Fréttablaðið - 16.09.2006, Síða 67
LAUGARDAGUR 16. september 2006
�������������
���������������
Sá sem pælir í tilverunni leggur
stund á heimspeki. Þetta á við
hvort sem menn velta fyrir sér
tilgangi lífsins, hvort alheimur-
inn geti verið endalaus eða hvort
sé nú betra að eyða laugardag-
speningunum í vikulegan nammi-
skammt eða safna þeim saman
og kaupa eitthvað bitastæðara
þegar upphæðin er orðin álitleg.
Sumar pælingar skilja kannski
lítið eftir sig. Aðrar leita á hug-
ann aftur og aftur og móta sýn
manns á tilveruna.
Fátt er gefið í heimspeki
Í heimspeki er fátt gefið. Að því
leyti er heimspeki ólík flestum
öðrum fræðigreinum þar sem
gengið er út frá ýmsum viðtekn-
um sannindum og alla jafna ekki
efast um réttmæti þeirra. Eðlis-
fræðingur sem fer til dæmis að
efast um að til sé veruleiki sem
sé óháður mannlegri hugsun
hefur í raun sagt skilið við eðlis-
fræðina sem fræðigrein, en fæst
þess í stað við heimspeki. Svip-
aða sögu er að segja um sálfræð-
ing sem veltir fyrir sér hvort til
séu aðrir einstaklingar en hann
sjálfur, eða hvort einhver grund-
vallarmunur sé á fólki og dauð-
um hlutum eins og steinum.
Í heimspeki má spyrja um allt
Þannig er flestum fræðigreinum
farið; spurningar eins og þessar,
sem kalla mætti barnalegar, eru
oft ekki taldar „fræðilegar“. En í
heimspeki má spyrja um allt,
pæla í öllu. Vegna þess hve heim-
spekin er opið fag verða heim-
spekingar oft fyrir því að horft
er á þá í forundran, eða jafnvel
með vanþóknun. Þannig kann
heimspekingur að spyrja í fullri
alvöru hvers vegna það sé rangt
að stela, ljúga og eigna sér afrek
annarra. Öðru fólki gæti hins
vegar fundist óviðeigandi að
spyrja slíkra spurninga.
Hvers vegna?
Heimspekingurinn spyr ekki
vegna þess að hann efist um að
slíkt háttalag sé hið versta rang-
læti, heldur vegna þess að hann
vill vita hvers vegna það er dæmi
um ranglæti. Ef til vill langar
hann svo líka að vita hvað rang-
læti sé yfirleitt.
Sókrates og Platon
Heimspekingurinn Sókrates er
frægur – eiginlega alræmdur –
fyrir barnalegar spurningar
sínar. Út frá slíkum sakleysisleg-
um spurningum spunnust langar
samræður þar sem Sókrates og
samferðamenn hans pældu í ólík-
um hlutum, til dæmis hvað sé
réttlæti. Sú samræða er rakin í
bók Platons, Ríkinu. Báðir eru
þeir Sókrates og Platon taldir
meðal merkustu heimspekinga
allra tíma, en segja mætti að
Platon hafi einmitt lært af Sókrat-
esi listina að spyrja barnalegra
spurninga.
Ekki eru allar spurningar heim-
spekilegar
Að ofangreindu er vonandi ljóst
að barnalegar spurningar geta
vel verið heimspekilegar, en ekki
er þó þar með sagt að allar spurn-
ingar séu heimspekilegar. Auð-
velt er að spyrja spurninga, hvort
heldur „barnalegra“ eða „fullorð-
inslegra“, án þess að til komi
nokkur snefill af heimspeki.
Í kappræðu, til dæmis meðal
stjórnmálamanna skömmu fyrir
kosningar, ganga spurningar á
víxl. Slíkar spurningar eru hins
vegar ekki heimspekilegar vegna
þess að þeirra er ekki spurt með
heimspekilegu hugarfari – þeim
er ekki ætlað að verða kveikja að
pælingu. Þátttakendur í kapp-
ræðu velta ekki fyrir sér hlutun-
um frá mörgum hliðum og reyna
að komast að niðurstöðu; þeir eru
að verja einn málstað og reyna
að koma höggi á annan. Þess
vegna er líka fátt jafn fjarlægt
heimspekilegri rökræðu og kapp-
ræða.
Barnsleg einlægni
Sá sem spyr heimspekilega spyr
í barnslegri einlægni og vegna
þess að hann vill pæla í hlutun-
um. Slíkt er stundum litið horn-
auga og haft til marks um veik-
leika þess sem þannig spyr, en
einlægni og forvitni eru ekki
veikleikar heldur til marks um
innri styrk og hugrekki. Það
sýnir að einstaklingurinn er
opinn fyrir heiminum og tilbúinn
að takast á við hann hvernig sem
hann er. Andstæða þess er for-
herðingin og af henni grær for-
heimskunin.
Ólafur Páll Jónsson, lektor í
heimspeki við Kennaraháskóla
Íslands
Hvað er supernova?
Orðið supernova kemur upphaf-
lega úr latínu og er samsett úr
tveimur liðum. Sá fyrri, super-,
merkir ‚yfir-‘ eða ‚ofur-‘, en sá
seinni, -nova, þýðir ‚ný‘ og er
stytting á nova stella, ‚ný stjarna‘.
Á íslensku er supernova kölluð
sprengistjarna og lýsir það heiti
ágætlega þessu fyrirbæri.
Sprengistjörnur eru meðal
mestu hamfara sem þekkjast í
alheiminum. Orkan sem losnar
úr læðingi þegar stjarna spring-
ur er hrikaleg og sést það best á
því að við sprenginguna verður
stjarnan jafn björt eða bjartari
en heil vetrarbraut.
Keplersstjarnan
Fyrir um 400 árum birtist ný
ofurbjört stjarna á himinhvolf-
inu. Þar var komin sprengistjarn-
an SN 1604, sem einnig er nefnd
Keplersstjarnan eftir stjörnu-
fræðingnum Jóhannesi Kepler
(1571-1630), en hann rannsakaði
hana í þaula. Sprengistjörnur
höfðu mikil áhrif á umræður í
stjörnufræði á þeim tíma þar
sem þær voru eitt gleggsta merk-
ið um að himnarnir væru ekki
óbreytilegir eins og menn höfðu
talið fram að því.
Á Vísindavefnum er að finna
ítarlegri umfjöllun um sprengi-
stjörnur í svari Sævars Helga
Bragasonar við spurningunni Er
nokkur fastastjarna nálægt
okkur sem hefur möguleika á að
verða sprengistjarna?
Heiða María Sigurðardóttir,
B.A. í sálfræði og starfsmaður
Vísindavefsins.
Eru barnalegar
pælingar heimspeki?
SPRENGISTJARNA Leifar af Keplers-
stjörnunni.
Föstudaginn 22. september stendur Rannís fyrir Vísindavöku – stefnumóti
við vísindamenn í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Markmiðið með
Vísindavökunni er vekja áhuga almennings á vísindum og auka vitund um
starf vísindamanna og mikilvægi þeirra. Vísindavefurinn mun taka þátt í Vís-
indavökunni og kynna vefinn, bjóða gestum að reyna kunnáttu sína með því
að spreyta sig á spurningum og gæða sér á fróðleiksmolum. Vísindavakan
stendur frá kl. 17.00 – 21.00.
Merrild 103
Me›alrista›
gæ›akaffi
Fæst nú í heilbaunum!
Hefur flú prófa›?
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
3
4
6
2