Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 72
 16. september 2006 LAUGARDAGUR36 Elsa Haraldsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Salon Veh, opnar hárgreiðslustofu í Kaupmannahöfn í lok mánaðar- ins ásamt Hreiðari Árna Magnús- syni. Hreiðar kemur til með að búa í Danmörku og halda utan um rekstur stofunnar en hún verður til húsa í Pilestræde 12, sem er hliðargata frá Strikinu. Hreiðar verður eini Íslendingurinn á stof- unni en hefur ráðið Dani til sín í vinnu. „Þetta er algjörlega danskt fyrirtæki og alveg nýtt, þannig að það tengist ekki á nokkurn hátt Salon Veh,“ segir Hreiðar sem telur markaðinn í Kaupmanna- höfn mjög hliðhollan tískufyrir- tækjum í dag. „Borgin er að kom- ast í hóp tíu stærstu tískuborga í heiminum og það sést meðal ann- ars á því hvað tískuvikan þar er að verða mikilvæg.“ Klipping og kampavín Hárgreiðslustofan ber nafnið Loft- salon og verður með alveg nýju sniði. „Ég held að það sé ekki til nokkur stofa rekin með þessu sniði á Norðurlöndunum, en við ætlum að vera með hárgreiðslustofu með svona hótel-, bar- og verslunar- sniði. Þetta verður mjög huggulegt umhverfi með bar og setustofu þannig að þetta verður ekki bara hárgreiðslustofa heldur líka góður staður til að hittast á,“ segir Hreið- ar og heldur áfram: „Hugmyndin er sú að vinkonur geti komið saman á stofuna og fengið sér kampavíns- glas á barnum á meðan ein er í klippingu. Á þennan hátt ætlum við að færa þjónustuna á annað stig. Þetta hefur gengið vel í Bandaríkjunum en þetta er hug- mynd sem Redken hefur verið að hanna og við höfum ákveðið að til- einka okkur og útfæra. Þannig að þetta verður svona dekurstaður þar sem hægt er að hafa það ákaf- lega huggulegt. Við ætlum að hækka þjónustuna um mörg stig en einbeita okkur þó að hárgreiðsl- unni,“ segir Hreiðar sem hlakkar mikið til að takast á við þetta nýja og spennandi verkefni. Íslensk Toni & Guy stofa í Köben Sigrún Davíðsdóttir og Edda Sif Guðbrandsdóttir eru eigendur Toni & Guy á Íslandi og eru nú að undir- búa opnun stofu í Kaupmannahöfn. „Við erum enn að leita okkur að húsnæði og erum nokkuð vandlátar með staðsetningu en stefnum að því að opna innan tíu mánaða,“ segir Sigrún og bætir því við að Edda Sif ætli að búa úti fyrsta árið til að koma þessu af stað. Toni & Guy er keðja af hárgreiðslustofum með höfuðstöðvar í London og verð- ur stofan þeirra Sigrúnar og Eddu sú fyrsta í Danmörku. „Við höfum núna einkaleyfi á því að opna stof- ur Toni & Guy á Íslandi og í Dan- mörku en það eru þegar komnar stofur í Svíþjóð og Noregi,“ segir Sigrún. Í toppklassa Markaðurinn í Danmörku er að vissu leyti frábrugðinn því sem gerist hér á landi, að sögn Sigrún- ar. „Í Danmörku er mikill verð- munur á milli stofanna og má segja að þær skiptist í háklassa- stofur og síðan rakarann á horn- inu. Við komum til með að vera í sama klassa og þær bestu þarna úti. Við ætlum að veita góða þjón- ustu og vera með bestu klipping- arnar og alltaf með nýjungarnar á hreinu alveg eins og hér, en við vinnum alltaf eftir nýjustu straum- um og stefnum frá London þannig að það verður eins í Kaupmanna- höfn. Við ætlum okkur bara stóra hluti.“ Stofurnar í Svíþjóð eru með hárgreiðsluskóla og stefnir Sigrún að því að senda starfsfólk sitt þangað. „Það er mjög gott því þá þurf- um við ekki að senda alla til Lond- on, en við sendum starfsfólkið út á námskeið reglulega til að vera alltaf með það nýjasta.“ Sigrún segir þær stöllur rosalega spennt- ar yfir að færa út kvíarnar en nú sé aðalmálið að vera þolinmóðar meðan þær bíða eftir rétta hús- næðinu. Íslenskt hárgreiðslufólk í útrás SPENNTAR Edda Sif og Sigrún eru eigendur Toni & Guy á Íslandi og stefna nú að því að opna slíka stofu í Kaupmannahöfn innan tíu mánaða. ALLIR TIL KÖBEN Útrás Íslendinga til Kaupmannahafnar virðist engan endi ætla að taka og nú hafa íslenskir hársnyrtar bæst í hópinn. Á ÚTLEIÐ Hreiðar Árni Magnússon ætlar að flytja til Danmerkur og reka stofuna Loftsalon sem hann á með Elsu Har- aldsdóttur, hárgreiðslumeistara. HVERNIG ER AÐ ... VERA HATTAKARL? Reynir Traustason ¿ hattakarl „Það er vont í roki. Öll athyglin fer í að halda á sér höfuðfatinu. En það getur verið gott að hafa hatt þegar sólin skín sem sterkast. Veitir ákveðið skjól. Svo er þetta reyndar eins og hver önnur fíkn. Maður verður háður því að vera nákvæmlega svona. Finnst sem hattlaus sé maður nánast nakinn að spóka sig fyrir augum almennings.“ Stefán Jón Hafstein ¿ hattakarl „Ég á marga veiðihatta. En einn stendur skör hærra en allir hinir og það er hattur sem Wathne-systur frænkur mínar gáfu mér. Mikill önd- vegis hattur, ekta Indiana Jones hattur og hann hef ég farið með til Afríku og Indlands og hvarvetna hlotið athygli og aðdáun út á hattinn.“ Tómas R. Einarsson ¿ hattakarl „Hattamennska mín tengist þessari tónlist sem ég hef verið að spila á síðustu árum ¿ latíntónlistinni. Gott er að ganga með hatt í heitum löndum en ég hef verið latur við að labba með þetta hér í Reykjavík. Enda þyrfti maður þá að vera með báðar hendur á höfuðfatinu. Það er nú vandinn stóri ¿ það er svo erfitt að vera eleg- ant í Reykjavík.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson ¿ hattakarl „Það er afskaplega þægilegt að nota hatt á Íslandi sem passar vel á höf- uðið. Hann heldur frá manni vætu og kulda. Og þar fyrir utan virðist maður hærri til himinskautanna. Og ber af í mannhafinu. Þetta kemur fólki ekki jafn mikið á óvart nú og þegar ég byrjaði fyrir einum tuttugu árum að bera slíkan.“ Halldór Bragason ¿ hattakarl „Praktískt séð er gott að vera með hatt þegar maður er að spila. Blindast ekki af sviðsljósinu. Það er líka gott að setja á sig þennan hatt, blúshattinn, við ákveðin tækifæri og taka hann af sér aftur og breytast í venjulega manneskju.“ Íslensk fyrirtæki hafa að undanförnu haslað sér völl á dönskum markaði. Nú hefur íslenskt hár- greiðslufólk ákveðið að taka þátt í þessari útrás en á næstu mánuðum verða opnaðar tvær hárgreiðslu- stofur í eigu Íslendinga í Kaupmannahöfn. Hárgreiðslufólkið telur markaðinn í borginni mjög hliðholl- an tískunni og því rétti tíminn núna til þess að færa út kvíarnar á þennan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.