Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 37
[ ]
BRUNO FRISONI Hrika-
lega elegant skór frá
Bruno Frisoni með
gylltum hæl.
Tískuhönnuðir fá aldrei leið á dýraskinns-
munstrum. Þau komu fyrst fram á
sjónarsviðið upp úr 1950 og hafa loðað
við síðan þá, enda hafa allar konur
lítið villidýr innra með sér sem verður
að stinga höfðinu út annað slagið.
Í hvert sinn sem þú klæðist flík með dýraskinns-
munstri þá kallar það á athygli þeirra sem eru í
kringum þig. Gættu því þess að skreyta þína feg-
urstu parta með pardusnum, en ekki klæða þig í
sebrabuxur ef þú hefur breið læri, eða fara í bol
með gíraffamynstri ef upphandleggirnir eru
ekki sá líkamshluti sem þér finnst fallegastur á
sjálfri þér. Einfaldir og hlutlausir litir á borð
við svart, hvítt og kremað passa yfirleitt best
við dýraskinnsmunstur en á sama tíma getur
líka verið skemmtilega ögrandi að skella sér
t.d. í skærbleikt pils og fallega blússu með hlé-
barðamunstri. Hvernig sem þú útfærir þetta...
Dýrið gengur laust í haust.
Vappað á villtu hliðinni
VERSLUNIN STASIA Í KRINGLUNNI
ER AÐ YNGJA STÍLINN UPP OG TAKA
INN TÍSKUGALLABUXUR OG ANNAN
GÖTUFATNAÐ FYRIR STELPUR AF
ÖLLUM STÆRÐUM.
„Við erum að fá danskar gallabuxur í
númerum frá 36 til 56, fyrir átján ára
og upp úr,“ segir Linda Stefanía
De L‘Etoile, verslunarstjóri
í Stasiu. Stærri buxurnar,
sem eru með merkinu
DNA, segir hún vera með
ýmsum sniðum. Sumar
séu lágar upp, aðrar nái
upp í mitti og svo séu
enn aðrar þar á milli. Alltaf
verða til gallabuxur í hefð-
bundum stíl að hennar sögn
og svo líka íburðarmeiri,
til dæmis með steinum og
útsaumi á vösum. Skálmarnar eru
yfirleitt beinar eða aðeins útvíðar og
litirnir í haust eru blár og svartur.
„Við höfum verið með föt í öllum
stærðum, meðal annars stórum
númerum, og nú erum við að yngja
upp þannig að okkar fatnaður henti
átján ára og eldri,“ segir Linda og
bætir við: „Það eru svo margar
menntaskólastúlkur komnar
í númerin 46-48 og þær
eiga erfitt með að fá á
sig gallabuxur. Úr því
viljum við bæta og
erum að fá götufatnað í
öllum stærðum, þar með
taldar gallabuxur.“ - gg
Stærðir fyrir allar
Marc Lauge heitir merkið
á buxum í stærðum 36-44.
DNA-buxurnar eru í stærð-
um 42-56.
Náttúruleg Notaðu hyljara í stað farða og ljósa liti í kringum augun ef þú vilt
náttúrulegt útlit . Brúnn maskari í staðinn fyrir þann svarta gefur líka náttúrulegra yfir-
bragð, sérstaklega á ljóshærðum konum.
LOLA Hlé-
barðahattur
fyrir þær sem
þora. Einstak-
lega lekkert.
VBH Fallegt veski fyrir
ballið eða leikhúsið.
DONNA KARAN
Donna Karan á
villtu hliðinni.
Ögrandi og
frekar brjáluð
stígvél frá
þessari annars
siðvöndu
dömu.
Kate Moss er
þekkt fyrir að
vera svolítið
villt í eðli sínu.
Hér skartar
hún dýrindis
hlébarða-
mynstruðum
kjól frá Dolce&
Gabbana og
skóm í stíl, í
opnunarpartíi
á Dorchester
bar í London
Bem haldið
var í júnílok.
FENDI
Palazzo
hlébarðapoki
frá Fendi.
STELLA MCCARTNEY
Svart-hvítir gellu-
skór frá Stellu.
Full búð af nýjum vörum!