Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 71

Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 71
LAUGARDAGUR 16. september 2006 35 Fáir vita sennilega hverjar Suzie McNeill eða Jessica Robinson eru. Þær tóku þátt í síðustu seríu Rock Star þar sem leitað var að söngvara fyrir áströlsku skalla- poppsveitina INXS. Fréttablaðið lagðist yfir netið og reyndi að grafa upp hversu langt forverar þeirra Magna, Dilönu, Lukasar og Toby hafa komist. Sigurvegarinn: JD Fortune Val INXS á JD var mjög umdeilt en hann þótti sístur af þeim þremur sem eftir stóðu. Fortune bjó í bílnum sínum áður en hann reyndi fyrir sér í nýjum raunveruleikaþætti hjá CBS- sjónvarpsþáttaröðinni, Rock Star: INXS. JD hefur haft í nógu að snúast og hafa viðtökur við honum sem arftaka Michael Hutchence verið vonum framar því lengi vel snerust aðdá- endur sveitarinnar gegn þættinum og töldu þetta vera and- stætt vilja söngvarans sáluga. Sjálfur lýsti Fortune því yfir í útvarpsþætti að hann hefði alltaf dreymt um að syngja lög INXS. Hins vegar er spurning hvað verður um hann þegar aldurinn fer að hafa síaukin áhrif á frammistöðu hljómsveit- armeðliminna en þeir þurftu meðal annars að fresta tónleik- um í Danmörku vegna álagsmeiðsla. Marty Casey Casey þótti lengst af sigurstranglegur fyrir lokakvöldið en þegar úrslitin voru kunngjörð spurði Tim Farriss, gítarleik- ari INXS, hvort hann væri tilbúinn til að hita upp fyrir heims- ferðalag hljómsveitarinnar. Casey hefur verið söngvari hljómsveitarinnar Lovehammers og fór hún á ferðalag með áströlsku poppurunum. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, sem hún gaf sjálf út, seldist í 25 þúsund eintökum en sveitin nýtur mikilla vinsælda í Chicago. Mig Mayesa Hann gekk venjulega undir nafn- inu MiG og var einn þeirra þriggja sem komu til grein sem næsti söngv- ari INXS. MiG var mjög vinsæll meðal áhorf- enda, þótti hafa kraftmikla framkomu og var jafnan líkt við óslípaðan demant. MiG hefur sungið með hljómsveitinni Queen en í byrjun næsta árs er vænt- anlegur svokallaður karaoke-diskur frá Decca-plötu- fyrirtækinu þar sem hann reynir sig við eftirlætis rokkslagarana sína. Suzie McNeill Varð í fjórða sæti, rétt eins og Magni. Hún hefur að mestu leyti lifað á fornri frægð og treður oft upp með öðrum keppendum sem féllu úr leik snemma. Henni bauðst óvænt tækifæri þegar sjálfur Clay Aiken bauð henni að syngja dúett með sér og þá sáu INXS-liðar aumur á henni og buðu McNeill að flytja fyrsta versið í nýju lagi. Jordis Unga Hin unga Jordis hefur reynt fyrir sér sem sólólista- maður með misjöfnum árangri og hefur að mestu leyti sungið á krám í Bandaríkjunum. Eini geisladiskurinn hennar er Night at the Mayan Theatre, sem inniheld- ur besta flutninginn úr INXS-þátt- unum. Lífið eftir Rock Star JD FORTUNE Hefur tekist að varðveita sína skjótfengnu frægð og syngur á fjölsóttum tónleikum með INXS. Hvort frægðin endist eftir að sveitin leggur upp laupana er hins vegar vafamál. MARTY CASEY Hafnaði í öðru sæti en er á fullu við að spila með hljómsveit sinni Lovehammers sem nýtur mikilla vinsælda í Chicago. MIG MAYESA Hefur verið að ströggla en sólóskífa með honum er væntanleg í byrjun næsta árs. SUZIE MCNEILL Lifir á fornri frægð og syngur með öðrum úr þáttunum en hefur þó sungið dúett með Clay Aiken. JORDIS UNGA Lítið hefur til hennar spurst og hún hefur að mestu leyti spilað á krám í Bandaríkjunum. . Magnadúkkan Á móti sól og Magni eru stærri en Birgitta Haukdal og Írafár þannig að það liggur beint við að Magni verði gerður að dúkku eins og Birgitta á sínum tíma. Nask- ir kaupsýslumenn hljóta að kveikja á þessu og því er þess ekki langt að bíða að Magnadúkkan líti dagsins ljós en hún ætti að selj- ast vel bæði hér heima og erlendis. Magnamín Lýsi hf. er heldur betur komið í feitt en fyrirtækið á vörumerkið Magnamín og magnavítamín vörulínu. Nú er heldur betur lag að stórauka framleiðsluna á Magnamíni og fara í stórkostlegt markaðsátak. Það segir sig sjálft að börn munu kokgleypa Magna- mínið þegar það verður aug- lýst með þessum orðum: „Magni er svo duglegur af því hann borðaði Magnamín þegar hann var lítill.“ Barnabókin Magni í LA Það má teljast til stórtíðinda ef ú t s j ó n a r s a m i r útgefendur í Vest- urbænum eru ekki þegar byrjaðir að leggja drög að mynd- skreyttri barnabók um ævintýri Magna. Silja Aðalsteinsdóttir myndi leika sér að því að gera ævintýr- um Magna hressileg og léttleikandi skil. Uppeldisgildi bókarinnar er ótvírætt og hægur vandi að koma góðum siðaboð- skap til barnanna þegar sveitastrákur- inn hjartahreini kynnist vafasömum, húðflúruðum dópistum en kemst samt heill heim. Magnabækurnar geta ekki annað en slegið í gegn og munu enda í myndarlegum bókaflokki. Magnaspilið Æsispennandi borðspil í ætt við Lúdó og Matador. Sex manns geta spilað saman og skipst á að stjórna Lucas, Toby, Ryan, Dilönu, Magna og Storm. Sá leikmaður sem stjórnar Magna fær ákveðna forgjöf og fær alltaf að kasta teningnum tvisvar. Á borðinu eru stórhættulegir Tommy Lee reitir en þeir sem lenda þar þurfa að syngja lag áður en þeir eru sendir á byrjunarreit. Þá geta spjöld með áfengisdauða og fleiru annað- hvort tafið fyrir keppendum eða fleytt þeim áfram. Sá sem stjórnar Lucas fær aldrei Honda jeppa þótt hann fari yfir byrjunarreit. Safnkassi með Á móti sól Hljómsveit Magna fer ekki varhluta af velgengni söngvarans og því er sjálfsagt að bregða á það ráð að endurútgefa alla geisladiska hljómsveitarinnar í sér- stökum Rockstar safn- kassa. Rúsínan í pylsu- endanum gæti svo verið nýr diskur þar sem Magni syngur öll lögin sem hann tók í Rockstar við undirleik gömlu félaganna. (30 ÁRUM SÍÐAR) Sjálfsævisagan „Rockstar eyðilagði líf mitt“. Magni gerir upp við fortíðina, frægðina, slúðrið og kynni sín af stórstjörnulífinu hokinn af reynslu og veðraður eftir barninginn á frægðarinnar ólgusjó. Dramatískustu kaflarnir fjalla um glímu söngvarans við óprúttna umboðs- menn og endurskoðendur í Ameríku sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þegar þeir læstu klónum í sveitapiltinn frá Íslandi. Í kjölfar Magnamaníunnar ... Magnaæðinu á Íslandi er síður en svo lokið þó að kappinn sé kominn heim og muni ekki syngja með Tommy Lee og fé- lögum. Þjóðin elskar Magna og vel heppnuð markaðssetningin á honum kallar á alls kyns Magnavarning. Tækifærin eru óþrjótandi og þeir eru margir sem geta stokkið til og hagnast á Magna. Ævintýri Magna í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova er lokið en hvað bíður söngvarans geðþekka frá Borgarfirði eystri?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.