Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 36
[ ]mannlegi þátturinn m an nl eg i þá tt ur in n Stöðugar áhyggjur: Þú ert alltaf með áhyggjur af fjölskyldunni eða heilsunni og hrekkur við í hvert sinn sem þú heyrir í sjúkrabíl. Maginn er í hnút og þér líður eins og eitthvað hræðilegt sé við það að gerast en þú áttar þig ekki alveg á hvert vanda- málið er. Ótti og fælni: Þú ert kannski hrædd(ur) við nálar, blóð, pöddur, vatn, hunda - hvað um lofthræðslu, flughræðslu, hræðslu við að lokast inni í lyftu eða öðru þröngu rými? Sviðsótti: Þú stirðnar upp í hvert sinn sem þú þarft að taka próf, koma fram fyrir fólk, eða keppa í íþróttum. Ræðufælni: Þú verður óstyrk(ur) í hvert sinn sem þú þarft að taka til máls frammi fyrir hópi af fólki, vegna þess að þú segir við þig: „Ég fer ábyggilega að skjálfa og allir munu sjá hvað ég er hrædd(ur).“ Feimni: Þú ert óörugg(ur) og vandræðalegu(ur) innan um fólk af því þú segir við þig: „Allir virðast svo sjarmerandi og afslappaðir. En ég hef ekkert áhugavert að segja. Fólk sér örugglega hvað ég er feimin(n) og vandræðaleg(ur).“ Kvíðaköst: Þú upplifir óvænt, skelfi- leg kvíðaköst sem virðast koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Meðan á kastinu stendur færðu svima og þungan hjartslátt og fingurnir dofna. Þú segir kannski við sjálfa(n) þig: „Ég hlýt að vera að fá hjartaáfall. Hvað ef ég missi meðvitund og dey? Ég næ ekki andanum! Hvað ef ég kafna?“ Víðáttufælni: Þú ert hrædd(ur) við að fara ein(n)að heiman vegna þess að þú heldur að eitthvað hræðilegt muni gerast, þú fáir kannski kvíðakast og enginn verði til að hjálpa þér. Þráhyggja og árátta: Það sækja sífellt á þig hugsanir sem þú getur ekki losað þig við og áráttufull löngun til ná tökum á hræðslu þinni með hjátrúarlegum athöfnum. Til dæmis ertu kannski ofsahrædd(ur) við sýkla og gripin(n) óstjórnlegri löngun til að þvo þér um hendurnar aftur og aftur daginn á enda. Áfallastreita: Minningar eða endur- upplifanir skelfilegra atburða sækja sífellt á þig, jafnvel mörgum mánuð- um eða árum eftir að þeir gerðust. Áhyggur af útlitinu: Þú ert algjör- lega sannfærð(ur) um að eitthvað sé ógeðslegt eða óeðlilegt við útlit þitt, jafnvel þó að vinir þínir og ættingjar fullyrði allir að þú lítir prýðilega út. Þú heldur kannski að nefið á þér sé vanskapað, þú sért að missa hárið eða að þú sért ekki rétt vaxin(n). Áhyggjur af heilsunni (hypochondri- asis): Þú flakkar á milli lækna og kvartar yfir verkjum, eymslum, þreytu, svima eða öðrum sjúkdómseinkenn- um. Þú ert handviss um að þú sért með einhvern ægilegan sjúkdóm. Kafli úr bókinni When Panic Attacks eftir dr. David D. Burns (Random House 2006). Með góðri hjálp er hægt að komast yfir kvíðann. Vilbogi Einarsson fór margoft á bráða- móttökuna en var ávallt vísað burt með þau skilaboð að hann væri bara stressaður og hysterískur. Hann var í algjöru helvíti í margar vikur áður en hann greindi sig sjálfur og leitaði sér aðstoðar hjá sálfræðingi útí bæ. Halla Helgadóttir kann betur en flestir aðrir að forðast rauðu ljósin í umferðinni, enda veit hún ekkert óþægilegra en að vera föst í umferð- inni. Halla hefur mjög góða reynsl- unni af meðferðinni á Reykjalundi. Auk Vilboga og Höllu heyrum við í helstu sérfræðingum landsins í meðferð á kvíða. Mannlegi þátturinn er á dagskrá NFS kl. 10 í dag, laugardag. í dag 45 prósent þjóðarinnar eiga von á að fá kvíðakast eða þjást af sjúk- legum kvíða einhvern tímann á ævinni. Margir vita ekki að þeir eru með kvíðaröskun og enn fleiri halda því leyndu. Fæstir vita að til eru einfaldar og góðar aðferðir til að losna undan kvíðanum og verða betri en nokkru sinni fyrr. Fylgist með athyglisverðri umræðu um kvíða í Mannlega þættinum á NFS í dag kl. 10.00. Á vefsíðu þáttarins visir.is má finna sjálfspróf, fróðleik um kvíða, þau úrræði sem eru í boði, krækjur og bækur. Kvíði er algengur Ert þú kvíðin(n)? Mannlegi þátturinn ÁSDÍS OLSEN Það hefur oft verið kallað á sjúkrabíl á mínu heimili – við fíflumst með þetta viðkvæma mál og þykjumst vita að á 112 sé búið að koma upp sérstökum útkallsflokki sem kallist „Ásdísarútkall“. Ég fæ nefnilega kvíðaköst eða – ég fékk kvíða- köst. „Ykkur er óhætt að fara í kaffi strákar – það er ekki von á Ásdísarútkalli í bráð.“ En fyrsta útkallið mitt var skelfilegt fyrir alla aðila og svo hrikalega hallærislegt .... en ég lít á það sem batamerki að ég get hlegið að þessu atviki í dag og er tilbúin til að deila því með ykkur. Ég var gestur á bænum Skorra- stað fyrir austan, rétt fyrir utan Neskaupstað. Ég var rifbeins- brotin og ennþá svoldið aum, en hafði látið mig hafa það að keyra austur til að vísitera og fara í úti- legu með fjölskyldu og vinum. Ég var að lesa unga dóttur mína í svefn þegar hún þurfti skyndi- lega að reisa sig upp og studdi sig nett við bringuna á mér. Og auðvitað fór brotna rifið af stað – en í raun var það hugurinn sem tók völdin og hitinn og stingur- inn sem ég raunverulega fann var traust undirstaða undir alls- kyns hryllingsmyndir sem tóku að rúlla í gegnum hausinn á mér – af sundurrifnum innyflum, blæðandi hjartasári og tættum lungum. Og ég byrjaði að dofna upp og skjálfa og ég gat ekki andað og dauði minn var á næsta leyti. Og þegar sjúkrabíllinn kom var ég á fjórum fótum og varð ekki haggað – sannfærð um að rifið myndi breytast í óargadýr sem rifi mig í sundur að innan. Arrrrrrrg ... ekki koma við mig!!!!! Leggjast á börurnar – nei ekki sjens. Á fjórum fótum á börum – ekki hægt. Hvað var til ráða? Ég rifjaði upp gamla takta og skreið. Ég fór hægt yfir en komst út á hlað þar sem fjölskylda og vinir stóðu hjá skelfingu lostnir. Niðurlægingin var algjör – en hvaða máli skiptir það þegar maður er að drepast? Og á fjórum fótum klöngraðist ég upp í sjúkrabílinn ... og á fjór- um fótum var ég í sjúkrabílunum sem keyrði í hendingskasti með sírenuvæli í gegnum sveitina og inn á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Í sjúkrabílnum byrjaði að slakna á mér. Eitthvert öryggi í því að vera komin undir verndar- væng heilbrigðiskerfisins ... og í raun lítið sem ég gat gert meira til að bjarga lífi mínu. Á sjúkra- húsinu mætti ég þvílíkum skiln- ingi og gæsku og ég leyfði mér að gefast upp í fangi sérfræðing- anna. Áður en ég vissi af var ég orðin nokkuð brött ... en jafn- framt yfirbuguð af skömm og niðurlægingu. Hverskonar uppákoma var þetta hjá mér? Ég fór í alvörunni að vona að eitt- hvað almennilegt kæmi út úr rannsókninni. Hvernig átti ég að horfa framan í nokkurn mann eftir þessi ósköp. Átti ég að ég viðurkenna að ég væri ímyndun- arveik eða hysterísk – er það ekki það lægsta sem hægt er að komast? En rannsóknirnar á sjúkrahúsinu leiddu ekkert alvarlegt í ljós og næstu nótt svaf ég í tjaldi á Borgarfirði eystra. Nokkrum dögum seinna liggj- um við fjölskyldan uppi í sófa heima að horfa á vídeó. Ég nýbú- in að taka verkjalyf eins og mér var uppálagt vegna rifbeinbrots- ins. Og skyndilega finn ég doða læðast niður hálsinn og bakið ... og hugurinn fer á flug – hvaða eitur tók ég eiginlega? Og ég byrja að skjálfa og ég get ekki andað og ég er að kafna og bráð- um dey ég og ég vil sjúkrabíl. Ég er borin út á börum og börnin mín standa grátandi hjá og ég sem er sannfærð um að ég sé að deyja ... en segi þeim til huggun- ar að þetta sé örugglega kvíða- kast – þau þurfi engar áhyggjur að hafa. Í sjúkrabíl á fjórum fótum Mannlegi þátturinn leggur áherslu á tilfinningar, huga, orku og anda. Þar er fjallað um sjálfsmynd, samskipti, uppeldi, geðið og almættið. Kínverskir heilsudagar laugardag og sunnudag frá kl. 9-16 OPI Ð H ÚS Hárstofan Space Eva, Pála og Raggi bjóða Krisínu og Bryndísi velkomnar til starfa. Tökum vel á móti nýjum og gömlum viðskiptavinum. Eva, Pála og Rag i bj ristínu og Bryndísi velko nar til starfa Reiki Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK Kvöld- og helgarnámskeið í boði, næstu námskeið eru: I. stig helgarnámskeið 23. – 24. september II. stig kvöldnámskeið 25. –28. september Fyrir bætta líðan og betri stjórn á lífi þínu. Pantanir í síma 553 3934, milli kl. 10 og 13 virka daga. Guðrún Óladóttir reikimeistari Framhald í sjálfsstyrking, Auktu styrk þinn, 7. og 8. október, helgarnámskeið. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.