Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 83
LAUGARDAGUR 16. september 2006 47
LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður
kvöldverður og leikhúsmiði
frá kr. 4300 - 4800
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga
- fimmtudaga í síma 437 1600
Staðfesta þarf miða með greiðslu
viku fyrir sýningardag
Sýningar í Landnámssetri
í september og október
Laugardagur 16. september kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 17. september kl. 20 Uppselt
Laugardagur 23. september kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 24. september kl. 16 Uppselt
Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 28. september kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������� �� �������������������� �� �� �����
�������������������������������
�������������� �� ���������������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
��������������������������������������������������������������������
������������ ����������������������������������������
����������������������������������� �������������������������������
Frumsýning 15. september uppselt
2. sýning 16. september örfá sæti laus
3. sýning 22. september
4. sýning 23. september
Líf tungunnar
Mikið er rætt um líf íslenskrar tungu og framtíð hennar. Óttast margir að hún sé
jafnvel í lífshættu. Það fer auðvitað eftir þjóðinni sjálfri og afstöðu hennar. Ég hef
ekki þungar áhyggjur af tökuorðum eða tískuslangri. En ég þykist greina tvær
hættur: aukið kæruleysi og fátæklegri orðaforða. Einhæfni í orðavali gerir sjálfa
hugsunina ófullkomna. Í móðurmálskennslu held ég að huga þurfi betur að því
að laða nemendur að fjölbreytileika tungumálsins og rækta með þeim
væntumþykju. Ég óttast að þetta hafi mistekist. Ef okkur þykir vænt um
tungumál okkar hljótum við að reyna að vanda málfar okkar. Ég vil taka fram, að
þótt ég hafi tekið að mér að skrifa pistla um íslenskt mál, þá dettur mér ekki í
hug að ég sé óskeikull á málfar fremur en aðrir.
Bara, bara, bara
Hafa menn tekið eftir því að BARA er orðið eitthvert ofnotaðasta orð tungunn-
ar? Það merkir 1) einungis, aðeins; 2) þó nokkuð, frekar, hvað sem öðru líður.
En nú er það mest notað sem hikorð eða til uppfyllingar.
Hikorð, orð til að fylla upp í hik í mæltu máli, virðast koma og fara og lúta
einhvers konar tísku. Þó eru hikorðin hérna og sko býsna lífseig.
Einu sinni sögðu margir altso en nú heyrist það varla. Sem sagt styttist í
framburði í semst og þúst varð til úr þú veist (ég spurði einu sinni nemanda
minn í HÍ hvort hann kallaði mig þúst?) og skiluru úr skilur þú. En nú virðist
vinsælasta hikorðið vera bara sem tönnlast er á í tíma og ótíma, og verður að
hafa sig allan við að varast smit. Ég heyrði nýlega unga konu segja 14 sinnum
bara á innan við tveimur mínútum í sjónvarpsviðtali. Ekki hljómar það vel. Ég
mæli með barabindindi.
Fer fram
Frétt í Morgunblaðinu 13. júní:
Fyrirsögn: Doktorsvörn við læknadeild HÍ og á sömu bls. Doktorsvörn í
eðlisfræði við HÍ
Texti: Doktorsvörn í örveirufræði ... fer fram... föstudaginn 16. júní. Þá ver
Sigrún Guðmundsdóttir doktorsritgerð sína...
Skringilegt er í raun að tala um að vörn fari fram. Að auki er þetta óþarft.
Undir fyrirsögn er nóg að segja: SG.... ver doktorsritgerð sína.
Óþörf orð eru ekki til prýði.
Úr greinargerð með tilllögu til þingsályktunar:
Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að huga þurfi betur að kostum þess að
íslenska ríkið leggi meira af mörkum á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu og
þá einnig með hvaða hætti slík samvinna ætti að fara fram.
...hvernig aðgerðirnar fóru fram...
Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 27. júní. Menn ættu að sneiða hjá þessu
ankannalega orðalagi.
Laglega sagt
Guðmundur Steingrímsson kemst laglega að orði í Fréttablaðinu 2. sept.:
„Almættið forði okkur frá því að sprungurnar undir stíflunni séu jafn
djúpar og gleiðar og sprungurnar á málsmeðferðinni. Öll ákvarðanataka
þessa máls er byggð á sprungusvæði.“
Hér er skemmtilega leikið að beinni mynd sem breytist í myndhverfingu
(sprungurnar á málsmeðferðinni). Hins vegar spillir orðið ákvarðanataka þess-
um leik. Miklu betur hefði farið á því að segja í staðinn: allar ákvarðanir.
Orðið ákvörðunartaka (rétt svo, enda eintala) er hálfgert skrípi og er skýrt í
orðabók: það að taka ákvörðun, ákveða – og á því merkingarlega ekki við
hér.
Braghenda
Valdimar Lárusson sendi mér þessa braghendu:
Braghendan er býsna góður bragarháttur
við hann er og verð ég sáttur
vona að honum fylgi máttur.
Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is
HLJÓÐFÆRI HUGANS
Njörður P. Njarðvík skrifar
um íslenskt mál
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
SEPTEMBER
13 14 15 16 17 18 19
Laugardagur
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Björn Steinar Sólbergsson,
nýráðinn organisti við Hallgríms-
kirkju, kynnir heillandi hljóðheim
Klais-orgels kirkjunnar á tónleikum.
15.00 Píanóleikarinn Peter Máté
heldur tónleika í Þorgeirskirkju og
flytur verk eftir Schubert og Liszt.
16.00 Útgáfutónleikar í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Gerður
Bolladóttir sópransöngkona, Hlín
Erlendsdóttir fiðluleikari og Sophie
Schoonjans hörpuleikari kynna þjóð-
lagadiskinn Fagurt er í Fjörðum. Sr.
Bolli Pétur Bollason flytur inngangs-
orð að lögum tónleikanna sem bæði
eru af veraldlegum og trúarlegum
toga.
22.00 Hljómsveitirnar Night & The
City, Gavin Portland og Mammút
leika á tónleikum á Bar 11.
■ ■ OPNANIR
15.00 Sýning á verkum Hallsteins
Sigurðssonar verður opuð í Lista-
safni Sigurjóns í Laugarnesi.
15.00 Sýningar á verkum Ragn-
heiðar Jónsdóttur og Hörpu
Árnadóttur verða opnaðar í
Listasafni ASÍ við Freyjugötu.
16.00 Sýning á verkum Ingrid
Larssen verður opnuð í sýningarsal
Handverks og hönnunar í
Aðalstræti 12.
■ ■ ÚTIVIST
14.00 Ljóðaganga verður farin í
Garðsárreit í Eyjafirði í samvinnu
Skógræktarfélags Eyfirðinga,
Amtsbókasafnsins á Akureyri og
Populus tremula. Lagt verður upp
með rútu frá Amtsbókasafninu og
komið til baka á fimmta tímanum.
Til upplyftingar andanum munu
eftirtaldir lesa eða syngja kvæði
fyrir göngufólk: Aðalsteinn Svanur
Sigfússon, Arna Valsdóttir, Hannes
Örn Blandon, Helgi Þórsson, Jón
Kristófer Arnarson og Steinunn
Sigurðardóttir. Einnig verður skóg-
urinn kynntur, hellt upp á ketilkaffi og
bragðbætt með kúmeni að vanda.
■ ■ UPPÁKOMUR
16.00 Ingibjörg Magnadóttir og
Kristín Eiríksdóttir myndlistarmenn
skipuleggja undirvitundargjörning í
tengslum við sýninguna Pakkhús
postulanna í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi
13.30 Aðstandendur kvikmynd-
anna Börn og Foreldrar ræða
um gerð myndanna í bókabúð
Máls og menningar á Laugavegi.
Þátttakendur verða Ragnar Bragason
leikstjóri myndarinnar og leikarnir
Ólafur Darri Ólafsson, Nanna
Kristín Magnúsdóttir og Víkingur
Kristjánsson.
■ ■ SÝNINGAR
14.00 Í galleríinu Kling & bang á
Laugavegi stendur yfir samsýningin
Guðs útvalda þjóð. Sýningarstjóri er
Snorri Ásmundsson. Sýningin er opin
milli 14-18.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Stefán Jónsson, leikari og leik-
stjóri, hefur verið fenginn til að
leika hnappasmiðinn í hinni vin-
sælu uppfærslu Baltasars Kor-
máks á Pétri Gauti í Þjóðleikhús-
inu og fylla þar með skarð Ingvars
E. Sigurðssonar, sem er farinn til
London að leika í uppfærslu Gísla
Arnar Garðarssonar á Hamskipt-
um Kafka.
Stefán brást skjótt við þrátt
fyrir stuttan fyrirvara og steig á
svið í Þjóðleikhúsinu í gær eftir
langa fjarveru en þar lék hann síð-
ast í Veislunni fyrir nokkrum
árum.
„Það er alltaf gott að vökva í
sér leikarann,“ segir Stefán, sem
hefur einbeitt sér að leikstjórn á
síðustu árum og vinnur nú í Þjóð-
leikhúsinu að uppsetningu vís-
indasöngleiks eftir Hugleik Dags-
son. „Ingvar er vinur minn,
Baltasar er vinur minn og Þjóð-
leikhúsið er vinur minn og ég vildi
ekki bregðast trausti þeirra þegar
sú staða kom upp að Ingvar varð
frá að hverfa og stökk því til. Þetta
bar brátt að en ég setti mig í þess-
ar stellingar og vona að ég muni
ekki trufla þessa fínu sýningu,“
segir Stefán, sem telur það ekki
mikið mál að bæta þessu óvænta
verkefni á sig. - þþ
Bregst ekki
vinum sínum
STEFÁN JÓNSSON Var óvænt beðinn
að leysa Ingvar E. Sigurðsson af í Pétri
Gauti og brást skjótt við.
Vefurinn Reykjavik.com og blaðið Reykjavikmag
eru nýjar upplýsingaveitur á ensku.
Þær bjóða upp á ferska umfjöllun og nýjustu upplýsingar um allt sem
heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma; menningarviðburði,
skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir og næturlíf.
Í Reykjavík er
alltaf eitthvað
sem er nýjasta nýtt
Be prepared,