn
náði yfirhendinni
þegar leið á
daginn.
12. sept-
ember er
merkisdagur
í tónlistarsög-
unni. Freymóð-
ur Jóhannes-
son var
frægur
stúkumaður
sem einnig
samdi vinsæl
dægur- lög undir nafninu
12. september. Skyldi miðaldra
stórtemplar geta orðið popp-
stjarna í dag?
Við Andri vorum að mála saman
í kvöld, las sömu bókina fyrir litlu
Sól þriðja kvöldið í röð. Það vill til
að allar bækurnar um Lúlla eru
meistaraverk og batna aðeins við
endurtekningar, ekki síst „Lúlli og
Gunna í Ævintýralandi“.
■ MIÐVIKUDAGUR, 13. SEPT.
Leyniþjónustuskandall í Svíþjóð
Nýr skandall skekur Svíþjóð.
Leyni- eða öryggislögreglan
þar, Säpo, er uppvís að því að hafa
njósnað um – já njósnað um LÖG-
REGLUNA, eða um samband
sænskra lögreglumanna nánar til
tekið.
Fyrir utan að þessar njósnir
eru svo heimskulegar að engum
nema öryggislögreglunni hefði
dottið í hug að stunda þær eru
Svíar lítið hrifnir af því að Säpo sé
með nefið ofan í starfsemi verka-
lýðsfélaga – því að í Svíþjóð er
félagafrelsi bundið í stjórnarskrá
eins og reyndar víðar.
Litla Sól var þung í skapi þegar
hún kom heim úr leikskólanum og
réði ekkert við sig fyrir frekju og
stjórnsemi. Með fortölum gekk
þetta kast sem betur fer yfir og
kvöldsólin mín fór aftur að skína,
en um tíma munaði mjóu að ég
neyddist til að beita kylfum og
táragasi á blessað barnið.
■ FIMMTUDAGUR, 14. SEPT.
Rósin mín
Sólveig kom náttúrlega færandi
hendi frá útlandinu. Börnin fengu
pakka og ég líka. Ég fékk geisla-
disk sem ég hef lengi vonast eftir:
Johnny Cash, American V, A
Hundred Highways.
Hvílíkur meistari!
Svo spila ég vitanlega „Rose of
My Heart“ fyrir konuna mína í
kvöld.
Dómsmorð
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá grasekkjumanni, skemmtanasjúkum köttum, arg-
entínsku uppvaski og veðurónæmi. Einnig er rætt um kylfur og táragas sem uppeldistæki,
dómsmorð í Noregi – og víðar – og loks spurt hvort yfirvöldum sé treystandi fyrir barni yfir
læk.
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar