Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 34
 16. september 2006 LAUGARDAGUR4 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Stærri, hljóðlátari og betur búinn en margir aðrir bílar í sama flokki. Bílabúð Benna hefur hafið sölu á nýjum fólksbíl í millistærð, Chevrolet Tosca. Tosca er 4ra dyra fólksbíll sem er stærri en algengustu bílar í sama stærðarflokki. Bún- aðarstig er jafnframt hærra en fólk á að venjast í þessum verð- flokki. Af staðalbúnaði má nefna leðurklædd rafdrifin sæti, raf- drifna sóllúgu, tölvustýrða loft- kælingu, 17“ álfelgur, skriðstilli, rafmagn í sætum, sex diska geislaspilara, átta hátalara, tengi fyrir MP3-spilara og bakk- skynjara. Vélin í Tosca er mjög athyglis- verð 24 ventla 6 strokka línuvél sem skilar 144 hestöflum, er þverstæð í bílnum og gengur mjög mjúkan gang. Því til við- bótar hvílir hún á vökvafylltum vélafestingum til að minnka titr- ing enn frekar. Hljóðeinangrun og staðalbún- aður í bílnum gera Chevrolet kleift að höfða til þeirra sem eru á höttunum eftir vönduðum bíl á hagstæðu verði, en Tosca kostar 3.030.000 krónur. Í akstri er Tosca þægilegur og bærilega snarpur og ekki skemmir fyrir að eyðslan í blönduðum akstri er aðeins um 8,9 lítrar á hundraði. Chevrolet Tosca verður til sýnis í Chevrolet-salnum, Tang- arhöfða 8-12. Opið á virkum dögum er klukkan 9-18 og á laug- ardögum 11–16. Tosca frumsýndur Í mælaborðinu blandast saman ný og gömul stef svo úr verður skemmtilegt lag. Chevrolet Tosca hefur fágað yfirbragð og allur frágangur er til fyrirmyndar. Hamingja og hraðahindranir Mér er alveg sama hvað alþjóð- legar hamingjumælingar segja, það er alveg jafn erfitt að búa á Íslandi og annars staðar. Ef Íslendingar væru ekki svona ákafir í að vera bestir í öllu mundu þeir viðurkenna þetta fúslega þegar þeir væru spurð- ir. Nei, segðu þeir, það er sko ömurlegt að búa á Íslandi. Hér er nefnilega allt fullt af hraða- hindrunum, mundu þeir bæta við. Því hver getur verið ham- ingjusamur ef hann þarf sífellt að keyra yfir hraðahindranir? Og hver er tilgangurinn með því að leggja heilu tonnin af malbiki beint fyrir framan nefið á manni ef það á svo að gera það torfærara en verstu fjallvegi? En Íslendingar hafa ekki ein- ungis metnað til að vera bestir, þeir eru líka einstaklega frjóir í hugsun og framtakssamir með eindæmum. Þess vegna þurfti engan að undra þegar heilli hraðahindrun, eina skugganum á annars takmarkalausri ham- ingju Íslendinga, var stolið. Persónulega var ég reyndar meira hissa á að það væri hægt, þyrfti lítið annað en topplykla- sett. Á mínu heimili er til siðs að líma það sem á að halda. Helst með límkítti. Úr túpu. Bara svona að benda á það. Og fyrir vikið er Ísland örlít- ið betri staður. Þökk sé topp- lyklasetti og einstaklingsfram- taki. En er ekki ástæðulaust að láta þar staðar numið? Það er margt fleira sem ergir okkur og kemur í veg fyrir útópíska hamingju á heimsmælikvarða. Til dæmis hringtorg (þetta er ábending til þeirra sem eiga jarðýtur. Getur svo einhver tekið að sér að fela þau í stórri skemmu?). Rauð ljós finnst mér leiðin- leg og vona að rafvirkjar þessa lands bregðist við og sjái til þess að allir götuvitar muni framvegis skarta grænu á alla kanta. Nú, annars þarf auðvitað ekki flókin verkfæri til að stela þeim bara líka. Stöðvunar- og biðskylda gerir lítið annað en þvælast fyrir og sama má segja um óbrotnar miðjulínur á vegum og götum, betur þekkt sem bannaðaðtakaframúrstrik. Og sem persónulegan greiða við landsbyggðarbarnið í sjálf- um mér langar mig að biðja ein- hvern um að fækka mislægum gatnamótum í höfuðborginni einhverja nóttina. Ég á jeppa ef viðkomandi vantar hjálp við að draga þau í burtu. Já, það er freistandi að halda að stuldurinn á hraðahindrun- inni hafi aðeins verið gríðar- lega illa ígrunduð tilraun til að auka hamingjustig þjóðarinnar. Frekar en til að borga fíkni- efnaskuld eins og flestir aðrir þjófnaðir. Og þó. Eða hvað fær maður annars fyrir hraðahindrun á svörtum markaði í dag? Tvær túrbínur og lítil eyðsla gera hina nýju og öflugu dísil- vél stórskemmtilega í akstri og rekstri. Peugeot sendi nýlega frá sér nýjan bíl, 607 HDi. Þessi glæsi- legi bíll er miðlungsstór lúxusbíll með fjögurra strokka dísilvél sem þykir stórkostlega aflmikil með tilliti til þess að hún er aðeins 2,2 lítra. Skýringin felst í því að vélin, sem er common-rail, er búin tveimur túrbínum sem koma inn á mismunandi snúningi. Fyrri túrbínan kemur inn á lágum snúningi en sú seinni bætist við á milli 2600 og 3200 snúninga á mínútu. Samkvæmt upplýsingum frá Peugeot er þetta fyrsta fjögurra strokka vélin í heiminum sem státar af slíkri viðbót og því geta framleiðendurnir verið stoltir af þessari nýju hönnun. Vélin skilar 170 hestöflum og togar heila 375 Nm. Það sem verðandi eigendur nýja Peugeot- bílsins geta þó glaðst mest yfir er að þrátt fyrir svona afkastamikla vél eyðir Peugeot 607 HDi aðeins 5,8 lítrum í utanbæjarakstri á hverja 100 km. Peugeot með nýja dísilvél 170 hestafla dísilknúinn fólksbíll? Bara gaman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.