Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 37
[ ] BRUNO FRISONI Hrika- lega elegant skór frá Bruno Frisoni með gylltum hæl. Tískuhönnuðir fá aldrei leið á dýraskinns- munstrum. Þau komu fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1950 og hafa loðað við síðan þá, enda hafa allar konur lítið villidýr innra með sér sem verður að stinga höfðinu út annað slagið. Í hvert sinn sem þú klæðist flík með dýraskinns- munstri þá kallar það á athygli þeirra sem eru í kringum þig. Gættu því þess að skreyta þína feg- urstu parta með pardusnum, en ekki klæða þig í sebrabuxur ef þú hefur breið læri, eða fara í bol með gíraffamynstri ef upphandleggirnir eru ekki sá líkamshluti sem þér finnst fallegastur á sjálfri þér. Einfaldir og hlutlausir litir á borð við svart, hvítt og kremað passa yfirleitt best við dýraskinnsmunstur en á sama tíma getur líka verið skemmtilega ögrandi að skella sér t.d. í skærbleikt pils og fallega blússu með hlé- barðamunstri. Hvernig sem þú útfærir þetta... Dýrið gengur laust í haust. Vappað á villtu hliðinni VERSLUNIN STASIA Í KRINGLUNNI ER AÐ YNGJA STÍLINN UPP OG TAKA INN TÍSKUGALLABUXUR OG ANNAN GÖTUFATNAÐ FYRIR STELPUR AF ÖLLUM STÆRÐUM. „Við erum að fá danskar gallabuxur í númerum frá 36 til 56, fyrir átján ára og upp úr,“ segir Linda Stefanía De L‘Etoile, verslunarstjóri í Stasiu. Stærri buxurnar, sem eru með merkinu DNA, segir hún vera með ýmsum sniðum. Sumar séu lágar upp, aðrar nái upp í mitti og svo séu enn aðrar þar á milli. Alltaf verða til gallabuxur í hefð- bundum stíl að hennar sögn og svo líka íburðarmeiri, til dæmis með steinum og útsaumi á vösum. Skálmarnar eru yfirleitt beinar eða aðeins útvíðar og litirnir í haust eru blár og svartur. „Við höfum verið með föt í öllum stærðum, meðal annars stórum númerum, og nú erum við að yngja upp þannig að okkar fatnaður henti átján ára og eldri,“ segir Linda og bætir við: „Það eru svo margar menntaskólastúlkur komnar í númerin 46-48 og þær eiga erfitt með að fá á sig gallabuxur. Úr því viljum við bæta og erum að fá götufatnað í öllum stærðum, þar með taldar gallabuxur.“ - gg Stærðir fyrir allar Marc Lauge heitir merkið á buxum í stærðum 36-44. DNA-buxurnar eru í stærð- um 42-56. Náttúruleg Notaðu hyljara í stað farða og ljósa liti í kringum augun ef þú vilt náttúrulegt útlit . Brúnn maskari í staðinn fyrir þann svarta gefur líka náttúrulegra yfir- bragð, sérstaklega á ljóshærðum konum. LOLA Hlé- barðahattur fyrir þær sem þora. Einstak- lega lekkert. VBH Fallegt veski fyrir ballið eða leikhúsið. DONNA KARAN Donna Karan á villtu hliðinni. Ögrandi og frekar brjáluð stígvél frá þessari annars siðvöndu dömu. Kate Moss er þekkt fyrir að vera svolítið villt í eðli sínu. Hér skartar hún dýrindis hlébarða- mynstruðum kjól frá Dolce& Gabbana og skóm í stíl, í opnunarpartíi á Dorchester bar í London Bem haldið var í júnílok. FENDI Palazzo hlébarðapoki frá Fendi. STELLA MCCARTNEY Svart-hvítir gellu- skór frá Stellu. Full búð af nýjum vörum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.